Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. nóvember 2025 08:59 Hanna Birna Kristjánsdóttir á heimsþingi kvenleiðtoga árið 2020. Vísir/Vilhelm Heimsþing kvenleiðtoga fer fram í Hörpu í áttunda sinn í næstu viku. Þótt þátttakendur verði langflestir konur hvaðanæva að úr heiminum, þá verður sérstök áhersla á þátttöku á karla og drengja í ár. Það er mikilvægt að þeirra rödd og hagsmunir gleymist ekki í jafnréttisbaráttunni að sögn stjórnarformanns ráðstefnunnar. Bakslag í jafnréttismálum sé áhyggjuefni á heimsvísu, þótt staðan sé mun betri hér á landi en annars staðar. Hanna Birna Kristjánsdóttir er stofnandi þingsins og stjórnarformaður Samtaka kvenleiðtoga sem heldur þingið. Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun var Hanna Birna spurð hvort það væri enn nauðsynlegt að halda þing af þessum toga. Bakslag víða, meðal annars í Bandaríkjunum „Það er mjög mikil þörf. Þetta er er auðvitað alþjóðlegt þing þar sem saman koma fimm hundruð leiðtogar frá sjötíu löndum. Þó að umhverfið sé íslenskt, þá er umræðan alþjóðleg, og það er svo sannarlega þörf á því núna. Ef þú lítur alþjóðlega á verkefnið jafnréttismál þá hefur orðið bakslag, þó að við séum ekki að finna fyrir því hér á landi í neinum sambærilegum mæli og annars staðar,“ segir Hanna Birna. Til að mynda þurfi ekki að líta lengra en til Bandaríkjanna til að sjá að þar sé að eiga sér stað „ákveðin breytt afstaða gagnvart því hvernig konur geta sótt fram og eiga að sækja fram,“ nefnir Hanna Birna sem dæmi. Í mörgum öðrum ríkjum séu konur á þeim stað að mega ekki vinna ákveðin störf, fái ekki að sækja nám og megi jafnvel ekki eiga eignir. Mikill áhugi sé fyrir þinginu á hverju ári og í hvert sinn séu öll sæti full. Þótt ekki sé skortur á kvenleiðtogum á Íslandi, þá sé staðan sú á heimsvísu að aðeins 13% forseta og forsætisráðherra í heiminum konur, ráðherrar 22% og þinkonur 27% svo dæmi séu tekin. Þá sé aðeins 10% af stærstu fyrirtækjum í heimi stýrt af konum. Karlar eigi fullt erindi í jafnréttisbaráttunni Þá bendir Hanna Birna á að þær hugmyndir um ólík hlutverk kynjanna, og rótgrónar og menningarlegar væntingar til þeirra, eigi ekkert síður við um karla. Samfélagslega ríkjandi viðhorf til þess hvað karlar eigi að gera megi ekki gleymast í jafnréttisbaráttunni. „Körlum er ætlað það hlutverk að sjá fyrir fjölskyldunni, vera sterkir í ákveðnum aðstæðum, ekkert endilega að hugsa um börnin sín, sannarlega ekki að vera heima hjá þeim, þó svo að allar rannsóknir sýni að karlmenn hafa alveg jafn mikinn áhuga á því og konur, þá ætlast samfélagið til annarra hluta. Og svo ætlast það til að við séum umhyggjusamar og sinnum ákveðnum „mýkri málum,“ þannig það eru þessi viðhorf,“ segir Hanna Birna. Árangurinn sem náðst hafi á Íslandi sé ekki síður vegna þess að víðtæk samstaða hafi ríkt um jafnréttismál í samfélaginu, óháð kyni, stöðu eða pólitík. Bakslagið sem nú sé að eiga sér stað alþjóðlega felist hins vegar einnig í því, að karlar og drengir upplifi að þeir hafi verið skildir eftir. Upplifi að þeim sé ógnað „Rannsóknir sýna að körlum finnst hluti af þessari baráttu ógnandi gangvart þeim. Það er eitthvað sem við þurfum að horfast í augu við og við verðum að reyna að átta okkur á því vegna þess að jafnréttisbaráttan gengur líka út á það að gefa karlinum tækifæri til að vera eins og hann vill.“ Árangur Íslands í jafnréttisbaráttunni sé líka körlum að þakka. Ekkert land í heiminum hafi komist jafn langt í því að loka hinu svokallaða kynjabili og Ísland. Það hefði ekki áunnist nema með þátttöku alls samfélagsins. Á þinginu í ár verði sérstök áhersla á karla og drengi. „Á afstöðu þeirra og mikilvægi þess að þeir móti líka umræðuna og taki þátt í henni og skynji hvað þetta er líka mikilvægt fyrir þá til að hafa frelsi til að velja í sínu eigin lífi, og þá erum við með mjög marga og mjög flotta fyrirlesara og þátttakendur sem eru karlmenn,“ segir Hanna Birna. Jafnréttismál Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir er stofnandi þingsins og stjórnarformaður Samtaka kvenleiðtoga sem heldur þingið. Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun var Hanna Birna spurð hvort það væri enn nauðsynlegt að halda þing af þessum toga. Bakslag víða, meðal annars í Bandaríkjunum „Það er mjög mikil þörf. Þetta er er auðvitað alþjóðlegt þing þar sem saman koma fimm hundruð leiðtogar frá sjötíu löndum. Þó að umhverfið sé íslenskt, þá er umræðan alþjóðleg, og það er svo sannarlega þörf á því núna. Ef þú lítur alþjóðlega á verkefnið jafnréttismál þá hefur orðið bakslag, þó að við séum ekki að finna fyrir því hér á landi í neinum sambærilegum mæli og annars staðar,“ segir Hanna Birna. Til að mynda þurfi ekki að líta lengra en til Bandaríkjanna til að sjá að þar sé að eiga sér stað „ákveðin breytt afstaða gagnvart því hvernig konur geta sótt fram og eiga að sækja fram,“ nefnir Hanna Birna sem dæmi. Í mörgum öðrum ríkjum séu konur á þeim stað að mega ekki vinna ákveðin störf, fái ekki að sækja nám og megi jafnvel ekki eiga eignir. Mikill áhugi sé fyrir þinginu á hverju ári og í hvert sinn séu öll sæti full. Þótt ekki sé skortur á kvenleiðtogum á Íslandi, þá sé staðan sú á heimsvísu að aðeins 13% forseta og forsætisráðherra í heiminum konur, ráðherrar 22% og þinkonur 27% svo dæmi séu tekin. Þá sé aðeins 10% af stærstu fyrirtækjum í heimi stýrt af konum. Karlar eigi fullt erindi í jafnréttisbaráttunni Þá bendir Hanna Birna á að þær hugmyndir um ólík hlutverk kynjanna, og rótgrónar og menningarlegar væntingar til þeirra, eigi ekkert síður við um karla. Samfélagslega ríkjandi viðhorf til þess hvað karlar eigi að gera megi ekki gleymast í jafnréttisbaráttunni. „Körlum er ætlað það hlutverk að sjá fyrir fjölskyldunni, vera sterkir í ákveðnum aðstæðum, ekkert endilega að hugsa um börnin sín, sannarlega ekki að vera heima hjá þeim, þó svo að allar rannsóknir sýni að karlmenn hafa alveg jafn mikinn áhuga á því og konur, þá ætlast samfélagið til annarra hluta. Og svo ætlast það til að við séum umhyggjusamar og sinnum ákveðnum „mýkri málum,“ þannig það eru þessi viðhorf,“ segir Hanna Birna. Árangurinn sem náðst hafi á Íslandi sé ekki síður vegna þess að víðtæk samstaða hafi ríkt um jafnréttismál í samfélaginu, óháð kyni, stöðu eða pólitík. Bakslagið sem nú sé að eiga sér stað alþjóðlega felist hins vegar einnig í því, að karlar og drengir upplifi að þeir hafi verið skildir eftir. Upplifi að þeim sé ógnað „Rannsóknir sýna að körlum finnst hluti af þessari baráttu ógnandi gangvart þeim. Það er eitthvað sem við þurfum að horfast í augu við og við verðum að reyna að átta okkur á því vegna þess að jafnréttisbaráttan gengur líka út á það að gefa karlinum tækifæri til að vera eins og hann vill.“ Árangur Íslands í jafnréttisbaráttunni sé líka körlum að þakka. Ekkert land í heiminum hafi komist jafn langt í því að loka hinu svokallaða kynjabili og Ísland. Það hefði ekki áunnist nema með þátttöku alls samfélagsins. Á þinginu í ár verði sérstök áhersla á karla og drengi. „Á afstöðu þeirra og mikilvægi þess að þeir móti líka umræðuna og taki þátt í henni og skynji hvað þetta er líka mikilvægt fyrir þá til að hafa frelsi til að velja í sínu eigin lífi, og þá erum við með mjög marga og mjög flotta fyrirlesara og þátttakendur sem eru karlmenn,“ segir Hanna Birna.
Jafnréttismál Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira