Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2025 08:00 Veruleg hefur dregið úr innlögnum erlendis þar sem Beyfortus hefur verið tekið í notkun. Ef áhrif af notkun mótefnisins nirsevimab við RSV veirunni verða svipuð hér og þau hafa verið erlendis má búast við því að verulega muni draga úr álagi og kostnaði í heilbrigðisþjónustunni vegna RSV. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um bólusetningu gegn RSV-veirunni. Þar segir að gera megi ráð fyrir því að þeim börnum á fyrsta aldursári sem leita til heilsugæslunnar eða barnalæknaþjónustu vegna veirulungnabólgu og berjulungnabólgu muni fækka úr um eða yfir 500 í undir 300. Þá muni þeim fjölskyldum sem þurfa að sinna börnum sínum á fyrsta ári á sjúkrahúsi vegna RSV fækka úr fjörtíu í tíu til fimmtán. Legudögum barna þessara fjölskyldna á sjúkrahúsi muni fækka úr 180 í 30. „Þessar áætlanir byggjast á því að þátttaka í þessum bólusetningum verði nær almenn en ef þátttaka er síðri verða áhrifin mun minni þar sem engra hjarðáhrifa er að vænta við bólusetningar af þessu tagi,“ segir í svörunum. Mótefni ekki bóluefni Heilbrigðisráðherra ítrekar að lyfið Beyfortus (nirsevimab) sé í raun mótefni þótt að talað sé um bólusetningu til einföldunar. Það verði í boði fyrir öll börn sem fæðast nú í vetur og fram til 31. mars 2026. Þó sé hugsanlegt að notkun efnisins verði hætt fyrr ef RSV-tímabilinu lýkur snemma. „Börn sem fæðast 1. maí 2025 eða síðar geta fengið mótefnið, auk barna 6–23 mánaða sem Barnaspítali Hringsins hefði að öðrum kosti boðað í mánaðarlegar lyfjagjafir með palivizumab (Synagis) yfir RSV-tímabilið. Börn sem fæddust frá 1. maí 2025 til 30. september 2025 fá nirsevimab á heilsugæslu. Börn fædd 1. október 2025 til u.þ.b. 31. mars 2026 munu fá nirsevimab á fæðingardeild, vökudeild, við 5 daga skoðun eða á heilsugæslu samkvæmt skipulagi þeirrar stofnunar þar sem þau fæðast eða fá heilbrigðisþjónustu fyrstu vikurnar.“ Áhrif ónæmisaðgerðanna verða metin að loknum tveimur RSV-tímabilum. RSV-veiran, einnig kölluð RS-veira, gengur í faröldrum yfir vetrartímann og veldur sýkingum hjá öllu fólki en er líklegust til að valda innlögnum hjá börnum undir sex mánaða og eldra fólki með hjarta- og lungnasjúkdóma. Veiran getur valdið alvarlegum veikindum með miklum hósta og öndunarerfiðleikum og þá er nokkuð algengt er að börnin fái aðrar sýkingar ofan í RSV-sýkingar og þá er algengt að gefa þurfi sýklalyf. Börnum með alvarleg undirliggjandi heilsufarsvandamál hefur hingað til verið gefið annað mótefni, palivizumab, en það er dýrt og erfitt í notkun, þar sem gefa þarf endurtekna skammta á sjúkrahúsi. Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um bólusetningu gegn RSV-veirunni. Þar segir að gera megi ráð fyrir því að þeim börnum á fyrsta aldursári sem leita til heilsugæslunnar eða barnalæknaþjónustu vegna veirulungnabólgu og berjulungnabólgu muni fækka úr um eða yfir 500 í undir 300. Þá muni þeim fjölskyldum sem þurfa að sinna börnum sínum á fyrsta ári á sjúkrahúsi vegna RSV fækka úr fjörtíu í tíu til fimmtán. Legudögum barna þessara fjölskyldna á sjúkrahúsi muni fækka úr 180 í 30. „Þessar áætlanir byggjast á því að þátttaka í þessum bólusetningum verði nær almenn en ef þátttaka er síðri verða áhrifin mun minni þar sem engra hjarðáhrifa er að vænta við bólusetningar af þessu tagi,“ segir í svörunum. Mótefni ekki bóluefni Heilbrigðisráðherra ítrekar að lyfið Beyfortus (nirsevimab) sé í raun mótefni þótt að talað sé um bólusetningu til einföldunar. Það verði í boði fyrir öll börn sem fæðast nú í vetur og fram til 31. mars 2026. Þó sé hugsanlegt að notkun efnisins verði hætt fyrr ef RSV-tímabilinu lýkur snemma. „Börn sem fæðast 1. maí 2025 eða síðar geta fengið mótefnið, auk barna 6–23 mánaða sem Barnaspítali Hringsins hefði að öðrum kosti boðað í mánaðarlegar lyfjagjafir með palivizumab (Synagis) yfir RSV-tímabilið. Börn sem fæddust frá 1. maí 2025 til 30. september 2025 fá nirsevimab á heilsugæslu. Börn fædd 1. október 2025 til u.þ.b. 31. mars 2026 munu fá nirsevimab á fæðingardeild, vökudeild, við 5 daga skoðun eða á heilsugæslu samkvæmt skipulagi þeirrar stofnunar þar sem þau fæðast eða fá heilbrigðisþjónustu fyrstu vikurnar.“ Áhrif ónæmisaðgerðanna verða metin að loknum tveimur RSV-tímabilum. RSV-veiran, einnig kölluð RS-veira, gengur í faröldrum yfir vetrartímann og veldur sýkingum hjá öllu fólki en er líklegust til að valda innlögnum hjá börnum undir sex mánaða og eldra fólki með hjarta- og lungnasjúkdóma. Veiran getur valdið alvarlegum veikindum með miklum hósta og öndunarerfiðleikum og þá er nokkuð algengt er að börnin fái aðrar sýkingar ofan í RSV-sýkingar og þá er algengt að gefa þurfi sýklalyf. Börnum með alvarleg undirliggjandi heilsufarsvandamál hefur hingað til verið gefið annað mótefni, palivizumab, en það er dýrt og erfitt í notkun, þar sem gefa þarf endurtekna skammta á sjúkrahúsi.
Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira