Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson og Baldur Borgþórsson skrifa 10. nóvember 2025 07:15 Á fyrri hluta árs 2024, skaut upp kollinum frétt um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM Tryggingar af Kvikubanka. Umsamið kaupverð var 28,6 milljarðar. Þetta var sannarlega óvænt því nokkrum mánuðum áður hafði slitnað upp úr samningsviðræðum milli Íslandsbanka og Kviku um sama félag, TM. Þar hafði Kvika sett TM fram í sameiningarviðræðum á verðinu 21 milljarðar. Það þótti of hátt og sameiningarviðræðum hætt vegna þess og annarra þátta. Hvernig má það vera að aðeins fáum mánuðum síðar geri Landsbankinn tilboð upp á 28,6 milljarða í TM? Félag sem Íslandsbanki vildi ekki fyrir 21 milljarð? Svarið er einfalt. Kaupverðið var stillt af með tilliti til eiginfjárstöðu LÍ og var 9,5% af eigin fé bankans á þeim tímapunkti. Hvers vegna? Vegna þess að stjórnendur bankans þurfa ekki samþykki eiganda, þjóðarinnar, ef kaupverðið er undir 10,0% af eiginfjárstöðu. En þar með er sagan aldeilis ekki öll. Þegar kaupin eru loks gerð upp í febrúar 2025 er kaupverðið ekki lengur 28,6 milljarðar heldur 32,3 sem er 10,66% af eiginfjárstöðu LÍ þegar kaupin voru gerð og því ætti skylda um leyfi eiganda að gilda! Þrjú þúsund og sjö hundruð milljónum hærra en umsamið kaupverð! Hvers vegna? Svarið er einfalt – 32,3 milljarðar eru 9,94% af ,,nýrri´´ eiginfjárstöðu LÍ og: Þá þurfa stjórnendur bankans ekki samþykki eiganda bankans, þjóðarinnar. Þetta var útskýrt sem ,,aðlagað kaupverð.´´ Eigendur Kvikubanka héldu auðvitað mikla veislu í kjölfarið og tilkynntu um útgreiðslu íturvaxinna arðgreiðslna upp á 23 milljarða til hluthafa þann 23.mars 2025 (heimild Viðskiptablaðið). Auðvitað. Það er svo ekki sé meira sagt, áhugavert að skoða þann hóp og sjá hverjir þar leynast og hvaða stjórnmálaflokkum þeir tilheyra. Það er ærið verkefni sem við leggjum í hendur blaðamanna með dug. Við vitum ekki með ykkur en okkur er ekki skemmt. Er ekki kominn tími á breytingar? Höfundar eru forsvarsmenn Okkar Borg – Þvert á Flokka, framboð til borgarstjórnar 2026. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Baldur Borgþórsson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Á fyrri hluta árs 2024, skaut upp kollinum frétt um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM Tryggingar af Kvikubanka. Umsamið kaupverð var 28,6 milljarðar. Þetta var sannarlega óvænt því nokkrum mánuðum áður hafði slitnað upp úr samningsviðræðum milli Íslandsbanka og Kviku um sama félag, TM. Þar hafði Kvika sett TM fram í sameiningarviðræðum á verðinu 21 milljarðar. Það þótti of hátt og sameiningarviðræðum hætt vegna þess og annarra þátta. Hvernig má það vera að aðeins fáum mánuðum síðar geri Landsbankinn tilboð upp á 28,6 milljarða í TM? Félag sem Íslandsbanki vildi ekki fyrir 21 milljarð? Svarið er einfalt. Kaupverðið var stillt af með tilliti til eiginfjárstöðu LÍ og var 9,5% af eigin fé bankans á þeim tímapunkti. Hvers vegna? Vegna þess að stjórnendur bankans þurfa ekki samþykki eiganda, þjóðarinnar, ef kaupverðið er undir 10,0% af eiginfjárstöðu. En þar með er sagan aldeilis ekki öll. Þegar kaupin eru loks gerð upp í febrúar 2025 er kaupverðið ekki lengur 28,6 milljarðar heldur 32,3 sem er 10,66% af eiginfjárstöðu LÍ þegar kaupin voru gerð og því ætti skylda um leyfi eiganda að gilda! Þrjú þúsund og sjö hundruð milljónum hærra en umsamið kaupverð! Hvers vegna? Svarið er einfalt – 32,3 milljarðar eru 9,94% af ,,nýrri´´ eiginfjárstöðu LÍ og: Þá þurfa stjórnendur bankans ekki samþykki eiganda bankans, þjóðarinnar. Þetta var útskýrt sem ,,aðlagað kaupverð.´´ Eigendur Kvikubanka héldu auðvitað mikla veislu í kjölfarið og tilkynntu um útgreiðslu íturvaxinna arðgreiðslna upp á 23 milljarða til hluthafa þann 23.mars 2025 (heimild Viðskiptablaðið). Auðvitað. Það er svo ekki sé meira sagt, áhugavert að skoða þann hóp og sjá hverjir þar leynast og hvaða stjórnmálaflokkum þeir tilheyra. Það er ærið verkefni sem við leggjum í hendur blaðamanna með dug. Við vitum ekki með ykkur en okkur er ekki skemmt. Er ekki kominn tími á breytingar? Höfundar eru forsvarsmenn Okkar Borg – Þvert á Flokka, framboð til borgarstjórnar 2026.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar