Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar 6. nóvember 2025 10:32 Þessa vikuna fyllist miðborg Reykjavíkur af tónlist, orku og sköpun þegar tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst enn á ný. Hátíðin hefur í rúma tvo áratugi verið einn mikilvægasti vettvangur íslenskrar tónlistar — bifröst milli íslenskrar tónlistarsenu og goðheima nútímans.Á Airwaves fá nýir og upprennandi listamenn tækifæri til að stíga á svið við hlið reyndari listamanna, kynnast fagfólki úr heiminum og kynna verk sín fyrir alþjóðlegum áhorfendum. Fjölmargir hafa tekið sín fyrstu skref á þessari hátíð og notið árangurs langt út fyrir landsteinana. Fyrir marga hefur Iceland Airwaves verið upphafið að ferli sem breytti lífi þeirra.Þess vegna skiptir hátíðin máli — ekki aðeins sem tónlistar- og gleðihátíð, heldur sem einn öflugasti innviður íslenskrar menningar og skapandi efnahagslífs. Hún tengir fólk, kveikir vonir og skapar verðmæti.Hún er í senn vettvangur, brú og tákn um þann kraft sem býr í íslenskri tónlist.Fyrir fáum árum stóð hátíðin á illa. Þá steig SENA Live fram og bjargaði Iceland Airwaves frá glötun. Rekstur hennar hafði ratað í ógöngur, og ljóst var að grípa þyrfti til breytinga. SENA Live bauðst til og tók við keflinu með ábyrgð, sýn og kjark — og tryggði að hátíðin héldi áfram að lifa og þróast.Það hefur reynst mikið þrekvirki af þeirra hálfu – og alls ekki sjálfgefið.Mig langar með þessum línum að þakka SENU Live fyrir eljuna og baráttuna fyrir hönd íslenskrar tónlistar. Það er mitt mat að hátíðin sé nú í höndum traustra og faglegra aðila sem njóta virðingar bæði hér heima og erlendis. SENA Live er stærsti tónleikahaldari í sögu Íslands og stendur með reisn fyrir íslenska tónlist og menningu. Ég óska þeim, og öllu tónlistarfólkinu sem kemur fram þessa viku í Reykjavík, frábærrar uppskeru.Gleðilega og gefandi hátíð – sjáumst í borginni um helgina. Höfundur er formaður stjórnar Tónlistarmiðstöðvar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Iceland Airwaves Tónleikar á Íslandi Einar Bárðarson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa vikuna fyllist miðborg Reykjavíkur af tónlist, orku og sköpun þegar tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst enn á ný. Hátíðin hefur í rúma tvo áratugi verið einn mikilvægasti vettvangur íslenskrar tónlistar — bifröst milli íslenskrar tónlistarsenu og goðheima nútímans.Á Airwaves fá nýir og upprennandi listamenn tækifæri til að stíga á svið við hlið reyndari listamanna, kynnast fagfólki úr heiminum og kynna verk sín fyrir alþjóðlegum áhorfendum. Fjölmargir hafa tekið sín fyrstu skref á þessari hátíð og notið árangurs langt út fyrir landsteinana. Fyrir marga hefur Iceland Airwaves verið upphafið að ferli sem breytti lífi þeirra.Þess vegna skiptir hátíðin máli — ekki aðeins sem tónlistar- og gleðihátíð, heldur sem einn öflugasti innviður íslenskrar menningar og skapandi efnahagslífs. Hún tengir fólk, kveikir vonir og skapar verðmæti.Hún er í senn vettvangur, brú og tákn um þann kraft sem býr í íslenskri tónlist.Fyrir fáum árum stóð hátíðin á illa. Þá steig SENA Live fram og bjargaði Iceland Airwaves frá glötun. Rekstur hennar hafði ratað í ógöngur, og ljóst var að grípa þyrfti til breytinga. SENA Live bauðst til og tók við keflinu með ábyrgð, sýn og kjark — og tryggði að hátíðin héldi áfram að lifa og þróast.Það hefur reynst mikið þrekvirki af þeirra hálfu – og alls ekki sjálfgefið.Mig langar með þessum línum að þakka SENU Live fyrir eljuna og baráttuna fyrir hönd íslenskrar tónlistar. Það er mitt mat að hátíðin sé nú í höndum traustra og faglegra aðila sem njóta virðingar bæði hér heima og erlendis. SENA Live er stærsti tónleikahaldari í sögu Íslands og stendur með reisn fyrir íslenska tónlist og menningu. Ég óska þeim, og öllu tónlistarfólkinu sem kemur fram þessa viku í Reykjavík, frábærrar uppskeru.Gleðilega og gefandi hátíð – sjáumst í borginni um helgina. Höfundur er formaður stjórnar Tónlistarmiðstöðvar Íslands.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar