Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 4. nóvember 2025 09:00 Um helgina síðustu sótti ég ráðstefnu í Norræna húsinu sem bar heitið „Sögur kynlífsverkafólks og Opinber stefna“. Þar komu saman fagfólk, fræðimenn, mannréttindasinnar og ekki síst kynlífsverkafólk sem deildu eigin reynslu og sögum. Raddirnar sem heyrðust voru fjölbreyttar og lýstu raunveruleikanum á ólíkum forsendum, frá þeim sem hafa lent í erfiðum félagslegum aðstæðum til þeirra sem hafa meðvitað valið þessa atvinnu og vilja starfa við hana á sínum eigin forsendum. Á ráðstefnunni tóku einnig til máls fulltrúar frá samtökum kynlífsverkafólks í Svíþjóð og Noregi. Þeir lýstu því hvernig baráttan fyrir réttindum og sýnileika þessa hóps hefur þróast þar og hvernig löggjöfin, sem svokölluð sænska leið, hefur reynst í reynd. Sú nálgun felur í sér að kaup á kynlífi eru refsiverð, en það hefur í mörgum tilvikum leitt til aukinnar jaðarsetningar og hættu fyrir kynlífsverkafólk, sem neyðist til að starfa í neðanjarðarumhverfi. Þannig skapast skilyrði þar sem öryggi og mannréttindi víkja fyrir ótta, fordómum og þögn. Á Íslandi er umræðan um vændi og kynlífsstarfsemi enn mjög takmörkuð og lituð af sterkum siðferðilegum viðhorfum fremur en félagslegu raunsæi. Það hefur orðið til þess að rödd þeirra sem málið snertir mest hefur verið nánast ósýnileg. Þessi hópur er fjölbreyttur og engin ein lýsing nær utan um hann. Sumir eru í þessari starfsemi vegna fátæktar, neyslu, áfalla eða félagslegra aðstæðna. Aðrir hafa meðvitað valið þetta starf, sumir sjá það sem tímabundna tekjuleið, aðrir sem fasta atvinnu. Það sem sameinar hópinn er hins vegar skortur á öryggi, vernd og aðgengi að heilbrigðisþjónustu og félagslegum úrræðum. Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það. Það er eina leiðin til að móta stefnu og löggjöf sem byggir á raunverulegum þörfum fólks en ekki á hugmyndum annarra um hvað sé „rétt“ eða „rangt“. Mannréttindasjónarmið, jafningjafræðsla og virðing fyrir sjálfsákvörðunarrétti þurfa að vera leiðarljós í þessari umræðu. Við verðum líka að skilja að vændi og mansal eru ekki sami hlutur. Mansal er glæpur og brot á mannréttindum, en kynlífsstarfsemi á eigin forsendum er annars eðlis. Að blanda þessu tvennu saman gerir meira ógagn en gagn og skaðar málstað þeirra sem þurfa vernd og stuðning. Ráðstefnan var bæði fróðleg og áhrifamikil. Hún sýndi að það er til fólk sem hefur hugrekki til að stíga fram og segja sína sögu, en það þarf samfélag sem hlustar. Það var þó miður að sjá hve fáir fulltrúar stjórnmálaflokka mættu. Ég tók eftir tveimur þingmönnum og einum borgarfulltrúa, en slíkur málaflokkur krefst víðtækari pólitískrar þátttöku og áhuga. Ef stjórnvöld ætla að taka mannréttindi alvarlega verða þau að hlusta á raddir fólks sem lifir við þessar aðstæður og vinna með þeim, ekki yfir þeim. Það sem helst stendur eftir hjá mér er að við þurfum að opna samtalið. Við þurfum að viðurkenna að kynlífsstarfsemi er til staðar í íslensku samfélagi og hefur verið það lengi. Við þurfum að skapa öruggt rými þar sem hægt er að ræða málefnið án fordóma og þar sem fólk getur leitað sér aðstoðar, heilbrigðisþjónustu og stuðnings án þess að óttast refsingu eða skömm. Það er líka nauðsynlegt að þróa jafningjastuðning og samtök sem byggja á reynslu fólks sjálfs, eins og gert hefur verið í nágrannalöndunum og „Rauða regnhlífin“ er hér. Það er ekki okkar hlutverk að „bjarga“ kynlífsverkafólki. Það sem við eigum að gera er að tryggja því réttindi, vernd og mannlega virðingu. Því aðeins getum við átt von á samfélagi þar sem enginn hópur er falinn í skugganum. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Vændi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Um helgina síðustu sótti ég ráðstefnu í Norræna húsinu sem bar heitið „Sögur kynlífsverkafólks og Opinber stefna“. Þar komu saman fagfólk, fræðimenn, mannréttindasinnar og ekki síst kynlífsverkafólk sem deildu eigin reynslu og sögum. Raddirnar sem heyrðust voru fjölbreyttar og lýstu raunveruleikanum á ólíkum forsendum, frá þeim sem hafa lent í erfiðum félagslegum aðstæðum til þeirra sem hafa meðvitað valið þessa atvinnu og vilja starfa við hana á sínum eigin forsendum. Á ráðstefnunni tóku einnig til máls fulltrúar frá samtökum kynlífsverkafólks í Svíþjóð og Noregi. Þeir lýstu því hvernig baráttan fyrir réttindum og sýnileika þessa hóps hefur þróast þar og hvernig löggjöfin, sem svokölluð sænska leið, hefur reynst í reynd. Sú nálgun felur í sér að kaup á kynlífi eru refsiverð, en það hefur í mörgum tilvikum leitt til aukinnar jaðarsetningar og hættu fyrir kynlífsverkafólk, sem neyðist til að starfa í neðanjarðarumhverfi. Þannig skapast skilyrði þar sem öryggi og mannréttindi víkja fyrir ótta, fordómum og þögn. Á Íslandi er umræðan um vændi og kynlífsstarfsemi enn mjög takmörkuð og lituð af sterkum siðferðilegum viðhorfum fremur en félagslegu raunsæi. Það hefur orðið til þess að rödd þeirra sem málið snertir mest hefur verið nánast ósýnileg. Þessi hópur er fjölbreyttur og engin ein lýsing nær utan um hann. Sumir eru í þessari starfsemi vegna fátæktar, neyslu, áfalla eða félagslegra aðstæðna. Aðrir hafa meðvitað valið þetta starf, sumir sjá það sem tímabundna tekjuleið, aðrir sem fasta atvinnu. Það sem sameinar hópinn er hins vegar skortur á öryggi, vernd og aðgengi að heilbrigðisþjónustu og félagslegum úrræðum. Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það. Það er eina leiðin til að móta stefnu og löggjöf sem byggir á raunverulegum þörfum fólks en ekki á hugmyndum annarra um hvað sé „rétt“ eða „rangt“. Mannréttindasjónarmið, jafningjafræðsla og virðing fyrir sjálfsákvörðunarrétti þurfa að vera leiðarljós í þessari umræðu. Við verðum líka að skilja að vændi og mansal eru ekki sami hlutur. Mansal er glæpur og brot á mannréttindum, en kynlífsstarfsemi á eigin forsendum er annars eðlis. Að blanda þessu tvennu saman gerir meira ógagn en gagn og skaðar málstað þeirra sem þurfa vernd og stuðning. Ráðstefnan var bæði fróðleg og áhrifamikil. Hún sýndi að það er til fólk sem hefur hugrekki til að stíga fram og segja sína sögu, en það þarf samfélag sem hlustar. Það var þó miður að sjá hve fáir fulltrúar stjórnmálaflokka mættu. Ég tók eftir tveimur þingmönnum og einum borgarfulltrúa, en slíkur málaflokkur krefst víðtækari pólitískrar þátttöku og áhuga. Ef stjórnvöld ætla að taka mannréttindi alvarlega verða þau að hlusta á raddir fólks sem lifir við þessar aðstæður og vinna með þeim, ekki yfir þeim. Það sem helst stendur eftir hjá mér er að við þurfum að opna samtalið. Við þurfum að viðurkenna að kynlífsstarfsemi er til staðar í íslensku samfélagi og hefur verið það lengi. Við þurfum að skapa öruggt rými þar sem hægt er að ræða málefnið án fordóma og þar sem fólk getur leitað sér aðstoðar, heilbrigðisþjónustu og stuðnings án þess að óttast refsingu eða skömm. Það er líka nauðsynlegt að þróa jafningjastuðning og samtök sem byggja á reynslu fólks sjálfs, eins og gert hefur verið í nágrannalöndunum og „Rauða regnhlífin“ er hér. Það er ekki okkar hlutverk að „bjarga“ kynlífsverkafólki. Það sem við eigum að gera er að tryggja því réttindi, vernd og mannlega virðingu. Því aðeins getum við átt von á samfélagi þar sem enginn hópur er falinn í skugganum. Höfundur er formaður Afstöðu.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun