Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar 6. nóvember 2025 12:30 Í umræðu hér á landi er algengt að ræða um upptöku evru í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu (ESB) sem fjarlægan draum þar sem yfir illfæra vegi og óbrúaðar ár sé að fara og ekki sé á vísan að róa varðandi vaxtastig í viðkomandi ríki eftir upptöku. Ferlið að upptöku evru er vel þekkt, margprófað og tiltölulega einfalt enda fjöldi ríkja búin að fara í gegnum það frá árinu 1999. Litið er á ferlið sem ákveðið próf fyrir ný aðildarríki í að reka skynsama hagstjórn. Ferlið byggir á Maastricht-sáttmálunum (1999) en uppfylla þarf fjögur skilyrði sáttmálans áður en upptaka Evru getur átt sér stað: Verðbólga skuli ekki vera meira en 1,5% hærri en meðaltal þeirra þriggja ríkja er hafa lægsta verðbólgu innan ESB. Halli á fjárlögum skal ekki fara yfir 3% af landsframleiðslu (VLF) nema í undantekningartilfellum. Skuldir ríkissjóðs skulu ekki vera hærri en sem nemur 60% af landsframleiðslu. Aðildarríki skal hafa verið í ERM II-samstarfinu (e. European Exchange Rate Mechanism) í a.m.k tvö ár án gengisfellingar síns eða breytinga á markmiðsgengi við evru. Langtímanafnvextir skulu ekki vera meira en 2% hærri en hjá þeim þremur ríkjum ESB með lægstu vextina. Það er skemmst frá því að segja að aðildarrríki ESB sem hafa lagt upp í þetta ferðlag í gegnum ERM II kerfið hafa uppskorið árangur erfiðs síns.[1] Í töflunni hér að neðan má sjá að flestum ríkjunum hefur tekist að uppfylla skilyrðin á 2 til 3 árum. Lengri tíma tók fyrir Eistland, Lettland og Litháen að uppfylla skilyrðin. Ástæðan var annars vegar að tiltölulega nýfengið sjálfstæði frá Sovétríkjunum gerði það að verkum að tíma tók að koma á vestrænu lýðræðisskipulagi og hreinsa út viðhorf og spillingu alræðistímans og hins vegar að alþjóðleg bankakrísa gerði verkefnið erfiðar en ella. Tímalengd í ERM II og upptaka evru Ísland hefur verið mátað inn í ERM II kerfið af fræðimönnum og sérfræðingum á sviði hagfræði og fjármála. Þar kemur fram að byggt á reynslu annarra ríkja af þátttöku í ERM II-kerfinu, bendi fátt til þess að Ísland ætti að eiga í sérstökum erfiðleikum með að uppfylla Maastricht-skilyrðin, þó augljóslega sé um krefjandi ferli að ræða. Sérstaklega er tiltekin óvanalega löng reynsla Íslands af fastgengisstefnu sem hefur komið til út af þeim vanda allra ríkisstjórna á lýðveldistímanum við að halda stöðugleika í litlu opnu hagkerfi með einn minnsta gjaldmiðil í heimi. Þess utan hefur Ísland átt í mjög nánu efnahagssamstarfi við ESB í gegnum EES-samninginn í meira en þrjá áratugi. Þessi tenging hefur augljóslega leitt til mikillar samleitni í efnahags- og regluverki og nægir þar að nefna innri markaðinn. Byggt á þessum þáttum er það mat flestra sem um þessi mál fjalla að ekki sé óvarlegt að gera ráð fyrir að upptaka evru tæki Ísland 2 til 3 ár. Hvað vaxtastigið varðar þá er augljóst að rétturinn til þess að prenta næst stærsta gjaldmiðil heims mikils virði fyrir lítið opið hagkerfi. Seðlabankinn fengi gríðarlega öflugt tæki til þess að varðveita fjármálastöðugleika og þjóna sem lánveitandi til þrautavara. Verkefni sem hann hefur ekki haft burði til að sinna sem skildi fram til þessa. Í annan stað setur Seðlabanki Evrópu sömu stýrivexti um allt evrusvæðið með vaxtaákvörðunum sínum þannig að skammtímavextir hérlendis myndu því lækka strax til samræmis eftir upptöku evru. Að lokum er rétt að minna á það að langtímavaxtamunur sögulega séð milli íslands og ESB hefur verið að öllu jöfnu á bilinu 4-6% en skammtímavaxtamunur hefur verið frá 4% og upp í 16%. Meðaltal húsnæðisvaxta á evrusvæðinu er nú um 3.3% óverðtryggt. Stýrivextir á Íslandi standa nú í 7,5% en í 2,0% á evrusvæðinu. Höfundur er kennari og doktor í stefnumótun við Háskólann í Reykjavík og hefur í um 20 ár kennt stefnumótun, alþjóðaviðskipti og rekstur & sjálfbærni í sjávarútvegi. [1] Undantekningin er Danmörk sem uppfyllti skilyrðin en ákvað þrátt fyrir það að vera áfram í ERM II og notast áfram við danska krónu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Mest lesið Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Í umræðu hér á landi er algengt að ræða um upptöku evru í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu (ESB) sem fjarlægan draum þar sem yfir illfæra vegi og óbrúaðar ár sé að fara og ekki sé á vísan að róa varðandi vaxtastig í viðkomandi ríki eftir upptöku. Ferlið að upptöku evru er vel þekkt, margprófað og tiltölulega einfalt enda fjöldi ríkja búin að fara í gegnum það frá árinu 1999. Litið er á ferlið sem ákveðið próf fyrir ný aðildarríki í að reka skynsama hagstjórn. Ferlið byggir á Maastricht-sáttmálunum (1999) en uppfylla þarf fjögur skilyrði sáttmálans áður en upptaka Evru getur átt sér stað: Verðbólga skuli ekki vera meira en 1,5% hærri en meðaltal þeirra þriggja ríkja er hafa lægsta verðbólgu innan ESB. Halli á fjárlögum skal ekki fara yfir 3% af landsframleiðslu (VLF) nema í undantekningartilfellum. Skuldir ríkissjóðs skulu ekki vera hærri en sem nemur 60% af landsframleiðslu. Aðildarríki skal hafa verið í ERM II-samstarfinu (e. European Exchange Rate Mechanism) í a.m.k tvö ár án gengisfellingar síns eða breytinga á markmiðsgengi við evru. Langtímanafnvextir skulu ekki vera meira en 2% hærri en hjá þeim þremur ríkjum ESB með lægstu vextina. Það er skemmst frá því að segja að aðildarrríki ESB sem hafa lagt upp í þetta ferðlag í gegnum ERM II kerfið hafa uppskorið árangur erfiðs síns.[1] Í töflunni hér að neðan má sjá að flestum ríkjunum hefur tekist að uppfylla skilyrðin á 2 til 3 árum. Lengri tíma tók fyrir Eistland, Lettland og Litháen að uppfylla skilyrðin. Ástæðan var annars vegar að tiltölulega nýfengið sjálfstæði frá Sovétríkjunum gerði það að verkum að tíma tók að koma á vestrænu lýðræðisskipulagi og hreinsa út viðhorf og spillingu alræðistímans og hins vegar að alþjóðleg bankakrísa gerði verkefnið erfiðar en ella. Tímalengd í ERM II og upptaka evru Ísland hefur verið mátað inn í ERM II kerfið af fræðimönnum og sérfræðingum á sviði hagfræði og fjármála. Þar kemur fram að byggt á reynslu annarra ríkja af þátttöku í ERM II-kerfinu, bendi fátt til þess að Ísland ætti að eiga í sérstökum erfiðleikum með að uppfylla Maastricht-skilyrðin, þó augljóslega sé um krefjandi ferli að ræða. Sérstaklega er tiltekin óvanalega löng reynsla Íslands af fastgengisstefnu sem hefur komið til út af þeim vanda allra ríkisstjórna á lýðveldistímanum við að halda stöðugleika í litlu opnu hagkerfi með einn minnsta gjaldmiðil í heimi. Þess utan hefur Ísland átt í mjög nánu efnahagssamstarfi við ESB í gegnum EES-samninginn í meira en þrjá áratugi. Þessi tenging hefur augljóslega leitt til mikillar samleitni í efnahags- og regluverki og nægir þar að nefna innri markaðinn. Byggt á þessum þáttum er það mat flestra sem um þessi mál fjalla að ekki sé óvarlegt að gera ráð fyrir að upptaka evru tæki Ísland 2 til 3 ár. Hvað vaxtastigið varðar þá er augljóst að rétturinn til þess að prenta næst stærsta gjaldmiðil heims mikils virði fyrir lítið opið hagkerfi. Seðlabankinn fengi gríðarlega öflugt tæki til þess að varðveita fjármálastöðugleika og þjóna sem lánveitandi til þrautavara. Verkefni sem hann hefur ekki haft burði til að sinna sem skildi fram til þessa. Í annan stað setur Seðlabanki Evrópu sömu stýrivexti um allt evrusvæðið með vaxtaákvörðunum sínum þannig að skammtímavextir hérlendis myndu því lækka strax til samræmis eftir upptöku evru. Að lokum er rétt að minna á það að langtímavaxtamunur sögulega séð milli íslands og ESB hefur verið að öllu jöfnu á bilinu 4-6% en skammtímavaxtamunur hefur verið frá 4% og upp í 16%. Meðaltal húsnæðisvaxta á evrusvæðinu er nú um 3.3% óverðtryggt. Stýrivextir á Íslandi standa nú í 7,5% en í 2,0% á evrusvæðinu. Höfundur er kennari og doktor í stefnumótun við Háskólann í Reykjavík og hefur í um 20 ár kennt stefnumótun, alþjóðaviðskipti og rekstur & sjálfbærni í sjávarútvegi. [1] Undantekningin er Danmörk sem uppfyllti skilyrðin en ákvað þrátt fyrir það að vera áfram í ERM II og notast áfram við danska krónu.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun