Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Kristján Már Unnarsson skrifar 10. nóvember 2025 21:45 Flugfélagsbræðurnir Jón Karl og Snorri Snorrasynir ásamt Ólafi Eggertssyni stofnuðu áhugamannafélagið Vini Gunnfaxa um varðveislu flugvélarinnar. Anton Brink Vinir Gunnfaxa hafa ákveðið að kaupa samskonar flugvél frá Bandaríkjunum til að skipta á henni og Flugfélagsþristinum sem fluttur var á Sólheimasand í sumar. Þeir hafa hafið fjársöfnun í því skyni að bjarga Gunnfaxa af sandinum og koma honum á Samgöngusafnið á Skógum. Í fréttum Sýnar mátti sjá myndir af því þegar Gunnfaxi var fluttur frá Keflavíkurflugvelli austur á Sólheimasand. Landeigendur höfðu keypt flugvélina af Þristavinafélaginu til að leysa af gamla flakið sem grotnað hafði niður á sandinum. Þegar Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, sá flugvélinni ekið niður á sand í sumar hafði hann samband við Flugfélagsbræðurna Jón Karl og Snorra Snorrasyni. Gunnfaxi í lúpínubreiðu á Sólheimasandi síðastliðið sumar.Snorri Snorrason „Það fannst mér ekki passa að farga vélinni þar raunverulega. Því hún á náttúrlega ekkert annað eftir en að fara niður í sandinn og brytjast niður ef hún á að standa þarna í mörg ár,“ segir Ólafur. „Það er komið að ögurstundu. Flugvélin er náttúrlega komin út á sand og allra veðra von. Og ef henni verður ekki bjargað núna þá er það of seint. Þá er raunverulega búið að farga henni,“ segir Jón Karl Snorrason, sem er fyrrverandi flugstjóri hjá Icelandair. Flak Varnarliðsvélarinnar sem nauðlenti á Sólheimasandi árið 1973. Vinir Gunnfaxa vilja ekki að hann fái sömu örlög á sandinum.vísir/vilhelm Skógasafn hefur lýst sig tilbúið að taka við Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi. Þremenningar segja best fara á því að flugvélin verði varðveitt þar vegna hlutverks Flugfélagsþristanna í samgöngusögu Sunnlendinga og Skaftfellinga. „Þessar vélar rufu einangrun þeirra, að ég tali nú ekki um Vestmannaeyinga, Hornfirðinga og Öræfasveitina,“ segir Snorri Snorrason, áhugamaður um flugsöguna. Vinir Gunnfaxa stefna að því að flugvélin verði varðveitt á Samgöngusafninu á Skógum.Samsett mynd/Vinir Gunnfaxa Landeigendur Sólheimasands vilja hins vegar ekki láta Gunnfaxa af hendi nema að fá aðra sambærilega flugvél í staðinn. Vinir Gunnfaxa hyggjast kaupa hana erlendis frá. „Hún er vestur í Bandaríkjunum og við fáum alla varahluti, alla þá hluti sem vantar í Gunnfaxa með í sendingunni,“ segir Jón Karl. Og núna hafa þeir hafið fjársöfnun til að kosta kaupin, flutninginn og endurgerð vélarinnar. Gunnfaxi á Skógaflugvelli árið 1951. Flugfélag Íslands tók flugvélina í notkun í aprilmánuði það ár.Snorri Snorrason „Þetta eru svona í kringum tíu til tuttugu milljónir. Það er svona á því bili til að klára málið algerlega,“ segir Snorri. „Við viljum koma henni fljótt í skjól upp að Skógum og vonandi kemst hún einhvern tímann inn í húsnæði þar í framtíðinni,“ segir Ólafur. Ljósmyndin fræga af Gunnfaxa á flugvellinum á Skógasandi árið 1960.Snorri Snorrason Svo skemmtilega vill til að Ólafur var á Skógasandi sumarið 1960, þá átta ára gamall, þegar fræg ljósmynd var tekin þar af Gunnfaxa. „Ég er inni í grænum Rússajeppa, sem er á myndinni. Móðir mín situr frammí og faðir minn stendur álengdar utan við bílinn og er að taka á móti frændfólki úr Vestmannaeyjum.“ Gunnfaxi á Fagurhólsmýri árið 1956. Öræfajökull í baksýn. Flugvélin var meðal annars nýtt til að flytja lifandi sauðfé úr Öræfum í önnur héruð sem neyðst höfðu til skera niður fé vegna sauðfjársjúkdóma.Snorri Snorrason Douglas Dakota-flugvélarnar skipa stóran sess í flugsögu Íslendinga. „Þær gegndu lykilhlutverki. Og ég trúi ekki öðru en að aðilar í þessum byggðarlögum leggist á árarnar með okkur, ásamt landsmönnum öllum,“ segir Snorri í frétt Sýnar, sem sjá má hér: Vinir Gunnfaxa hafa fengið tilskilin leyfi til að hefja landssöfnun. Félagið er með kennitöluna 621025-1710. Söfnunarreikningsnúmer er hjá Íslandsbanka 0515-26-989860. Þremenningarnir vekja athygli á því til gamans að reikningsnúmerið 9860 er framleiðslunúmer Gunnfaxa. Ítarlegra viðtal um flugvélina var í þættinum Reykjavík síðdegis: Fréttir af flugi Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Söfn Ferðaþjónusta Fornminjar Icelandair Tengdar fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Samgöngusafnið á Skógum fær ekki þristinn Gunnfaxa til varðveislu nema það takist að útvega landeigendum Sólheimasands aðra DC 3-flugvél til að sýna ferðamönnum á sandinum. Þetta er meginefni svars sem stjórn Loðmundar, landeigendafélags Ytri-Sólheima, hefur sent Vinum Gunnfaxa, áhugahópi um verndun gamallar Douglas Dakota-flugvélar Flugfélags Íslands. 28. ágúst 2025 20:40 Ólga meðal þristavina vegna örlaga Gunnfaxa Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn. 15. júní 2025 07:00 Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Landeigendur Sólheimasands, sem geymir frægasta flugvélarflak Íslands, hafa keypt gamlan Flugfélagsþrist af Þristavinafélaginu. Hugmyndin er að flugvélarskrokkurinn leysi af hólmi gamla flakið á sandinum, sem er að tærast upp. 23. mars 2025 22:40 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Í fréttum Sýnar mátti sjá myndir af því þegar Gunnfaxi var fluttur frá Keflavíkurflugvelli austur á Sólheimasand. Landeigendur höfðu keypt flugvélina af Þristavinafélaginu til að leysa af gamla flakið sem grotnað hafði niður á sandinum. Þegar Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, sá flugvélinni ekið niður á sand í sumar hafði hann samband við Flugfélagsbræðurna Jón Karl og Snorra Snorrasyni. Gunnfaxi í lúpínubreiðu á Sólheimasandi síðastliðið sumar.Snorri Snorrason „Það fannst mér ekki passa að farga vélinni þar raunverulega. Því hún á náttúrlega ekkert annað eftir en að fara niður í sandinn og brytjast niður ef hún á að standa þarna í mörg ár,“ segir Ólafur. „Það er komið að ögurstundu. Flugvélin er náttúrlega komin út á sand og allra veðra von. Og ef henni verður ekki bjargað núna þá er það of seint. Þá er raunverulega búið að farga henni,“ segir Jón Karl Snorrason, sem er fyrrverandi flugstjóri hjá Icelandair. Flak Varnarliðsvélarinnar sem nauðlenti á Sólheimasandi árið 1973. Vinir Gunnfaxa vilja ekki að hann fái sömu örlög á sandinum.vísir/vilhelm Skógasafn hefur lýst sig tilbúið að taka við Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi. Þremenningar segja best fara á því að flugvélin verði varðveitt þar vegna hlutverks Flugfélagsþristanna í samgöngusögu Sunnlendinga og Skaftfellinga. „Þessar vélar rufu einangrun þeirra, að ég tali nú ekki um Vestmannaeyinga, Hornfirðinga og Öræfasveitina,“ segir Snorri Snorrason, áhugamaður um flugsöguna. Vinir Gunnfaxa stefna að því að flugvélin verði varðveitt á Samgöngusafninu á Skógum.Samsett mynd/Vinir Gunnfaxa Landeigendur Sólheimasands vilja hins vegar ekki láta Gunnfaxa af hendi nema að fá aðra sambærilega flugvél í staðinn. Vinir Gunnfaxa hyggjast kaupa hana erlendis frá. „Hún er vestur í Bandaríkjunum og við fáum alla varahluti, alla þá hluti sem vantar í Gunnfaxa með í sendingunni,“ segir Jón Karl. Og núna hafa þeir hafið fjársöfnun til að kosta kaupin, flutninginn og endurgerð vélarinnar. Gunnfaxi á Skógaflugvelli árið 1951. Flugfélag Íslands tók flugvélina í notkun í aprilmánuði það ár.Snorri Snorrason „Þetta eru svona í kringum tíu til tuttugu milljónir. Það er svona á því bili til að klára málið algerlega,“ segir Snorri. „Við viljum koma henni fljótt í skjól upp að Skógum og vonandi kemst hún einhvern tímann inn í húsnæði þar í framtíðinni,“ segir Ólafur. Ljósmyndin fræga af Gunnfaxa á flugvellinum á Skógasandi árið 1960.Snorri Snorrason Svo skemmtilega vill til að Ólafur var á Skógasandi sumarið 1960, þá átta ára gamall, þegar fræg ljósmynd var tekin þar af Gunnfaxa. „Ég er inni í grænum Rússajeppa, sem er á myndinni. Móðir mín situr frammí og faðir minn stendur álengdar utan við bílinn og er að taka á móti frændfólki úr Vestmannaeyjum.“ Gunnfaxi á Fagurhólsmýri árið 1956. Öræfajökull í baksýn. Flugvélin var meðal annars nýtt til að flytja lifandi sauðfé úr Öræfum í önnur héruð sem neyðst höfðu til skera niður fé vegna sauðfjársjúkdóma.Snorri Snorrason Douglas Dakota-flugvélarnar skipa stóran sess í flugsögu Íslendinga. „Þær gegndu lykilhlutverki. Og ég trúi ekki öðru en að aðilar í þessum byggðarlögum leggist á árarnar með okkur, ásamt landsmönnum öllum,“ segir Snorri í frétt Sýnar, sem sjá má hér: Vinir Gunnfaxa hafa fengið tilskilin leyfi til að hefja landssöfnun. Félagið er með kennitöluna 621025-1710. Söfnunarreikningsnúmer er hjá Íslandsbanka 0515-26-989860. Þremenningarnir vekja athygli á því til gamans að reikningsnúmerið 9860 er framleiðslunúmer Gunnfaxa. Ítarlegra viðtal um flugvélina var í þættinum Reykjavík síðdegis:
Fréttir af flugi Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Söfn Ferðaþjónusta Fornminjar Icelandair Tengdar fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Samgöngusafnið á Skógum fær ekki þristinn Gunnfaxa til varðveislu nema það takist að útvega landeigendum Sólheimasands aðra DC 3-flugvél til að sýna ferðamönnum á sandinum. Þetta er meginefni svars sem stjórn Loðmundar, landeigendafélags Ytri-Sólheima, hefur sent Vinum Gunnfaxa, áhugahópi um verndun gamallar Douglas Dakota-flugvélar Flugfélags Íslands. 28. ágúst 2025 20:40 Ólga meðal þristavina vegna örlaga Gunnfaxa Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn. 15. júní 2025 07:00 Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Landeigendur Sólheimasands, sem geymir frægasta flugvélarflak Íslands, hafa keypt gamlan Flugfélagsþrist af Þristavinafélaginu. Hugmyndin er að flugvélarskrokkurinn leysi af hólmi gamla flakið á sandinum, sem er að tærast upp. 23. mars 2025 22:40 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Samgöngusafnið á Skógum fær ekki þristinn Gunnfaxa til varðveislu nema það takist að útvega landeigendum Sólheimasands aðra DC 3-flugvél til að sýna ferðamönnum á sandinum. Þetta er meginefni svars sem stjórn Loðmundar, landeigendafélags Ytri-Sólheima, hefur sent Vinum Gunnfaxa, áhugahópi um verndun gamallar Douglas Dakota-flugvélar Flugfélags Íslands. 28. ágúst 2025 20:40
Ólga meðal þristavina vegna örlaga Gunnfaxa Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn. 15. júní 2025 07:00
Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Landeigendur Sólheimasands, sem geymir frægasta flugvélarflak Íslands, hafa keypt gamlan Flugfélagsþrist af Þristavinafélaginu. Hugmyndin er að flugvélarskrokkurinn leysi af hólmi gamla flakið á sandinum, sem er að tærast upp. 23. mars 2025 22:40