Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar 8. nóvember 2025 07:00 Lögreglumaðurinn er ekki aðeins tákn um vald eða aga, heldur er hann lifandi spegill samfélagsins sem hann þjónar. Hann stendur þar sem myrkrið og ljósið mætast og þar sem harmur og von blandast saman. Hann sér það sem flestir vilja ekki sjá og heyrir það sem flestir vilja ekki að heyra. En undir einkennisbúningnum býr manneskja, lifandi, viðkvæm og sterk í senn. Það er auðvelt að sjá lögreglumanninn sem skjaldborg samfélagsins, þann sem stendur stöðugur í óveðri annarra. En þegar storminn lægir og bláu ljósin slokkna, hver stendur þá hjá honum? Hver gætir þess sem gætir okkar? Sú spurning er ekki aðeins fagleg, heldur siðferðisleg og tilfinningarleg. Hún minnir okkur á að á bak við hvern embættismann er hjarta sem slær, manneskja sem finnur til og manneskja sem þarf að fá að vera manneskja. Erfiðleikar lögreglumannsins sjást sjaldnast utan frá. Þeir birtast ekki í einkennisbúningnum, heldur í augnaráði sem hefur séð meira en orð ná yfir, í svefni sem rofnar um miðja nótt, í þögninni sem fylgir heim eftir langa vakt. Þessar minningar fylgja honum eftir þegar hann hefur t.d. þurft að segja foreldrum að barnið þeirra komi ekki heim, eða þegar hann hefur staðið frammi fyrir einstaklingi sem tók eigið líf. Slíkar stundir verða hluti af honum, ekki vegna veikleika, heldur vegna þess að hann er lifandi vitni að mannlegu eðli í sinni frumstæðustu mynd. Síðustu misseri hafa slík dæmi varpað ljósi á hversu brothætt og krefjandi þessi veröld getur verið. Í nýlegu viðtali í tímaritinu Lögreglumaðurinn sögðu þrjár konur frá því hvernig þær urðu fyrir hótunum og áreitni vegna starfs síns. Tvær þeirra bjuggu árum saman við stöðugan ótta, ofsóknir og rangar sögur um eigið líf. Þær þurftu að flýja heimili sín og lifa með þeirri vitneskju að sá sem hótaði þeim gæti einn daginn gengið laus á ný. Þær sögðu frá styrk, ábyrgð og mannlegu hugrekki og líka frá því sem ekki sést utan frá og þeirri þögn sem fylgir starfinu. Þegar lögreglumaður verður sjálfur fyrir hótunum, ofbeldi eða stöðugum áföllum er mikilvægt að hann fái raunverulegan stuðning. Til eru áfallateymi, sálfræðingar og jafningjastuðningur, en kerfið nær ekki alltaf utan um það sem býr innra með manneskjunni. Stundum verður þögnin það sem tekur við. Hún verður eins konar ósýnilegt varnarlag, leið til að halda áfram, þó að sárið sé ekki gróið. Þessi þögn er ósýnilegi vinnufélagi lögreglumannsins í daglegu lífi. Hún birtist í skýrsluskrifum, í kaffistofunni, í augnablikinu þegar allt virðist rólegt. Hún heldur honum saman þegar stormurinn geisar, en getur einnig orðið að byrði þegar friðurinn snýr aftur. Í menningu þar sem styrkur er mældur í stillingu og sjálfsstjórn á mýktin enn erfitt uppdráttar. Þegar lögreglumaður mætir sífellt sársauka annarra þarf hann sjálfur að finna sín eigin bjargráð, leiðir til að halda hjarta sínu mjúku. Sumir finna ró í hreyfingu, aðrir í samtali, húmor eða hlátri. En hættan liggur í fjarlægðinni, þegar maður lokar sig af þá dofnar tengingin við eigin mannleika. Og þegar það gerist, þá dofnar spegillinn sem á að endurspegla okkur öll. Við gleymum stundum að lögreglumaðurinn er ekki aðeins að fást við glæpi, heldur við mannlegt eðli í sinni frumstæðustu mynd. Hann stendur frammi fyrir börnum sem hafa verið beitt ofbeldi, foreldrum sem syrgja, fólki sem stendur á brún vonleysis eða hefur misst allt. Hann þarf að halda ró sinni þegar allt í kringum hann molnar. Þetta er mannlegt starf í ómannlegum aðstæðum, og það krefst meira en einstaklingsstyrks. Það krefst samfélags sem sér manneskjuna á bak við búninginn, sem skilur að styrkur og viðkvæmni eru systkini, ekki andstæður. Við sem samfélag berum ábyrgð. Það er ekki nóg að krefjast þess að lögreglumenn standi vaktina, við verðum líka að standa með þeim. Að skapa menningu þar sem eðlilegt er að tala um líðan og álag, ekki sem veikleika, heldur sem hluta af mannlegu starfi. Því sá sem leitar styrks er ekki brotinn, heldur hugrakkur. Kannski er svarið ekki annað hvort, heldur bæði. Lögreglumaðurinn þarf að læra að hlúa að sjálfum sér, en samfélagið þarf líka að hlúa að honum. Ef við viljum öryggi, verðum við líka að skapa öryggi fyrir þá sem verja okkur. Því ef enginn gætir þess sem gætir okkar, molnar traustið smám saman. Þögnin verður að hörku, harkan að fjarlægð og fjarlægðin að tortryggni. Mig langar til þess að deila með ykkur sögu sem er í baksýnisspeglinum mínum. Ég man að í eitt skipti var ég að ganga niður í bæ með fjölskyldunni. Það var logn, sólin skein og við ætluðum að kaupa okkur ís og njóta hans við tjörnina. Konan mín og barnið völdu fallegan bekk til að setjast á. Ég brosti, en fann mig ekki færan um að setjast. Ég gat ekki sagt þeim hvers vegna. Á þessum sama bekk hafði maður legið nokkrum nóttum áður, illa stunginn þegar við komum á vettvang. Ég man enn blóðið á sætinu, lyktina í loftinu og þögnina sem fylgdi. Konan mín og barn sáu bara fallegan bekk við vatnið en ég sá ennþá fyrir mér manninn sem ég hlúði að nokkrum nóttum áður. Ég lét sem ekkert væri og sagði ekkert. Fjölskyldan mín hafði ekki hugmynd um þennan harmleik. Þetta er það sem lögreglumenn kalla borgarlegt sakleysi, þ.e. þegar borgarinn veit ekki það sem við vitum og höfum séð og það er svo sannarlega blessun en lögreglumaðurinn hefur ekki þau forréttindi, enda er þetta hluti af starfinu. Spegill lögreglumannsins sýnir ekki aðeins hann sjálfan, heldur samfélagið í heild. Í augnaráði hans má sjá endurkast allra þeirra sagna sem hann hefur borið, minningar sem við viljum helst ekki sjá, ábyrgð sem við skynjum sjaldan og þögn sem krefst styrks. Hvernig við komum fram við þá sem bera byrðarnar fyrir okkur segir allt um hvernig við komum fram hvert við annað. Þegar við lærum að gæta þeirra sem gæta okkar, verður öryggi ekki lengur starf heldur sameiginlegt loforð byggt á trausti, virðingu og umhyggju. Það er samfélag sem gætir sjálfs sín. Höfundur er mannvinur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Árni Reynisson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Lögreglumaðurinn er ekki aðeins tákn um vald eða aga, heldur er hann lifandi spegill samfélagsins sem hann þjónar. Hann stendur þar sem myrkrið og ljósið mætast og þar sem harmur og von blandast saman. Hann sér það sem flestir vilja ekki sjá og heyrir það sem flestir vilja ekki að heyra. En undir einkennisbúningnum býr manneskja, lifandi, viðkvæm og sterk í senn. Það er auðvelt að sjá lögreglumanninn sem skjaldborg samfélagsins, þann sem stendur stöðugur í óveðri annarra. En þegar storminn lægir og bláu ljósin slokkna, hver stendur þá hjá honum? Hver gætir þess sem gætir okkar? Sú spurning er ekki aðeins fagleg, heldur siðferðisleg og tilfinningarleg. Hún minnir okkur á að á bak við hvern embættismann er hjarta sem slær, manneskja sem finnur til og manneskja sem þarf að fá að vera manneskja. Erfiðleikar lögreglumannsins sjást sjaldnast utan frá. Þeir birtast ekki í einkennisbúningnum, heldur í augnaráði sem hefur séð meira en orð ná yfir, í svefni sem rofnar um miðja nótt, í þögninni sem fylgir heim eftir langa vakt. Þessar minningar fylgja honum eftir þegar hann hefur t.d. þurft að segja foreldrum að barnið þeirra komi ekki heim, eða þegar hann hefur staðið frammi fyrir einstaklingi sem tók eigið líf. Slíkar stundir verða hluti af honum, ekki vegna veikleika, heldur vegna þess að hann er lifandi vitni að mannlegu eðli í sinni frumstæðustu mynd. Síðustu misseri hafa slík dæmi varpað ljósi á hversu brothætt og krefjandi þessi veröld getur verið. Í nýlegu viðtali í tímaritinu Lögreglumaðurinn sögðu þrjár konur frá því hvernig þær urðu fyrir hótunum og áreitni vegna starfs síns. Tvær þeirra bjuggu árum saman við stöðugan ótta, ofsóknir og rangar sögur um eigið líf. Þær þurftu að flýja heimili sín og lifa með þeirri vitneskju að sá sem hótaði þeim gæti einn daginn gengið laus á ný. Þær sögðu frá styrk, ábyrgð og mannlegu hugrekki og líka frá því sem ekki sést utan frá og þeirri þögn sem fylgir starfinu. Þegar lögreglumaður verður sjálfur fyrir hótunum, ofbeldi eða stöðugum áföllum er mikilvægt að hann fái raunverulegan stuðning. Til eru áfallateymi, sálfræðingar og jafningjastuðningur, en kerfið nær ekki alltaf utan um það sem býr innra með manneskjunni. Stundum verður þögnin það sem tekur við. Hún verður eins konar ósýnilegt varnarlag, leið til að halda áfram, þó að sárið sé ekki gróið. Þessi þögn er ósýnilegi vinnufélagi lögreglumannsins í daglegu lífi. Hún birtist í skýrsluskrifum, í kaffistofunni, í augnablikinu þegar allt virðist rólegt. Hún heldur honum saman þegar stormurinn geisar, en getur einnig orðið að byrði þegar friðurinn snýr aftur. Í menningu þar sem styrkur er mældur í stillingu og sjálfsstjórn á mýktin enn erfitt uppdráttar. Þegar lögreglumaður mætir sífellt sársauka annarra þarf hann sjálfur að finna sín eigin bjargráð, leiðir til að halda hjarta sínu mjúku. Sumir finna ró í hreyfingu, aðrir í samtali, húmor eða hlátri. En hættan liggur í fjarlægðinni, þegar maður lokar sig af þá dofnar tengingin við eigin mannleika. Og þegar það gerist, þá dofnar spegillinn sem á að endurspegla okkur öll. Við gleymum stundum að lögreglumaðurinn er ekki aðeins að fást við glæpi, heldur við mannlegt eðli í sinni frumstæðustu mynd. Hann stendur frammi fyrir börnum sem hafa verið beitt ofbeldi, foreldrum sem syrgja, fólki sem stendur á brún vonleysis eða hefur misst allt. Hann þarf að halda ró sinni þegar allt í kringum hann molnar. Þetta er mannlegt starf í ómannlegum aðstæðum, og það krefst meira en einstaklingsstyrks. Það krefst samfélags sem sér manneskjuna á bak við búninginn, sem skilur að styrkur og viðkvæmni eru systkini, ekki andstæður. Við sem samfélag berum ábyrgð. Það er ekki nóg að krefjast þess að lögreglumenn standi vaktina, við verðum líka að standa með þeim. Að skapa menningu þar sem eðlilegt er að tala um líðan og álag, ekki sem veikleika, heldur sem hluta af mannlegu starfi. Því sá sem leitar styrks er ekki brotinn, heldur hugrakkur. Kannski er svarið ekki annað hvort, heldur bæði. Lögreglumaðurinn þarf að læra að hlúa að sjálfum sér, en samfélagið þarf líka að hlúa að honum. Ef við viljum öryggi, verðum við líka að skapa öryggi fyrir þá sem verja okkur. Því ef enginn gætir þess sem gætir okkar, molnar traustið smám saman. Þögnin verður að hörku, harkan að fjarlægð og fjarlægðin að tortryggni. Mig langar til þess að deila með ykkur sögu sem er í baksýnisspeglinum mínum. Ég man að í eitt skipti var ég að ganga niður í bæ með fjölskyldunni. Það var logn, sólin skein og við ætluðum að kaupa okkur ís og njóta hans við tjörnina. Konan mín og barnið völdu fallegan bekk til að setjast á. Ég brosti, en fann mig ekki færan um að setjast. Ég gat ekki sagt þeim hvers vegna. Á þessum sama bekk hafði maður legið nokkrum nóttum áður, illa stunginn þegar við komum á vettvang. Ég man enn blóðið á sætinu, lyktina í loftinu og þögnina sem fylgdi. Konan mín og barn sáu bara fallegan bekk við vatnið en ég sá ennþá fyrir mér manninn sem ég hlúði að nokkrum nóttum áður. Ég lét sem ekkert væri og sagði ekkert. Fjölskyldan mín hafði ekki hugmynd um þennan harmleik. Þetta er það sem lögreglumenn kalla borgarlegt sakleysi, þ.e. þegar borgarinn veit ekki það sem við vitum og höfum séð og það er svo sannarlega blessun en lögreglumaðurinn hefur ekki þau forréttindi, enda er þetta hluti af starfinu. Spegill lögreglumannsins sýnir ekki aðeins hann sjálfan, heldur samfélagið í heild. Í augnaráði hans má sjá endurkast allra þeirra sagna sem hann hefur borið, minningar sem við viljum helst ekki sjá, ábyrgð sem við skynjum sjaldan og þögn sem krefst styrks. Hvernig við komum fram við þá sem bera byrðarnar fyrir okkur segir allt um hvernig við komum fram hvert við annað. Þegar við lærum að gæta þeirra sem gæta okkar, verður öryggi ekki lengur starf heldur sameiginlegt loforð byggt á trausti, virðingu og umhyggju. Það er samfélag sem gætir sjálfs sín. Höfundur er mannvinur og kennari.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar