Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 11:01 Það vantar ekki bílstæðin í kringum stóra leikvanga í Bandaríkjunum og gott dæmi um það er MetLife-leikvangurinn í New Jersey. Getty/Al Bello Það verður lítið eftir í buddunni hjá fótboltaáhugafólki sem ætlar að mæta á leiki á komandi heimsmeistaramóti í fótbolta. HM karla í fótbolta fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar og Ísland á enn möguleika á því að vera meðal þátttökuþjóðanna 48. Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) græðir ekki aðeins á miðasölu á heimsmeistaramótinu á næsta ári því bílastæðagjöld munu einnig skila miklum tekjum. The Athletic segir frá því að staðfest sé að bílastæði nálægt sumum HM-leikvöngunum muni kosta á bilinu 75 til 175 Bandaríkjadali á dag. Verðið hækkar eftir því sem nær dregur lokum mótsins. 75 dalir eru 9500 íslenskar krónur en 175 dalir eru meira en tuttugu og tvö þúsund íslenskar krónur. Þetta bætist við rándýra miða á leikina og þá munu veitingarnar auðvitað kosta sitt. The Athletic segir enn fremur að bílastæði og almenningssamgöngur hafi verið mikil áskorun fyrir HM-borgirnar. Margar af ellefu borgum í Bandaríkjunum sem hýsa HM-leiki skorti þá innviði sem evrópskir fótboltaaðdáendur eru vanir. Auk þess er mikil hefð fyrir því í Bandaríkjunum að keyra sjálfur á leikvanga. Allir leikvangarnir í Bandaríkjunum sem notaðir verða á HM eru NFL-leikvangar umkringdir stórum bílastæðum. En þessi bílastæði kosta líka í NFL-deildinni. Stutt leit sýnir að bílastæði langt frá Texas-leikvanginum fyrir leik Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles innan skamms kostar að minnsta kosti 108 dollara. Bandaríkjamenn þekkja því vel þessa pínu að þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði. View this post on Instagram A post shared by The Athletic (@theathletichq) HM 2026 í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira
HM karla í fótbolta fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar og Ísland á enn möguleika á því að vera meðal þátttökuþjóðanna 48. Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) græðir ekki aðeins á miðasölu á heimsmeistaramótinu á næsta ári því bílastæðagjöld munu einnig skila miklum tekjum. The Athletic segir frá því að staðfest sé að bílastæði nálægt sumum HM-leikvöngunum muni kosta á bilinu 75 til 175 Bandaríkjadali á dag. Verðið hækkar eftir því sem nær dregur lokum mótsins. 75 dalir eru 9500 íslenskar krónur en 175 dalir eru meira en tuttugu og tvö þúsund íslenskar krónur. Þetta bætist við rándýra miða á leikina og þá munu veitingarnar auðvitað kosta sitt. The Athletic segir enn fremur að bílastæði og almenningssamgöngur hafi verið mikil áskorun fyrir HM-borgirnar. Margar af ellefu borgum í Bandaríkjunum sem hýsa HM-leiki skorti þá innviði sem evrópskir fótboltaaðdáendur eru vanir. Auk þess er mikil hefð fyrir því í Bandaríkjunum að keyra sjálfur á leikvanga. Allir leikvangarnir í Bandaríkjunum sem notaðir verða á HM eru NFL-leikvangar umkringdir stórum bílastæðum. En þessi bílastæði kosta líka í NFL-deildinni. Stutt leit sýnir að bílastæði langt frá Texas-leikvanginum fyrir leik Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles innan skamms kostar að minnsta kosti 108 dollara. Bandaríkjamenn þekkja því vel þessa pínu að þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði. View this post on Instagram A post shared by The Athletic (@theathletichq)
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira