Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar 6. nóvember 2025 08:32 Í síðustu viku var stigið mikilvægt skref fyrir ungt fólk á húsnæðismarkaði. Ákveðið var að festa í sessi heimildina til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á íbúðalán og við fyrstu kaup. Þetta er tímabært og skynsamlegt skref, og eitthvað sem Viðreisn hefur lengi talað fyrir. Hingað til hefur þessi leið aðeins verið framlengd til eins árs í senn í tíð fyrri ríkisstjórna. Slíkt hefur valdið óvissu og gert ungu fólki erfitt fyrir að treysta á úrræðið þegar það skipuleggur fyrstu íbúðarkaup. Með því að gera leiðina varanlega er loksins tryggður fyrirsjáanleiki. Fyrirsjáanleiki er lykilatriði í húsnæðismálum. Ungt fólk þarf að geta skipulagt sparnað, metið lánshæfi og tekið ákvarðanir byggðar á stöðugu umhverfi, ekki bráðabirgðaúrræði sem renna út árlega. Nú þegar úrræðið hefur verið gert varanlegt verður séreignarsparnaður að raunhæfu hjálpartæki til að komast inn á markaðinn og lækka greiðslubyrði. Viðreisn hefur lengi lagt áherslu á að ungt fólk fái raunhæfan möguleika á að eignast eigið heimili. Þess vegna er jákvætt að þessi ákvörðun hafi verið tekin, og það undir forystu fjármálaráðherra Viðreisnar. Með þessu úrræði skapast meira svigrúm til að safna fyrir útborgun og greiða niður höfuðstól lána á skipulegan hátt. Þetta getur skipt miklu fyrir þá sem eru á leigumarkaði. Há húsaleiga gerir mörgum erfitt fyrir að safna nægilega hratt. Með því að geta ráðstafað séreignarsparnaði inn á lán eða inn í fyrstu kaup verður auðveldara að stíga þetta mikilvæga skref. Fyrir marga er þetta munurinn á því að vera fastur á dýrum og ótryggum leigumarkaði eða að komast inn í eigið húsnæði. Auðvitað er þetta úrræði eitt og sér engin töfralausn á húsnæðisvandanum í heild. Við þurfum áfram að vinna að auknu framboði og bættum lánskjörum. Slíkar lausnir voru einmitt boðaðar í húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar í seinustu viku og fleiri aðgerðir eru væntanlegar á næsta ári. Að festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi er þó mikilvægt skref sem ég fagna sérstaklega enda styður hún sérstaklega ungt fólk í að taka fyrstu skrefin inn á húsnæðismarkað. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Þóroddsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var stigið mikilvægt skref fyrir ungt fólk á húsnæðismarkaði. Ákveðið var að festa í sessi heimildina til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á íbúðalán og við fyrstu kaup. Þetta er tímabært og skynsamlegt skref, og eitthvað sem Viðreisn hefur lengi talað fyrir. Hingað til hefur þessi leið aðeins verið framlengd til eins árs í senn í tíð fyrri ríkisstjórna. Slíkt hefur valdið óvissu og gert ungu fólki erfitt fyrir að treysta á úrræðið þegar það skipuleggur fyrstu íbúðarkaup. Með því að gera leiðina varanlega er loksins tryggður fyrirsjáanleiki. Fyrirsjáanleiki er lykilatriði í húsnæðismálum. Ungt fólk þarf að geta skipulagt sparnað, metið lánshæfi og tekið ákvarðanir byggðar á stöðugu umhverfi, ekki bráðabirgðaúrræði sem renna út árlega. Nú þegar úrræðið hefur verið gert varanlegt verður séreignarsparnaður að raunhæfu hjálpartæki til að komast inn á markaðinn og lækka greiðslubyrði. Viðreisn hefur lengi lagt áherslu á að ungt fólk fái raunhæfan möguleika á að eignast eigið heimili. Þess vegna er jákvætt að þessi ákvörðun hafi verið tekin, og það undir forystu fjármálaráðherra Viðreisnar. Með þessu úrræði skapast meira svigrúm til að safna fyrir útborgun og greiða niður höfuðstól lána á skipulegan hátt. Þetta getur skipt miklu fyrir þá sem eru á leigumarkaði. Há húsaleiga gerir mörgum erfitt fyrir að safna nægilega hratt. Með því að geta ráðstafað séreignarsparnaði inn á lán eða inn í fyrstu kaup verður auðveldara að stíga þetta mikilvæga skref. Fyrir marga er þetta munurinn á því að vera fastur á dýrum og ótryggum leigumarkaði eða að komast inn í eigið húsnæði. Auðvitað er þetta úrræði eitt og sér engin töfralausn á húsnæðisvandanum í heild. Við þurfum áfram að vinna að auknu framboði og bættum lánskjörum. Slíkar lausnir voru einmitt boðaðar í húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar í seinustu viku og fleiri aðgerðir eru væntanlegar á næsta ári. Að festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi er þó mikilvægt skref sem ég fagna sérstaklega enda styður hún sérstaklega ungt fólk í að taka fyrstu skrefin inn á húsnæðismarkað. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun