Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar 5. nóvember 2025 10:31 Opið bréf til Maríu Rutar Kristinsdóttur, þingmanns Viðreisnar, frá Gesti Pálssyni barnalækni vegna hjúkrunarheimilisins Sóltúns Sæl María Rut! Eftir að hafa lesið athyglisverðan pistil þinn, “Ofbeldislaust ævikvöld”, í Morgunblaðinu þann 6. október sl, ákvað ég að senda þér, sem þingmanni í meirihlutastjórn á alþingi Íslendinga, nokkrar línur. Í pistlinum minnir þú á þær mikilvægu staðreyndir, að öll berum við ábyrgð á ofbeldi gegn öldruðu fólki í samfélaginu og hversu mikilvægt það er að hafa augun opin gagnvart öllum birtingarmyndum ofbeldis og segja frá í stað þess að þegja. Þessi hugvekja þín er eins og töluð úr munni okkar, hóps fólks, sem eigum ástvini á hjúkrunarheimilinu Sóltúni (sóltúni 2) í Reykjavík. Í byrjun skal tekið fram, að á hjúkrunarheimilinu Sóltúni er gott að dvelja, vel er um íbúana hugsað og umhverfið friðsælt. Að undanförnu hafa óveðursskýin þó hrannast upp hvað Sóltún varðar og er nú svo komið að við höfum miklar áhyggjur af velsæld íbúanna í fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á hjúkrunarheimilinu. Um meiriháttar framkvæmdir er að ræða, sem felast m.a. í að byggð verður hæð ofan á húsið, 2 álmur lengdar, nýr skáli byggður við húsið og einnig ætlunin að endurbæta innri kerfi þess. Með þessum breytingum mun hjúkrunarrýmum fjölga úr 92 í 159 og húsnæðið stækkað um 3500 fermetra. Gert er ráð fyrir að þessar breytingar muni taka amk. 2 ár í framkvæmd og er það að okkar mati galin hugmynd að ætla íbúunum að búa í húsinu allan tímann meðan á framkvæmdum stendur, enda var það upphaflega ekki ætlunin. Þessar framkvæmdir og óþægindin sem þeim munu fylgja eru í hrópandi mótsögn við “gildi” Sóltúns, sem blasa við á vegg í anddyrinu: SJÁLFRÆÐI - VIRÐING - UMHYGGJA - VELLÍÐAN. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru án nokkurs samráðs við íbúana og líkast til mun enginn þeirra lifa þessar framkvæmdir af en á Sóltúni látast u.þ.b 40 vistmenn á ári hverju Ljóst er, að áðurnefndar breytingar á húsnæðinu munu hafa í för með sér verulegt rask og ónæði, sem við óttumst að muni reynast ástvinum okkar, sem eru aldraðir og lasburða, margir heilabilaðir og sumir komnir að lífslokum, hrein martröð. Við þessar aðstæður munu þessir einstaklingar og aðstandendur þeirra ganga í gegnum sínar síðustu og viðkvæmustu stundir, inni á byggingarsvæði. Væntanlega munu þeir ekki eiga “ofbeldislaust ævikvöld”. Við, sem mótmælt höfum þessum fyrirhuguðu framkvæmdum í fjölmiðlum og átt fundi með ýmsum aðilum í stjórnkerfinu, höfum notið ráðgjafar Garðars Gíslasonar fv hæstaréttardómara, sem telur að hávaði og rask við fyrirhugaðar framkvæmdir brjóti ákvæði Stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs og heimilis. Við höfum vakið athygli stjórnvalda á að ljóst sé, að íbúar á Sóltúni eigi dvalarstað og margir jafnframt lögheimili á hjúkrunarheimilinu og sem slíkt er það, sem heimili íbúanna, undirorpið rétti þeirra til friðhelgi einkalífs og heimilis, sbr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Að auki njóta íbúar, eftir því sem við á, réttinda samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem til stendur að lögfesta hér á landi, auk réttinda samkvæmt öðrum alþjóðasáttmálum á sviði mannréttinda. Teljum við, að verði fyrirhugaðar framkvæmdir að veruleika í þeirri mynd sem ráðgert er, muni þær ótvírætt brjóta gegn lögum um málefni fatlaðra og heilbrigðisþjónustu, svo og lögvörðum réttindum íbúa samkvæmt þeim innlendu og alþjóðlegu mannréttindareglum, sem við eiga. Sú staða er ótæk og geta stjórnvöld ekki látið hana sér í léttu rúmi liggja, enda bera þau ríka ábyrgð á að hafa eftirlit með því að starfsemi Sóltúns sé í samræmi við lög og mannréttindareglur, sem og ákvæði þjónustusamnings ríkisins og Öldungs hf., sem er rekstraraðili Sóltúns. Það kom mjög á óvart þegar fréttir bárust af því í fjölmiðlum, að þrátt fyrir mótmæli okkar hefði Inga Sæland, félags- og húsnæðisráðherra, tekið af skarið og tekið fyrstu skóflustunguna að áðurnefndum byggingarframkvæmdum á Sóltúni þann 4. júlí sl. Þessi athöfn átti sér stað án þess að á henni væri á nokkurn hátt vakin athygli fyrr en eftir á og fór hún þess vegna fram hjá bæði íbúum á Sóltúni og aðstandendum þeirra. Væntanlega hefur ráðherrann ekki gert sér grein fyrir þeim ógöngum, sem hún kemur öldruðum hjúkrunarsjúklingum, mörgum lasburða og heilabiluðum, á Sóltúni í með þessum gjörningi. Það er athyglisvert í þessu sambandi, að þessi sami ráðherra hyggst beita sér fyrir löggildingu áðurnefnds samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hér á landi, sem á sama tíma er nú ætlunin að brjóta á íbúum hjúkrunarheimilisins Sóltúns. Ljóst er, að alvarlegur skortur er á hjúkrunarrýmum hér á landi og að þeim þarf að fjölga. Það er þó ekki sama á hvern hátt það er gert. Af því sem áður er rakið virðist ljóst, að til stendur að brjóta mannréttindi á íbúum á hjúkrunarheimilinu Sóltúni með því að gera þeim, án nokkurs samráðs, að búa í húsnæði sem undirgengst gagngerar, 2ja ára byggingarframkvæmdir. Þessi niðurstaða er ekki einungis okkar heldur studd lögfræðilegu áliti. Slík framkoma og meðferð á öldruðum hjúkrunarsjúklingum flokkast væntanlega undir “ofbeldi gegn öldruðum”. Ljóst er að álíka framganga yrði aldrei liðin, ef um fjölbýlishús úti í bæ væri að ræða nema með samþykki íbúa, enda yrði “venjulegu fólki” aldrei ætlað að búa við slíkar aðstæður. Öll berum við ábyrgð á ofbeldi gegn öldruðu fólki í samfélaginu. Það er mikilvægt að hafa augun opin gagnvart öllum birtingarmyndum ofbeldis og segja frá í stað þess að þegja. Það höfum við, hópur fólks, ástvinir íbúa á Sóltúni, gert endurtekið, í útvarpi, sjónvarpi, með skrifum í blöð og á netinu og átt fundi með ýmsum aðilum í stjórnkerfinu. Hverjum fleirum getum við sagt frá? Með góðri kveðju, Gestur Pálsson, barnalæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Opið bréf til Maríu Rutar Kristinsdóttur, þingmanns Viðreisnar, frá Gesti Pálssyni barnalækni vegna hjúkrunarheimilisins Sóltúns Sæl María Rut! Eftir að hafa lesið athyglisverðan pistil þinn, “Ofbeldislaust ævikvöld”, í Morgunblaðinu þann 6. október sl, ákvað ég að senda þér, sem þingmanni í meirihlutastjórn á alþingi Íslendinga, nokkrar línur. Í pistlinum minnir þú á þær mikilvægu staðreyndir, að öll berum við ábyrgð á ofbeldi gegn öldruðu fólki í samfélaginu og hversu mikilvægt það er að hafa augun opin gagnvart öllum birtingarmyndum ofbeldis og segja frá í stað þess að þegja. Þessi hugvekja þín er eins og töluð úr munni okkar, hóps fólks, sem eigum ástvini á hjúkrunarheimilinu Sóltúni (sóltúni 2) í Reykjavík. Í byrjun skal tekið fram, að á hjúkrunarheimilinu Sóltúni er gott að dvelja, vel er um íbúana hugsað og umhverfið friðsælt. Að undanförnu hafa óveðursskýin þó hrannast upp hvað Sóltún varðar og er nú svo komið að við höfum miklar áhyggjur af velsæld íbúanna í fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á hjúkrunarheimilinu. Um meiriháttar framkvæmdir er að ræða, sem felast m.a. í að byggð verður hæð ofan á húsið, 2 álmur lengdar, nýr skáli byggður við húsið og einnig ætlunin að endurbæta innri kerfi þess. Með þessum breytingum mun hjúkrunarrýmum fjölga úr 92 í 159 og húsnæðið stækkað um 3500 fermetra. Gert er ráð fyrir að þessar breytingar muni taka amk. 2 ár í framkvæmd og er það að okkar mati galin hugmynd að ætla íbúunum að búa í húsinu allan tímann meðan á framkvæmdum stendur, enda var það upphaflega ekki ætlunin. Þessar framkvæmdir og óþægindin sem þeim munu fylgja eru í hrópandi mótsögn við “gildi” Sóltúns, sem blasa við á vegg í anddyrinu: SJÁLFRÆÐI - VIRÐING - UMHYGGJA - VELLÍÐAN. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru án nokkurs samráðs við íbúana og líkast til mun enginn þeirra lifa þessar framkvæmdir af en á Sóltúni látast u.þ.b 40 vistmenn á ári hverju Ljóst er, að áðurnefndar breytingar á húsnæðinu munu hafa í för með sér verulegt rask og ónæði, sem við óttumst að muni reynast ástvinum okkar, sem eru aldraðir og lasburða, margir heilabilaðir og sumir komnir að lífslokum, hrein martröð. Við þessar aðstæður munu þessir einstaklingar og aðstandendur þeirra ganga í gegnum sínar síðustu og viðkvæmustu stundir, inni á byggingarsvæði. Væntanlega munu þeir ekki eiga “ofbeldislaust ævikvöld”. Við, sem mótmælt höfum þessum fyrirhuguðu framkvæmdum í fjölmiðlum og átt fundi með ýmsum aðilum í stjórnkerfinu, höfum notið ráðgjafar Garðars Gíslasonar fv hæstaréttardómara, sem telur að hávaði og rask við fyrirhugaðar framkvæmdir brjóti ákvæði Stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs og heimilis. Við höfum vakið athygli stjórnvalda á að ljóst sé, að íbúar á Sóltúni eigi dvalarstað og margir jafnframt lögheimili á hjúkrunarheimilinu og sem slíkt er það, sem heimili íbúanna, undirorpið rétti þeirra til friðhelgi einkalífs og heimilis, sbr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Að auki njóta íbúar, eftir því sem við á, réttinda samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem til stendur að lögfesta hér á landi, auk réttinda samkvæmt öðrum alþjóðasáttmálum á sviði mannréttinda. Teljum við, að verði fyrirhugaðar framkvæmdir að veruleika í þeirri mynd sem ráðgert er, muni þær ótvírætt brjóta gegn lögum um málefni fatlaðra og heilbrigðisþjónustu, svo og lögvörðum réttindum íbúa samkvæmt þeim innlendu og alþjóðlegu mannréttindareglum, sem við eiga. Sú staða er ótæk og geta stjórnvöld ekki látið hana sér í léttu rúmi liggja, enda bera þau ríka ábyrgð á að hafa eftirlit með því að starfsemi Sóltúns sé í samræmi við lög og mannréttindareglur, sem og ákvæði þjónustusamnings ríkisins og Öldungs hf., sem er rekstraraðili Sóltúns. Það kom mjög á óvart þegar fréttir bárust af því í fjölmiðlum, að þrátt fyrir mótmæli okkar hefði Inga Sæland, félags- og húsnæðisráðherra, tekið af skarið og tekið fyrstu skóflustunguna að áðurnefndum byggingarframkvæmdum á Sóltúni þann 4. júlí sl. Þessi athöfn átti sér stað án þess að á henni væri á nokkurn hátt vakin athygli fyrr en eftir á og fór hún þess vegna fram hjá bæði íbúum á Sóltúni og aðstandendum þeirra. Væntanlega hefur ráðherrann ekki gert sér grein fyrir þeim ógöngum, sem hún kemur öldruðum hjúkrunarsjúklingum, mörgum lasburða og heilabiluðum, á Sóltúni í með þessum gjörningi. Það er athyglisvert í þessu sambandi, að þessi sami ráðherra hyggst beita sér fyrir löggildingu áðurnefnds samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hér á landi, sem á sama tíma er nú ætlunin að brjóta á íbúum hjúkrunarheimilisins Sóltúns. Ljóst er, að alvarlegur skortur er á hjúkrunarrýmum hér á landi og að þeim þarf að fjölga. Það er þó ekki sama á hvern hátt það er gert. Af því sem áður er rakið virðist ljóst, að til stendur að brjóta mannréttindi á íbúum á hjúkrunarheimilinu Sóltúni með því að gera þeim, án nokkurs samráðs, að búa í húsnæði sem undirgengst gagngerar, 2ja ára byggingarframkvæmdir. Þessi niðurstaða er ekki einungis okkar heldur studd lögfræðilegu áliti. Slík framkoma og meðferð á öldruðum hjúkrunarsjúklingum flokkast væntanlega undir “ofbeldi gegn öldruðum”. Ljóst er að álíka framganga yrði aldrei liðin, ef um fjölbýlishús úti í bæ væri að ræða nema með samþykki íbúa, enda yrði “venjulegu fólki” aldrei ætlað að búa við slíkar aðstæður. Öll berum við ábyrgð á ofbeldi gegn öldruðu fólki í samfélaginu. Það er mikilvægt að hafa augun opin gagnvart öllum birtingarmyndum ofbeldis og segja frá í stað þess að þegja. Það höfum við, hópur fólks, ástvinir íbúa á Sóltúni, gert endurtekið, í útvarpi, sjónvarpi, með skrifum í blöð og á netinu og átt fundi með ýmsum aðilum í stjórnkerfinu. Hverjum fleirum getum við sagt frá? Með góðri kveðju, Gestur Pálsson, barnalæknir
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar