Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar 10. nóvember 2025 18:00 Sjálfbærni hefur átt undir högg að sækja árið 2025. Afnám regluverks í stórum lögsögum fellir niður opinbera hvata til grænna fjárfestinga. Stefnur stjórnvalda í alþjóðaviðskiptum leggja nú aukna áherslu á þolgæði, auðlindaöryggi og að tryggja samkeppnisstöðu til skamms tíma, stundum á kostnað langtíma sjálfbærniskuldbindinga. Við þessar aðstæður er mikilvægt að stjórnendur í íslensku atvinnulífi láti ekki deigan síga. Þvert á móti - nú gildir að standa vörð um það sem raunverulega skiptir máli. Bakslagið í sjálfbærni er raunverulegt. Í Bandaríkjunum er verið að fella aftur úr gildi mikilvægt regluverk sem styður við grænu skiptin. Í Evrópusambandinu eru aðgerðir til að auka einfaldleika notaðar til að draga úr vægi krafna um þýðingarmikla UFS upplýsingagjöf og laga um áreiðanleikakannanir. Ástæðan er sögð vera að sjálfbærni sé of kostnaðarsöm. En þegar sjálfbærni er lýst sem dragbít á samkeppnishæfni er hvorki hugsað til langtíma né skammtímaárangurs. Að ganga af velli núna er að misskilja áskorunina og eðli fyrirtækjareksturs. Forysta í sjálfbærni merkir að ganga lengra en hlítni við lög og reglur kveður á um og að marka fyrirtækinu skýr grundvallargildi. Gildi eru vörður sem marka leiðina þegar ytri skilyrði breytast. Við slíkar aðstæður eru viðmið eins og hnattrænn samningur sameinuðu þjóðanna um ábyrga viðskiptahætti (UN Global Compact) og heimsmarkmiðin ómetanleg. Heimsmarkmiðin byggja á mannréttindum, atvinnurétti, umhverfisvernd og ráðstöfunum gegn spillingu og setja þannig fram grundvallargildi sem fyrirtæki geta horft til.Með því að staðsetja sig út frá slíkum gildum marka fyrirtæki sér menningu sem hefur dýpri merkingu en bara að uppfylla kröfur, menningu sem byggir á heilindum, þolgæði og langtíma stefnumörkun. Fyrir stjórnendur þýðir þetta í verki að: Leiða með því að skýra tilgang og gildi.Stjórnendur þurfa að greina skýrt frá því hvers vegna sjálfbærni skiptir máli. Sjálfbærni hjá fyrirtækinu snýst ekki um að hlíta lögum og reglum heldur um að grundvalla reksturinn á ákveðnum gildum. Þegar fyrirtæki innleiða heimsmarkmið í reksturinn verða þau vörður sem vísa leiðina á ólgutímum. Horfa lengra en til hlítni.Rekstur sem grundvallast á sterkum gildum eltir ekki hverja einustu ytri stefnubreytingu. Gildin halda fyrirtækinu á réttri braut þrátt fyrir breytilegt regluumhverfi. Þetta veitir mikilvæga vissu á umbrotatímum, við reglugerðarbreytingar og óstöðugleika á alþjóðavettvangi. Fyrirtæki með sterk grundvallargildi eru þau sem eru að veðra einna best óvissuna sem einföldunarstefna ESB skapar þessa dagana. Leggja áherslu á þolgæði.Forysta í sjálfbærni merkir að gera ráð fyrir hinu óvænta, svo sem auðlindaþurrð, loftslagsáföllum, aðgerðasinnuðum haghöfum og breyttum væntingum viðskiptavina. Þegar fyrirtæki grundvallar reksturinn á sjálfbærniviðmiðum er auðveldara fyrir það að takast á við viðsnúning í regluumhverfinu eða mótvind á alþjóðasviðinu vegna þess að það treystir á eigin gildi, ekki einungis ytri hvata. Það er mikið í húfi fyrir íslensk fyrirtæki í litlu og opnu hagkerfi sem reiðir sig á milliríkjaviðskipti, nýsköpun og sterkt orðspor. Þegar óstöðugleiki einkennir ytra umhverfið, þegar alþjóðaleg samstaða um sjálfbærni veikist skapar skýr fyrirtækjamenning og forysta sem byggir á gildum klárt samkeppnisforskot. Íslensk fyrirtæki geta skapað sér slíka sérstöðu með því að taka forystuna út frá sterkum gildum, aðgerðum sem byggja á þessum gildum og með því að sýna að sjálfbærni er ekki bara tískufyrirbrigði heldur mikilvægt stefnumið. Afnám regluverks, spenna í alþjóðaviðskiptum og klofningur - það er ljóst að sjálfbærnistarf á undir högg að sækja í ár. En einmitt við slíkar aðstæður verður forysta í sjálfbærni svo mikilvæg. Það er ekki nóg að fara einfaldlega eftir lögum og reglum. Það sem skiptir máli núna er að fyrirtæki staðsetji sig út frá skýrum grundvallargildum sem endurspegla viðmið eins og heimsmarkmiðin, og starfi eftir þeim. Þegar bakslag verður í ytra umhverfinu og viðmið breytast eru það innri gildi sem varða veginn. Forysta sem byggir á sterkum gildum er ekki tískufyrirbrigði heldur stefna sem eflir þolgæði, traust og langtíma árangur. Og að lokum, þetta er ekki spurning um hvenær bakslaginu lýkur og sjálfbærni verður aftur í brennidepli, heldur hvort fyrirtækið þitt verði tilbúið þegar það gerist. Höfundur er prófessor við Copenhagen Business School. Andreas hefur um árabil veitt alþjóðlegum fyrirtækjum og stjórnvöldum ráðgjöf um innleiðingu ESG-stefnu og ábyrgan rekstur. Hann flutti nýlega erindi á 25 ára afmælisviðburði United Nations Global Compact sem UN Global Compact Ísland stóð fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfbærni Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Sjálfbærni hefur átt undir högg að sækja árið 2025. Afnám regluverks í stórum lögsögum fellir niður opinbera hvata til grænna fjárfestinga. Stefnur stjórnvalda í alþjóðaviðskiptum leggja nú aukna áherslu á þolgæði, auðlindaöryggi og að tryggja samkeppnisstöðu til skamms tíma, stundum á kostnað langtíma sjálfbærniskuldbindinga. Við þessar aðstæður er mikilvægt að stjórnendur í íslensku atvinnulífi láti ekki deigan síga. Þvert á móti - nú gildir að standa vörð um það sem raunverulega skiptir máli. Bakslagið í sjálfbærni er raunverulegt. Í Bandaríkjunum er verið að fella aftur úr gildi mikilvægt regluverk sem styður við grænu skiptin. Í Evrópusambandinu eru aðgerðir til að auka einfaldleika notaðar til að draga úr vægi krafna um þýðingarmikla UFS upplýsingagjöf og laga um áreiðanleikakannanir. Ástæðan er sögð vera að sjálfbærni sé of kostnaðarsöm. En þegar sjálfbærni er lýst sem dragbít á samkeppnishæfni er hvorki hugsað til langtíma né skammtímaárangurs. Að ganga af velli núna er að misskilja áskorunina og eðli fyrirtækjareksturs. Forysta í sjálfbærni merkir að ganga lengra en hlítni við lög og reglur kveður á um og að marka fyrirtækinu skýr grundvallargildi. Gildi eru vörður sem marka leiðina þegar ytri skilyrði breytast. Við slíkar aðstæður eru viðmið eins og hnattrænn samningur sameinuðu þjóðanna um ábyrga viðskiptahætti (UN Global Compact) og heimsmarkmiðin ómetanleg. Heimsmarkmiðin byggja á mannréttindum, atvinnurétti, umhverfisvernd og ráðstöfunum gegn spillingu og setja þannig fram grundvallargildi sem fyrirtæki geta horft til.Með því að staðsetja sig út frá slíkum gildum marka fyrirtæki sér menningu sem hefur dýpri merkingu en bara að uppfylla kröfur, menningu sem byggir á heilindum, þolgæði og langtíma stefnumörkun. Fyrir stjórnendur þýðir þetta í verki að: Leiða með því að skýra tilgang og gildi.Stjórnendur þurfa að greina skýrt frá því hvers vegna sjálfbærni skiptir máli. Sjálfbærni hjá fyrirtækinu snýst ekki um að hlíta lögum og reglum heldur um að grundvalla reksturinn á ákveðnum gildum. Þegar fyrirtæki innleiða heimsmarkmið í reksturinn verða þau vörður sem vísa leiðina á ólgutímum. Horfa lengra en til hlítni.Rekstur sem grundvallast á sterkum gildum eltir ekki hverja einustu ytri stefnubreytingu. Gildin halda fyrirtækinu á réttri braut þrátt fyrir breytilegt regluumhverfi. Þetta veitir mikilvæga vissu á umbrotatímum, við reglugerðarbreytingar og óstöðugleika á alþjóðavettvangi. Fyrirtæki með sterk grundvallargildi eru þau sem eru að veðra einna best óvissuna sem einföldunarstefna ESB skapar þessa dagana. Leggja áherslu á þolgæði.Forysta í sjálfbærni merkir að gera ráð fyrir hinu óvænta, svo sem auðlindaþurrð, loftslagsáföllum, aðgerðasinnuðum haghöfum og breyttum væntingum viðskiptavina. Þegar fyrirtæki grundvallar reksturinn á sjálfbærniviðmiðum er auðveldara fyrir það að takast á við viðsnúning í regluumhverfinu eða mótvind á alþjóðasviðinu vegna þess að það treystir á eigin gildi, ekki einungis ytri hvata. Það er mikið í húfi fyrir íslensk fyrirtæki í litlu og opnu hagkerfi sem reiðir sig á milliríkjaviðskipti, nýsköpun og sterkt orðspor. Þegar óstöðugleiki einkennir ytra umhverfið, þegar alþjóðaleg samstaða um sjálfbærni veikist skapar skýr fyrirtækjamenning og forysta sem byggir á gildum klárt samkeppnisforskot. Íslensk fyrirtæki geta skapað sér slíka sérstöðu með því að taka forystuna út frá sterkum gildum, aðgerðum sem byggja á þessum gildum og með því að sýna að sjálfbærni er ekki bara tískufyrirbrigði heldur mikilvægt stefnumið. Afnám regluverks, spenna í alþjóðaviðskiptum og klofningur - það er ljóst að sjálfbærnistarf á undir högg að sækja í ár. En einmitt við slíkar aðstæður verður forysta í sjálfbærni svo mikilvæg. Það er ekki nóg að fara einfaldlega eftir lögum og reglum. Það sem skiptir máli núna er að fyrirtæki staðsetji sig út frá skýrum grundvallargildum sem endurspegla viðmið eins og heimsmarkmiðin, og starfi eftir þeim. Þegar bakslag verður í ytra umhverfinu og viðmið breytast eru það innri gildi sem varða veginn. Forysta sem byggir á sterkum gildum er ekki tískufyrirbrigði heldur stefna sem eflir þolgæði, traust og langtíma árangur. Og að lokum, þetta er ekki spurning um hvenær bakslaginu lýkur og sjálfbærni verður aftur í brennidepli, heldur hvort fyrirtækið þitt verði tilbúið þegar það gerist. Höfundur er prófessor við Copenhagen Business School. Andreas hefur um árabil veitt alþjóðlegum fyrirtækjum og stjórnvöldum ráðgjöf um innleiðingu ESG-stefnu og ábyrgan rekstur. Hann flutti nýlega erindi á 25 ára afmælisviðburði United Nations Global Compact sem UN Global Compact Ísland stóð fyrir.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar