Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 07:00 Eftir eitt veðursælasta haust í manna minnum vorum við minnt allhressilega á að það getur víst enn gert almennilegan vetur á Íslandi. Út um borg og bý, við strendur og til sveita höfum við öll þurft að stökkva til, huga að eignum okkar og hjálpa fólkinu í kringum okkur að gera slíkt hið sama. Við vorum misvel undirbúin, og sumir kannski alls ekki. Það getur stundum spilast svona. Það eru sömuleiðis önnur tímamót í nánd en eftir um mánuð verður liðið eitt ár frá sögulegum Alþingiskosningum. Þar var skýrt ákall um breytingar. Ákall sem við í Viðreisn heyrðum. Fyrir sléttu ári síðan fórum við til fólks, ekki til að segja því hvernig hlutirnir væru og ættu að vera, heldur til að hlusta og læra. Skilaboðin voru skýr. Almenningur á Íslandi vildi meiri stöðugleika, alvöru aðgerðir til að lækka verðbólgu og vexti og að við myndum hlúa að börnunum okkar, ekki síst þeim sem höllustum fæti standa. Og ákallið var ekki síður um ríkisstjórn sem virkar. Viðreisn heyrði skilaboðin og okkur var treyst fyrir þessu gríðarstóra verkefni. Rétt að byrja Nú þegar höfum við áorkað miklu. Við höfum tryggt þjóðinni sanngjarnan hlut í auðlindum í hennar eigu, við höfum sett stöðugleikaregluna sem tryggir sjálfbæran rekstur ríkisins. Við seldum Íslandsbanka með hag almennings í huga. Við höfum lækkað ríkisskuldir um átta prósent. Við höfum fjölgað lögreglumönnum og aukið öryggi almennings. Við höfum tekið öryggis- og varnarmál föstum tökum. Við stöndum vörð um EES-samninginn sem er grundvöllur lífskjara út um allt land. Við höfum gert samkomulag við sveitarfélögin í landinu um uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Á dögunum hitti ég konu á flugvellinum í Stokkhólmi sem sagðist vera svo þakklát fyrir að eiga í fyrsta sinn ríkisstjórn sem hún upplifði að væri að vinna fyrir sig. Og það er nákvæmlega það sem við erum að gera: Við erum búin að vera að vinna fyrir þig og við erum bara rétt að byrja. Næst Við í Viðreisn erum stolt af því að hafa verið treyst fyrir þeirri ábyrgð sem við förum með. Við erum sömuleiðis hreykin af verkum okkar hingað til. Við ætlum okkur að skila hallalausum fjárlögum fyrir árið 2027. Við ætlum að treysta þjóðinni fyrir því að taka ákvörðun um framtíð okkar í Evrópusamstarfi. Við ætlum okkur að létta fólki og fyrirtækjum að fjármagna sínar fjárfestingar. Við ætlum okkur að búa fiskeldi umgjörð sem treystir verðmætasköpun og verndar náttúruna. Við ætlum að efla innviði um allt land, hvort sem er í samgöngum, orku eða öðru sem nauðsynlegt er. Við ætlum að draga saman í útgjöldum ríkisins um 110 milljarða á næstu árum. Við ætlum að halda áfram að efla öryggi fólks. Ólíkt því sem gömlu valdhafar þessa lands halda oft fram, erum við á Íslandi ein eining og ein heild. Okkur mun ávallt vegna best ef við störfum fyrir hvert annað og með hvort öðru. Manneskja sem starfar í verslun í sjávarplássi á allt sitt undir því að Ísland eigi í tryggu viðskiptasambandi við önnur lönd og að aðgengi að mörkuðum sé gott. Þannig fær hún bæði góðar vörur á samkeppnishæfu verði og hennar viðskiptavinir geta áfram verslað fyrir þær tekjur sem koma af sölu afurða. Arkitekt á öðrum stað þarf öruggt netsamband svo mögulegt sé að koma teikningum áleiðis. Ferðaþjónustufyrirtæki þarf að geta treyst því að vegir séu góðir og öruggir allt árið um kring. Viðreisn er í vinnunni fyrir allt Ísland, og alla sem hér búa. Ísland í heild sinni allri þarf innviði sem virka, vaxtaumhverfi sem styður við verðmætasköpun, öryggi í sinni víðustu merkingu og raforku til að knýja þetta allt saman áfram. Ef fólk getur athafnað sig, býr það til verðmæti. Hvort sem það er á Álftanesi eða í Reykhólahreppi. Fyrir norðan eða sunnan, austan eða vestan. Viðreisn er í vinnunni fyrir þig og við erum rétt að byrja. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Eftir eitt veðursælasta haust í manna minnum vorum við minnt allhressilega á að það getur víst enn gert almennilegan vetur á Íslandi. Út um borg og bý, við strendur og til sveita höfum við öll þurft að stökkva til, huga að eignum okkar og hjálpa fólkinu í kringum okkur að gera slíkt hið sama. Við vorum misvel undirbúin, og sumir kannski alls ekki. Það getur stundum spilast svona. Það eru sömuleiðis önnur tímamót í nánd en eftir um mánuð verður liðið eitt ár frá sögulegum Alþingiskosningum. Þar var skýrt ákall um breytingar. Ákall sem við í Viðreisn heyrðum. Fyrir sléttu ári síðan fórum við til fólks, ekki til að segja því hvernig hlutirnir væru og ættu að vera, heldur til að hlusta og læra. Skilaboðin voru skýr. Almenningur á Íslandi vildi meiri stöðugleika, alvöru aðgerðir til að lækka verðbólgu og vexti og að við myndum hlúa að börnunum okkar, ekki síst þeim sem höllustum fæti standa. Og ákallið var ekki síður um ríkisstjórn sem virkar. Viðreisn heyrði skilaboðin og okkur var treyst fyrir þessu gríðarstóra verkefni. Rétt að byrja Nú þegar höfum við áorkað miklu. Við höfum tryggt þjóðinni sanngjarnan hlut í auðlindum í hennar eigu, við höfum sett stöðugleikaregluna sem tryggir sjálfbæran rekstur ríkisins. Við seldum Íslandsbanka með hag almennings í huga. Við höfum lækkað ríkisskuldir um átta prósent. Við höfum fjölgað lögreglumönnum og aukið öryggi almennings. Við höfum tekið öryggis- og varnarmál föstum tökum. Við stöndum vörð um EES-samninginn sem er grundvöllur lífskjara út um allt land. Við höfum gert samkomulag við sveitarfélögin í landinu um uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Á dögunum hitti ég konu á flugvellinum í Stokkhólmi sem sagðist vera svo þakklát fyrir að eiga í fyrsta sinn ríkisstjórn sem hún upplifði að væri að vinna fyrir sig. Og það er nákvæmlega það sem við erum að gera: Við erum búin að vera að vinna fyrir þig og við erum bara rétt að byrja. Næst Við í Viðreisn erum stolt af því að hafa verið treyst fyrir þeirri ábyrgð sem við förum með. Við erum sömuleiðis hreykin af verkum okkar hingað til. Við ætlum okkur að skila hallalausum fjárlögum fyrir árið 2027. Við ætlum að treysta þjóðinni fyrir því að taka ákvörðun um framtíð okkar í Evrópusamstarfi. Við ætlum okkur að létta fólki og fyrirtækjum að fjármagna sínar fjárfestingar. Við ætlum okkur að búa fiskeldi umgjörð sem treystir verðmætasköpun og verndar náttúruna. Við ætlum að efla innviði um allt land, hvort sem er í samgöngum, orku eða öðru sem nauðsynlegt er. Við ætlum að draga saman í útgjöldum ríkisins um 110 milljarða á næstu árum. Við ætlum að halda áfram að efla öryggi fólks. Ólíkt því sem gömlu valdhafar þessa lands halda oft fram, erum við á Íslandi ein eining og ein heild. Okkur mun ávallt vegna best ef við störfum fyrir hvert annað og með hvort öðru. Manneskja sem starfar í verslun í sjávarplássi á allt sitt undir því að Ísland eigi í tryggu viðskiptasambandi við önnur lönd og að aðgengi að mörkuðum sé gott. Þannig fær hún bæði góðar vörur á samkeppnishæfu verði og hennar viðskiptavinir geta áfram verslað fyrir þær tekjur sem koma af sölu afurða. Arkitekt á öðrum stað þarf öruggt netsamband svo mögulegt sé að koma teikningum áleiðis. Ferðaþjónustufyrirtæki þarf að geta treyst því að vegir séu góðir og öruggir allt árið um kring. Viðreisn er í vinnunni fyrir allt Ísland, og alla sem hér búa. Ísland í heild sinni allri þarf innviði sem virka, vaxtaumhverfi sem styður við verðmætasköpun, öryggi í sinni víðustu merkingu og raforku til að knýja þetta allt saman áfram. Ef fólk getur athafnað sig, býr það til verðmæti. Hvort sem það er á Álftanesi eða í Reykhólahreppi. Fyrir norðan eða sunnan, austan eða vestan. Viðreisn er í vinnunni fyrir þig og við erum rétt að byrja. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun