Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 6. nóvember 2025 12:45 Það er auðvelt að líta á fjárhagsáætlun sem línur í Excel-skjali sem enginn hefur áhuga á. En fyrir borg sem þjónar 140 þúsund manns eru fjárhagsáætlanir ekki bara bókhald heldur yfirlýsing um gildin sem við störfum eftir. Fjárhagsáætlanir segja til um hvað við teljum vera mikilvægt með því hverju við forgangsröðum og hverju við fjárfestum í. Þegar ég kynnti fjárhagsáætlun Reykjavíkur í vikunni var það í fyrsta sinn frá Covid þar sem öllum fjárhagsmarkmiðum borgarinnar er náð. Það er ekki sjálfsagt. Það er afleiðing af því að við í meirihlutanum höfum tekið meðvitaðar, oft erfiðar en ábyrgðarfullar ákvarðanir. Við höfum valið að halda uppi þjónustu við fólk, sérstaklega börn og fjölskyldur, í stað þess að bregðast við efnahagsþrýstingi með niðurskurði. Þegar við segjum að öllum fjárhagsmarkmiðum borgarinnar sé náð þýðir það að borgin er ekki rekin með halla, launakostnaður er innan ramma, skuldsetning er innan viðmiða og veltufé er nægt til að standa undir framkvæmdum. Reykjavík er þannig ekki bara rekstrarhæf heldur er hún fjárhagslega stöðug og sjálfbær þó að hún hafi staðið frammi fyrir fjárhagslegum erfiðleikum undanfarin ár. Það hefði auðvitað verið auðvelt að skera niður til að mæta fjárhagslegum erfiðleikum eins og best má sjá á tillögum minnihlutans. Þau hefðu frestað framkvæmdum, fært fjárfestingar aftar í röðina og skorið niður þjónustu. En við völdum aðra leið. Við völdum að verja kjarnaþjónustu borgarinnar og halda áfram að byggja borg fyrir fólk. Og það gerðum við á sama tíma og við snerum rekstri borgarinnar í plús. Það er pólitísk ákvörðun sem er ekki tilviljun. Við tókum ákvörðun um að hafna niðurskurðarstefnu minnihlutans og frekar forgangsraða því sem skiptir máli: börnin og fjölskyldur þeirra. Á árunum 2026–2030 verða leikskólar, grunnskólar og frístundastarf áfram stærsti fjárfestingaliður borgarinnar. Þetta er ekki bara vegna þess að börn eiga skilið góðar aðstæður. Það er líka vegna þess að fjárfesting í menntun, leik, félagsfærni og heilsu barna skilar sér margfalt til baka í gegnum betri lýðheilsu, minni félagslegan kostnað og sterkara samfélag. Það er ekki kostnaður að byggja leikskóla, það er fjárfesting. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að fjárhagsáætlanir veki pólitískar umræður. En stundum skýrist umræðan best í gegnum andstæður. Þegar við lögðum til aukna fjárfestingu í leikskólum og skólum hafa fulltrúar minnihlutans haldið því fram að borgin þurfi að skera flatt niður rekstur til að ná tökum á fjármálunum. Raunin hefur verið þveröfug. Með ábyrgum rekstri erum við að skila afgangi og á sama tíma að fjárfesta í fólki. Þetta sýnir að það er hægt að reka borg á traustum grunni án þess að fórna þjónustu. Við veljum uppbyggingu. Þau hefðu valið niðurskurð. Það er munurinn. Höfundur er borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að líta á fjárhagsáætlun sem línur í Excel-skjali sem enginn hefur áhuga á. En fyrir borg sem þjónar 140 þúsund manns eru fjárhagsáætlanir ekki bara bókhald heldur yfirlýsing um gildin sem við störfum eftir. Fjárhagsáætlanir segja til um hvað við teljum vera mikilvægt með því hverju við forgangsröðum og hverju við fjárfestum í. Þegar ég kynnti fjárhagsáætlun Reykjavíkur í vikunni var það í fyrsta sinn frá Covid þar sem öllum fjárhagsmarkmiðum borgarinnar er náð. Það er ekki sjálfsagt. Það er afleiðing af því að við í meirihlutanum höfum tekið meðvitaðar, oft erfiðar en ábyrgðarfullar ákvarðanir. Við höfum valið að halda uppi þjónustu við fólk, sérstaklega börn og fjölskyldur, í stað þess að bregðast við efnahagsþrýstingi með niðurskurði. Þegar við segjum að öllum fjárhagsmarkmiðum borgarinnar sé náð þýðir það að borgin er ekki rekin með halla, launakostnaður er innan ramma, skuldsetning er innan viðmiða og veltufé er nægt til að standa undir framkvæmdum. Reykjavík er þannig ekki bara rekstrarhæf heldur er hún fjárhagslega stöðug og sjálfbær þó að hún hafi staðið frammi fyrir fjárhagslegum erfiðleikum undanfarin ár. Það hefði auðvitað verið auðvelt að skera niður til að mæta fjárhagslegum erfiðleikum eins og best má sjá á tillögum minnihlutans. Þau hefðu frestað framkvæmdum, fært fjárfestingar aftar í röðina og skorið niður þjónustu. En við völdum aðra leið. Við völdum að verja kjarnaþjónustu borgarinnar og halda áfram að byggja borg fyrir fólk. Og það gerðum við á sama tíma og við snerum rekstri borgarinnar í plús. Það er pólitísk ákvörðun sem er ekki tilviljun. Við tókum ákvörðun um að hafna niðurskurðarstefnu minnihlutans og frekar forgangsraða því sem skiptir máli: börnin og fjölskyldur þeirra. Á árunum 2026–2030 verða leikskólar, grunnskólar og frístundastarf áfram stærsti fjárfestingaliður borgarinnar. Þetta er ekki bara vegna þess að börn eiga skilið góðar aðstæður. Það er líka vegna þess að fjárfesting í menntun, leik, félagsfærni og heilsu barna skilar sér margfalt til baka í gegnum betri lýðheilsu, minni félagslegan kostnað og sterkara samfélag. Það er ekki kostnaður að byggja leikskóla, það er fjárfesting. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að fjárhagsáætlanir veki pólitískar umræður. En stundum skýrist umræðan best í gegnum andstæður. Þegar við lögðum til aukna fjárfestingu í leikskólum og skólum hafa fulltrúar minnihlutans haldið því fram að borgin þurfi að skera flatt niður rekstur til að ná tökum á fjármálunum. Raunin hefur verið þveröfug. Með ábyrgum rekstri erum við að skila afgangi og á sama tíma að fjárfesta í fólki. Þetta sýnir að það er hægt að reka borg á traustum grunni án þess að fórna þjónustu. Við veljum uppbyggingu. Þau hefðu valið niðurskurð. Það er munurinn. Höfundur er borgarstjóri.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun