Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar 13. nóvember 2025 08:03 Meira en 400 milljónir manna um heim allan hafa í dag möguleika á að óska eftir dánaraðstoð. Ein mikilvægasta röksemdin fyrir slíku úrræði er að fólk hafi valkost og frelsi til að ákveða eigið andlát þegar lífið verður óbærilegt. Frelsi og sjálfræði Dánaraðstoð snýst ekki um að „ýta“ fólki að endalokunum heldur að gefa einstaklingum sem uppfylla ströng skilyrði möguleika á að taka ákvörðun um sína hinstu stund. Hún byggir á mannréttindum, sjálfsákvörðunarrétti og virðingu fyrir einstaklingnum. Í heilbrigðisþjónustu er sjálfsákvörðunarréttur fólks mikilvægur hornsteinn: engin meðferð má fara fram nema með upplýstu samþykki. Ef við viðurkennum rétt fólks til að hafna læknismeðferð eða velja áhættusamar aðgerðir, ættum við líka að virða rétt þess til að ákveða hvernig og á hvaða forsendum lífi þess lýkur þegar þjáningarnar verða óbærilegar. Rétturinn til að lifa og deyja með reisn Reisn felst í því að líta á manneskjuna sem heild: ekki aðeins líkama sem þarf að halda á lífi, heldur einstakling með sjálfsmynd, persónuleika og gildi. Margir upplifa að lífið missi tilgang þegar þeir verða algjörlega háðir öðrum, missa stjórn á líkama sínum,hæfileikanum til að tala, hreyfa sig eða tjá sig eða þeir þjást stöðugt án lífsbætandi úrræða. Þegar rætt er um réttinn til að deyja með reisn er ekki verið að gera lítið úr líknarmeðferð eða þeim úrræðum sem þegar eru til. Þvert á móti getur dánaraðstoð verið viðbót þegar líknin nær ekki tilgangi sínum. Það að að leyfa einstaklingnum sjálfum að ákveða hvenær og hvernig lífið endar getur verið besta leiðin til að sýna honum virðingu. Rétturinn til að lifa með reisn hlýtur því einnig að fela í sér réttinn til að deyja með reisn. Valkostur sem veitir hugarró Reynslan frá Hollandi, Belgíu og Kanada sýnir að margir sem fá samþykki fyrir dánaraðstoð nýta sér hana aldrei. Það sem veitir þeim öryggi og hugarró er vitneskjan um að möguleikinn sé til staðar. Hún dregur úr ótta við að festast í óbærilegum þjáningum og minnkar kvíða hjá bæði sjúklingum og fjölskyldum þeirra. Þannig gerir samþykki fyrir dánaraðstoð fólki kleift að lifa síðustu stundir með meiri ró. Alþjóðleg reynsla Ef dánaraðstoð yrði lögleidd á Íslandi væri ekki verið að feta ótroðnar slóðir. Fjöldi ríkja hefur þegar þróað lög og eftirlit sem tryggja gagnsæi og vernd. Samfélög hrynja ekki við lögleiðingu dánaraðstoðar; þvert á móti eykst traust á heilbrigðiskerfinu. Rannsóknir benda einnig til að líknarmeðferð sé sterkust þar sem dánaraðstoð er í boði. Þannig hafa þessi úrræði ekki grafið undan hvort öðru heldur geta unnið saman sem heild. Fordómar og misskilningur Áhyggjur vegna breytinga sem lögleiðing dánaraðstoð hefur í för með sér eru eðlilegar en reynsla annarra þjóða sýnir að þeim er hægt að mæta: „Verðum komin á hálan ís“: Því er oft haldið fram að dánaraðstoð verði leyfð í ákveðnum, afmörkuðum tilvikum muni hún smám saman ná til fleiri hópa, þess sem kallað hefur verið „slippery slope“. Rannsóknir og opinberar skýrslur frá löndum sem hafa lögfest dánaraðstoð sýna hins vegar að breytingar á viðmiðum hafa aðeins átt sér stað eftir lýðræðislega umræðu og undir virku eftirliti. Lögin þróast í takt við breyttar hugmyndir samfélagsins. „Dánaraðstoð grefur undan líknarmeðferð“: Sumir óttast að með því að veita dánaraðstoð minnki áherslan á að þróa og fjármagna líknarmeðferð. Reynsla landa eins og Hollands og Belgíu sýnir hið gagnstæða: dánaraðstoð og líknarmeðferð styrkja hvor aðra. „Viðkvæmir hópar eru í hættu“: Algengur ótti er að dánaraðstoð geti verið misnotuð og orðið til þess að þrýst verði á viðkvæma einstaklinga, til dæmis aldraða og fatlaða, til að nýta sér úrræðið. Afar fá dæmi eru fyrir því að einstaklingar í viðkvæmri stöðu hafi verið beittur þrýstingi eða þvingun. Það er einmitt ástæðan fyrir því að lögin eru byggð á ströngum skilyrðum og skýru eftirliti. Samfélagsleg ábyrgð Hvernig samfélag viljum við vera? Samfélag sem heldur fast í lífið hvað sem það kostar, jafnvel þegar það hefur breyst í endalausar þjáningar og ósjálfstæði, eða samfélag sem treystir einstaklingum til að ákveða hvenær nóg sé komið? Virðing fyrir lífinu hlýtur einnig að fela í sér virðingu fyrir því að fá að ljúka því með reisn. Dánaraðstoð er ekki skylda heldur val, ekki ógn heldur öryggisnet. Hún snýst ekki aðeins um dauðann heldur um að gera lífið bærilegra í lokin. Að við getum lifað síðustu daga okkar, vikur eða mánuði með þeirri vitneskju að við höfum stjórn og frelsi til að velja. Getum við í alvöru kallað okkur mannúðarsamfélag ef við neitum fólki um þann valkost að deyja á eigin forsendum? Höfundur er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Sjá meira
Meira en 400 milljónir manna um heim allan hafa í dag möguleika á að óska eftir dánaraðstoð. Ein mikilvægasta röksemdin fyrir slíku úrræði er að fólk hafi valkost og frelsi til að ákveða eigið andlát þegar lífið verður óbærilegt. Frelsi og sjálfræði Dánaraðstoð snýst ekki um að „ýta“ fólki að endalokunum heldur að gefa einstaklingum sem uppfylla ströng skilyrði möguleika á að taka ákvörðun um sína hinstu stund. Hún byggir á mannréttindum, sjálfsákvörðunarrétti og virðingu fyrir einstaklingnum. Í heilbrigðisþjónustu er sjálfsákvörðunarréttur fólks mikilvægur hornsteinn: engin meðferð má fara fram nema með upplýstu samþykki. Ef við viðurkennum rétt fólks til að hafna læknismeðferð eða velja áhættusamar aðgerðir, ættum við líka að virða rétt þess til að ákveða hvernig og á hvaða forsendum lífi þess lýkur þegar þjáningarnar verða óbærilegar. Rétturinn til að lifa og deyja með reisn Reisn felst í því að líta á manneskjuna sem heild: ekki aðeins líkama sem þarf að halda á lífi, heldur einstakling með sjálfsmynd, persónuleika og gildi. Margir upplifa að lífið missi tilgang þegar þeir verða algjörlega háðir öðrum, missa stjórn á líkama sínum,hæfileikanum til að tala, hreyfa sig eða tjá sig eða þeir þjást stöðugt án lífsbætandi úrræða. Þegar rætt er um réttinn til að deyja með reisn er ekki verið að gera lítið úr líknarmeðferð eða þeim úrræðum sem þegar eru til. Þvert á móti getur dánaraðstoð verið viðbót þegar líknin nær ekki tilgangi sínum. Það að að leyfa einstaklingnum sjálfum að ákveða hvenær og hvernig lífið endar getur verið besta leiðin til að sýna honum virðingu. Rétturinn til að lifa með reisn hlýtur því einnig að fela í sér réttinn til að deyja með reisn. Valkostur sem veitir hugarró Reynslan frá Hollandi, Belgíu og Kanada sýnir að margir sem fá samþykki fyrir dánaraðstoð nýta sér hana aldrei. Það sem veitir þeim öryggi og hugarró er vitneskjan um að möguleikinn sé til staðar. Hún dregur úr ótta við að festast í óbærilegum þjáningum og minnkar kvíða hjá bæði sjúklingum og fjölskyldum þeirra. Þannig gerir samþykki fyrir dánaraðstoð fólki kleift að lifa síðustu stundir með meiri ró. Alþjóðleg reynsla Ef dánaraðstoð yrði lögleidd á Íslandi væri ekki verið að feta ótroðnar slóðir. Fjöldi ríkja hefur þegar þróað lög og eftirlit sem tryggja gagnsæi og vernd. Samfélög hrynja ekki við lögleiðingu dánaraðstoðar; þvert á móti eykst traust á heilbrigðiskerfinu. Rannsóknir benda einnig til að líknarmeðferð sé sterkust þar sem dánaraðstoð er í boði. Þannig hafa þessi úrræði ekki grafið undan hvort öðru heldur geta unnið saman sem heild. Fordómar og misskilningur Áhyggjur vegna breytinga sem lögleiðing dánaraðstoð hefur í för með sér eru eðlilegar en reynsla annarra þjóða sýnir að þeim er hægt að mæta: „Verðum komin á hálan ís“: Því er oft haldið fram að dánaraðstoð verði leyfð í ákveðnum, afmörkuðum tilvikum muni hún smám saman ná til fleiri hópa, þess sem kallað hefur verið „slippery slope“. Rannsóknir og opinberar skýrslur frá löndum sem hafa lögfest dánaraðstoð sýna hins vegar að breytingar á viðmiðum hafa aðeins átt sér stað eftir lýðræðislega umræðu og undir virku eftirliti. Lögin þróast í takt við breyttar hugmyndir samfélagsins. „Dánaraðstoð grefur undan líknarmeðferð“: Sumir óttast að með því að veita dánaraðstoð minnki áherslan á að þróa og fjármagna líknarmeðferð. Reynsla landa eins og Hollands og Belgíu sýnir hið gagnstæða: dánaraðstoð og líknarmeðferð styrkja hvor aðra. „Viðkvæmir hópar eru í hættu“: Algengur ótti er að dánaraðstoð geti verið misnotuð og orðið til þess að þrýst verði á viðkvæma einstaklinga, til dæmis aldraða og fatlaða, til að nýta sér úrræðið. Afar fá dæmi eru fyrir því að einstaklingar í viðkvæmri stöðu hafi verið beittur þrýstingi eða þvingun. Það er einmitt ástæðan fyrir því að lögin eru byggð á ströngum skilyrðum og skýru eftirliti. Samfélagsleg ábyrgð Hvernig samfélag viljum við vera? Samfélag sem heldur fast í lífið hvað sem það kostar, jafnvel þegar það hefur breyst í endalausar þjáningar og ósjálfstæði, eða samfélag sem treystir einstaklingum til að ákveða hvenær nóg sé komið? Virðing fyrir lífinu hlýtur einnig að fela í sér virðingu fyrir því að fá að ljúka því með reisn. Dánaraðstoð er ekki skylda heldur val, ekki ógn heldur öryggisnet. Hún snýst ekki aðeins um dauðann heldur um að gera lífið bærilegra í lokin. Að við getum lifað síðustu daga okkar, vikur eða mánuði með þeirri vitneskju að við höfum stjórn og frelsi til að velja. Getum við í alvöru kallað okkur mannúðarsamfélag ef við neitum fólki um þann valkost að deyja á eigin forsendum? Höfundur er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun