Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. nóvember 2025 18:31 Höfuðstöðvar BBC í miðborg Lundúna. Getty Forstöðumaður og fréttastjóri breska ríkisútvarpsins hafa sagt af sér eftir að greint var frá því að við gerð heimildamyndar úr smiðju BBC Panorama hefði tveimur ræðum Donalds Trump verið skeytt saman í klippingu til að láta í veðri vaka að hann hefði hvatt til óeirðanna kenndra við sjötta janúar með beinni hætti en hann í raun gerði. Tim Davie forstöðumaður og Deborah Turness fréttastjóri tilkynntu um afsögn sína á sjöunda tímanum í kvöld eftir að fréttablaðið Daily Telegraph birti úr nítján blaðsíðna skjali þar sem fram kom að átt hefði verið við myndefni af ræðuhöldum Donalds Trump Bandaríkjaforseta í því skyni að mála upp svartari mynd af honum en raun bar vitni. Tim Davie forstöðumaður BBC.Getty Lekið vinnuskjal Nefnilega gaf klippta ræðan það til kynna að hann hefði hvatt til að mótmælendur réðust inn í þinghús Bandaríkjanna og kæmu í veg fyrir lýðræðisleg stjórnarskipti þann sjötta janúar 2021. Telegraph heldur því einnig fram að í vinnuskjalinu hafi slagsíða breska ríkisútvarpsins í umfjöllun um átök í Palestínu komið í ljós. Í yfirlýsingu gengst Davie við því að ýmislegt hafi misfarist á embættistíð sinni. Deborah Turness fréttastjóri BBC.Gtty „Á þessum tímum síaukinnar skautunar hefur breska ríkisútvarpið einstakt gildi og höfðar til þess besta í okkur. Það stuðlar að því að gera Bretland að einstökum stað, ótrúlega vinalegum, umburðarlyndum og forvitnum. Eins og allar opinberar stofnanir er ríkisutvarpið ekki fullkomið og við verðum alltaf að vera opin, gagnsæ og ábyrg. Þótt það sé ekki eina ástæðan hefur núverandi umræða um fréttastofu BBC eðlilega stuðlað að ákvörðun minni,“ segir Davie. „Almennt séð stendur BBC sterkt, en það hefur ýmislegt misfarist og ég sem forstöðumaður verð að axla ábyrgð á því,“ segir hann svo. Sorgardagur fyrir BBC Samir Shah stjórnarformaður BBC segir þetta sorgardag fyrir breska ríkisútvarpið. „Tim hefur verið framúrskarandi forstöðumaður undanfarin fimm ár. Hann hefur náð miklum árangri með áræðni sinni, staðfestu og forsjálni,“ hefur blaðið eftir Shah. Hér að ofan má sjá samantekt á umfjöllun Telegraph um misvísandi umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Fjölmiðlar Bretland Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira
Tim Davie forstöðumaður og Deborah Turness fréttastjóri tilkynntu um afsögn sína á sjöunda tímanum í kvöld eftir að fréttablaðið Daily Telegraph birti úr nítján blaðsíðna skjali þar sem fram kom að átt hefði verið við myndefni af ræðuhöldum Donalds Trump Bandaríkjaforseta í því skyni að mála upp svartari mynd af honum en raun bar vitni. Tim Davie forstöðumaður BBC.Getty Lekið vinnuskjal Nefnilega gaf klippta ræðan það til kynna að hann hefði hvatt til að mótmælendur réðust inn í þinghús Bandaríkjanna og kæmu í veg fyrir lýðræðisleg stjórnarskipti þann sjötta janúar 2021. Telegraph heldur því einnig fram að í vinnuskjalinu hafi slagsíða breska ríkisútvarpsins í umfjöllun um átök í Palestínu komið í ljós. Í yfirlýsingu gengst Davie við því að ýmislegt hafi misfarist á embættistíð sinni. Deborah Turness fréttastjóri BBC.Gtty „Á þessum tímum síaukinnar skautunar hefur breska ríkisútvarpið einstakt gildi og höfðar til þess besta í okkur. Það stuðlar að því að gera Bretland að einstökum stað, ótrúlega vinalegum, umburðarlyndum og forvitnum. Eins og allar opinberar stofnanir er ríkisutvarpið ekki fullkomið og við verðum alltaf að vera opin, gagnsæ og ábyrg. Þótt það sé ekki eina ástæðan hefur núverandi umræða um fréttastofu BBC eðlilega stuðlað að ákvörðun minni,“ segir Davie. „Almennt séð stendur BBC sterkt, en það hefur ýmislegt misfarist og ég sem forstöðumaður verð að axla ábyrgð á því,“ segir hann svo. Sorgardagur fyrir BBC Samir Shah stjórnarformaður BBC segir þetta sorgardag fyrir breska ríkisútvarpið. „Tim hefur verið framúrskarandi forstöðumaður undanfarin fimm ár. Hann hefur náð miklum árangri með áræðni sinni, staðfestu og forsjálni,“ hefur blaðið eftir Shah. Hér að ofan má sjá samantekt á umfjöllun Telegraph um misvísandi umfjöllun breska ríkisútvarpsins.
Fjölmiðlar Bretland Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira