Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar 7. nóvember 2025 07:30 Það hefur verið áhugavert að fylgjast með orðræðu Miðflokksins um málefni útlendinga upp á síðkastið. Flokkurinn gagnrýndi réttilega stöðu hælisleitendakerfisins sem var án nokkurs vafa komið út í skurð. Miðflokksmönnum fannst seinasta ríkisstjórn ekki ganga nógu langt í lagfæringu á kerfinu, sem er að mörgu leyti skiljanlegt, en það verður að viðurkennast að það er heilmikið þrekvirki að koma í gegn betrumbótum á útlendingalöggjöfinni í ríkisstjórnarsamstarfi með VG. Þær umbætur sem voru gerðar á seinasta kjörtímabili voru hins vegar allt annað en lítilvægar eða áhrifalitlar. Það sést skýrt þegar útgjöld ríkisins til útlendingamála eru skoðuð. Kerfið er án nokkurs vafa mun skilvirkara og hagkvæmara en það var fyrir lagabreytingar seinustu ríkisstjórnar sem Sjálfstæðisflokkurinn sigldi í höfn, þrátt fyrir mikla andstöðu og málþóf núverandi ríkisstjórnarflokka. Það er rétt að miklir ágallar hafi verið á útlendingalöggjöf okkar, og að einhverjir séu enn til staðar. En það verður að gera greinarmun á hælisleitendakerfinu og göllum á því annars vegar og hins vegar innflytjendum sem koma fyrst og fremst hingað á grundvelli EES-samningsins. Engu að síður hefur Miðflokkurinn í auknum mæli beint sjónum sínum að innflytjendum og virðist helst vilja kenna þeim um allt sem betur mætti fara í íslensku samfélagi. Lækkandi fæðingartíðni Í nýlegri grein sinni málaði nýkjörin varaformaður Miðflokks innflytjendur sem orsakavald lækkandi fæðingartíðni, sem hefur lækkað gríðarlega frá því á 6. áratug seinustu aldar. Að tengja það við fjölgun innflytjenda er hins vegar stórfurðuleg nálgun, enda er það fremur lækkandi fæðingartíðni sem leiðir af sér fleiri innflytjendur frekar en á hinn veginn. Ég get a.m.k. ekki ímyndað mér að nokkur manneskja verði afhuga barneignum við það eitt að hér flytjist inn fleiri erlendir einstaklingar. Það eru aðrar mun nærtækari skýringar á lægri fæðingartíðni. Í fyrsta lagi eru þar að baki læknisfræðilegar skýringar, en frjósemi fólks, bæði karla og kvenna, hefur farið minnkandi. Í öðru lagi hafa kynjahlutverk breyst og jafnrétti kynjanna aukist. Konur hafa til að mynda sinn eigin starfsferil og frama og ekki lengur fýsilegt fyrir flestar fjölskyldur að eignast 5-6 börn líkt og tíðkaðist hér á árum áður. Í þriðja lagi er enn mikill skortur á leikskólaplássi og þá sérstaklega í Reykjavík. Í stað þess að vera frá vinnu í 12 mánuði í fæðingarorlofi þurfa foreldrar í langstærsta sveitarfélagi landsins oftar en ekki að vera heima með börn sín í 2 ár á meðan beðið er eftir plássi. Er sú staða einkar letjandi fyrir þá sem hafa hugsað sér einhvern frama í starfi. Það er ekkert sem bendir til þess að lág fæðingartíðni hér á landi hafi eitthvað með innflytjendur að gera. Ég tel málflutning Miðflokksins ekki til þess fallinn að stuðla að hækkandi fæðingartíðni, heldur þvert á móti sé líklegra að hann geri konur afhuga barneignum, a.m.k. með Miðflokksmönnum. Hnignun íslenskrar tungu Í greininni agnúaðist varaformaður Miðflokksins yfir innfluttu vinnuafli og rifjar upp að „hægt var að reka hér þjóðfélag án þess með prýðilegum árangri í rúm 1100 ár“. Hér greinir okkur varaformanninum á um hvað telst vera prýðilegt þjóðfélag. Fyrstu 1100 árum þjóðarinnar fylgdu m.a. trúarofsóknir, þrælahald, hjaðningavíg, nornabrennur og einokunarverslun Dana. Ekkert af þessu er prýðilegt í mínum bókum. Gullaldartímabil íslensks þjóðfélags er að mínu mati alls ekki árin 870-1970 heldur einmitt seinustu 30 ár, þar sem alþjóðlegt samstarf hefur aukist stórlega, m.a. með tilkomu EES-samningsins og frjáls flæðis vinnuafls sem reynst hefur Íslendingum mikið heillaspor. Lífslíkur, velmegun, jafnrétti og mannréttindavernd almennt hefur aldrei verið meiri en nú. Ég tengi því ekki við fortíðarþrá varaformannsins til hinna myrku miðalda. Ég dreg ekki í efa að íslenskukunnáttu barna hafi hrakað hér seinustu ár og áratugi. En ég er hins vegar alveg viss um að sökin sé ekki innflytjenda sem draga björg í bú, borga skatta og hjálpa til við að halda samfélaginu gangandi. Ég veit fyrir víst að allir mínir málfræðilegu lestir, slangur og fleira, er ekki þeirra sök, heldur mun fremur öll sú erlenda afþreying sem ég nýt, hvort sem það eru kvikmyndir, sjónvarpsþættir eða tónlist. Eða að ég nennti ekki að fylgjast með í íslenskutímum. En það er líkast til hentugra fyrir suma að finna bara einhvern þægilegan blóraböggul og kenna útlendingunum um frekar en að greina raunverulega orsök vandans. Áttavilltir stjórnmálamenn Staða íslenskrar tungu og lækkandi fæðingartíðni er án efa vandamál sem takast þarf á við. En það þarf að takast á við raunverulega rót vandans, ekki einhvern ímyndaðan óvin sem liggur vel við höggi. Gera þarf gangskör i leikskólamálum, líkt og hefur nú þegar verið gert með góðum árangri í Kópavogi. Þá þarf að stórbæta íslenskukennslu, en skv. skýrslu OECD frá því í fyrra er minna varið í tungumálakennslu hér á landi en í öðrum löndum innan OECD. Einungis 18% innflytjenda hér á landi segjast hafa gott vald á tungumálinu samanborið við 60% að meðaltali annars staðar innan OECD. Á sama tíma og ríkisstjórnin hefur boðað niðurskurð í íslenskukennslu í fjárlögum næsta árs. Þetta er ekki einfalt verkefni og engin ein fullkominn lausn sem leysir allan vandan á augabragði án nokkurrar fyrirhafnar. Þegar sú er staðan eiga sumir stjórnmálamenn erfitt með að standast freistinguna að brydda á einhverjum illa ígrunduðum töfralausnum, sem leysa í reynd ekki neitt, til að vinna sér inn tímabundnar vinsældir. Nýjasta dæmið um slíka töfralausn er að loka á komu innflytjenda til landsins. Slík orðræða er óábyrg og engum til framdráttar. Fleyg orð Davíðs Oddssonar, „Vindhanar verða aldrei áttavitar, hvorki til sjós né lands“ koma óneitanlega upp í hugann þegar maður heyrir málflutning Miðflokksmanna í málefnum innflytjenda. Ég er þess nefnilega fullviss að sá málflutningur mun ekki beina íslensku samfélagi í rétta átt. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Helgi Brynjarsson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með orðræðu Miðflokksins um málefni útlendinga upp á síðkastið. Flokkurinn gagnrýndi réttilega stöðu hælisleitendakerfisins sem var án nokkurs vafa komið út í skurð. Miðflokksmönnum fannst seinasta ríkisstjórn ekki ganga nógu langt í lagfæringu á kerfinu, sem er að mörgu leyti skiljanlegt, en það verður að viðurkennast að það er heilmikið þrekvirki að koma í gegn betrumbótum á útlendingalöggjöfinni í ríkisstjórnarsamstarfi með VG. Þær umbætur sem voru gerðar á seinasta kjörtímabili voru hins vegar allt annað en lítilvægar eða áhrifalitlar. Það sést skýrt þegar útgjöld ríkisins til útlendingamála eru skoðuð. Kerfið er án nokkurs vafa mun skilvirkara og hagkvæmara en það var fyrir lagabreytingar seinustu ríkisstjórnar sem Sjálfstæðisflokkurinn sigldi í höfn, þrátt fyrir mikla andstöðu og málþóf núverandi ríkisstjórnarflokka. Það er rétt að miklir ágallar hafi verið á útlendingalöggjöf okkar, og að einhverjir séu enn til staðar. En það verður að gera greinarmun á hælisleitendakerfinu og göllum á því annars vegar og hins vegar innflytjendum sem koma fyrst og fremst hingað á grundvelli EES-samningsins. Engu að síður hefur Miðflokkurinn í auknum mæli beint sjónum sínum að innflytjendum og virðist helst vilja kenna þeim um allt sem betur mætti fara í íslensku samfélagi. Lækkandi fæðingartíðni Í nýlegri grein sinni málaði nýkjörin varaformaður Miðflokks innflytjendur sem orsakavald lækkandi fæðingartíðni, sem hefur lækkað gríðarlega frá því á 6. áratug seinustu aldar. Að tengja það við fjölgun innflytjenda er hins vegar stórfurðuleg nálgun, enda er það fremur lækkandi fæðingartíðni sem leiðir af sér fleiri innflytjendur frekar en á hinn veginn. Ég get a.m.k. ekki ímyndað mér að nokkur manneskja verði afhuga barneignum við það eitt að hér flytjist inn fleiri erlendir einstaklingar. Það eru aðrar mun nærtækari skýringar á lægri fæðingartíðni. Í fyrsta lagi eru þar að baki læknisfræðilegar skýringar, en frjósemi fólks, bæði karla og kvenna, hefur farið minnkandi. Í öðru lagi hafa kynjahlutverk breyst og jafnrétti kynjanna aukist. Konur hafa til að mynda sinn eigin starfsferil og frama og ekki lengur fýsilegt fyrir flestar fjölskyldur að eignast 5-6 börn líkt og tíðkaðist hér á árum áður. Í þriðja lagi er enn mikill skortur á leikskólaplássi og þá sérstaklega í Reykjavík. Í stað þess að vera frá vinnu í 12 mánuði í fæðingarorlofi þurfa foreldrar í langstærsta sveitarfélagi landsins oftar en ekki að vera heima með börn sín í 2 ár á meðan beðið er eftir plássi. Er sú staða einkar letjandi fyrir þá sem hafa hugsað sér einhvern frama í starfi. Það er ekkert sem bendir til þess að lág fæðingartíðni hér á landi hafi eitthvað með innflytjendur að gera. Ég tel málflutning Miðflokksins ekki til þess fallinn að stuðla að hækkandi fæðingartíðni, heldur þvert á móti sé líklegra að hann geri konur afhuga barneignum, a.m.k. með Miðflokksmönnum. Hnignun íslenskrar tungu Í greininni agnúaðist varaformaður Miðflokksins yfir innfluttu vinnuafli og rifjar upp að „hægt var að reka hér þjóðfélag án þess með prýðilegum árangri í rúm 1100 ár“. Hér greinir okkur varaformanninum á um hvað telst vera prýðilegt þjóðfélag. Fyrstu 1100 árum þjóðarinnar fylgdu m.a. trúarofsóknir, þrælahald, hjaðningavíg, nornabrennur og einokunarverslun Dana. Ekkert af þessu er prýðilegt í mínum bókum. Gullaldartímabil íslensks þjóðfélags er að mínu mati alls ekki árin 870-1970 heldur einmitt seinustu 30 ár, þar sem alþjóðlegt samstarf hefur aukist stórlega, m.a. með tilkomu EES-samningsins og frjáls flæðis vinnuafls sem reynst hefur Íslendingum mikið heillaspor. Lífslíkur, velmegun, jafnrétti og mannréttindavernd almennt hefur aldrei verið meiri en nú. Ég tengi því ekki við fortíðarþrá varaformannsins til hinna myrku miðalda. Ég dreg ekki í efa að íslenskukunnáttu barna hafi hrakað hér seinustu ár og áratugi. En ég er hins vegar alveg viss um að sökin sé ekki innflytjenda sem draga björg í bú, borga skatta og hjálpa til við að halda samfélaginu gangandi. Ég veit fyrir víst að allir mínir málfræðilegu lestir, slangur og fleira, er ekki þeirra sök, heldur mun fremur öll sú erlenda afþreying sem ég nýt, hvort sem það eru kvikmyndir, sjónvarpsþættir eða tónlist. Eða að ég nennti ekki að fylgjast með í íslenskutímum. En það er líkast til hentugra fyrir suma að finna bara einhvern þægilegan blóraböggul og kenna útlendingunum um frekar en að greina raunverulega orsök vandans. Áttavilltir stjórnmálamenn Staða íslenskrar tungu og lækkandi fæðingartíðni er án efa vandamál sem takast þarf á við. En það þarf að takast á við raunverulega rót vandans, ekki einhvern ímyndaðan óvin sem liggur vel við höggi. Gera þarf gangskör i leikskólamálum, líkt og hefur nú þegar verið gert með góðum árangri í Kópavogi. Þá þarf að stórbæta íslenskukennslu, en skv. skýrslu OECD frá því í fyrra er minna varið í tungumálakennslu hér á landi en í öðrum löndum innan OECD. Einungis 18% innflytjenda hér á landi segjast hafa gott vald á tungumálinu samanborið við 60% að meðaltali annars staðar innan OECD. Á sama tíma og ríkisstjórnin hefur boðað niðurskurð í íslenskukennslu í fjárlögum næsta árs. Þetta er ekki einfalt verkefni og engin ein fullkominn lausn sem leysir allan vandan á augabragði án nokkurrar fyrirhafnar. Þegar sú er staðan eiga sumir stjórnmálamenn erfitt með að standast freistinguna að brydda á einhverjum illa ígrunduðum töfralausnum, sem leysa í reynd ekki neitt, til að vinna sér inn tímabundnar vinsældir. Nýjasta dæmið um slíka töfralausn er að loka á komu innflytjenda til landsins. Slík orðræða er óábyrg og engum til framdráttar. Fleyg orð Davíðs Oddssonar, „Vindhanar verða aldrei áttavitar, hvorki til sjós né lands“ koma óneitanlega upp í hugann þegar maður heyrir málflutning Miðflokksmanna í málefnum innflytjenda. Ég er þess nefnilega fullviss að sá málflutningur mun ekki beina íslensku samfélagi í rétta átt. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun