Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. nóvember 2025 12:34 Árásin átti sér stað á gistiheimili í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Karlmaður að nafni Norbert Walicki hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps með því að skera mann á háls með eldhúshnífi. Árásin átti sér stað á gistiheimili í Kópavogi í júní 2023. Manninum er gefið að sök að hafa fyrirvaralaust lagt að öðrum manni í reykherbergi gistiheimilisins með ofbeldi með því að leggja að honum með eldhúshníf sem var með 18,5 sentímetra löngu blaði. Hlaut sá sem fyrir árásinni varð skurð á hálsi sem sauma þurfti saman. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. október en var birtur í gær. Bar fyrir sig neyðarvörn Hann neitaði sök í málinu og bar fyrir sig að um neyðarvörn hafi verið að ræða og að ekki hafi verið ásetningur til brots. Hann hafi ekki ætlað að skera manninn á háls. Lýsti hann því fyrir dómi að hann hefði verið sleginn af manninum sem hafi verið á gistiheimilinu ásamt öðrum manni. Þá hafi hann sótt hnífana til að vera öruggari og til þess að hræða mennina. Hann hafi svo sveiflað hnífnum í átt að mönnunum en sagðist telja að það hafi verið vegna þess að annar mannanna hafi tekið í hönd hans. Er tekið fram í dómnum að ekki hafi verið samræmi á milli framburðar mannsins fyrir dómi og í skýrslutökum lögreglu. Þar hafi hann sagt sjö menn hafa verið með hávaða og að maðurinn sem fyrir árásinni varð hafi tvisvar slegið hann í andlitið. Einhverjir þessara manna hefðu reynt að ná af honum öðrum hnífnum og þá hafi hnífurinn sennilega farið í háls mannsins. Vitnin trúverðug Mennirnir tveir lýstu því fyrir dómi og fyrir lögreglu að maðurinn hafi komið með tvo hnífa inn í reykherbergi gistiheimilisins. Hann hafi misst annan í gólfið og fyrirvaralaust brugðið hnífi að hálsi annars þeirra og skorið hann á háls. Eftir það hafi hann verið yfirbugaður og læstur inni í reykherberginu. Lýstu vitnin því að atlagan hafi verið skyndileg og án fyrirvara. Dómurinn metur framburð vitnanna trúverðugan og telur sannað að maðurinn hafi veist að þeim með þeim hætti sem þeir lýsa. Hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi haft ásetning til að skera hinn á háls. Ástand hans hafi að einvherju leyti mátt skýra með tilliti til áfengisáhrifa, sem leysi hann ekki undan refsiábyrgð. Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni, fræðsla og afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Manninum er gefið að sök að hafa fyrirvaralaust lagt að öðrum manni í reykherbergi gistiheimilisins með ofbeldi með því að leggja að honum með eldhúshníf sem var með 18,5 sentímetra löngu blaði. Hlaut sá sem fyrir árásinni varð skurð á hálsi sem sauma þurfti saman. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. október en var birtur í gær. Bar fyrir sig neyðarvörn Hann neitaði sök í málinu og bar fyrir sig að um neyðarvörn hafi verið að ræða og að ekki hafi verið ásetningur til brots. Hann hafi ekki ætlað að skera manninn á háls. Lýsti hann því fyrir dómi að hann hefði verið sleginn af manninum sem hafi verið á gistiheimilinu ásamt öðrum manni. Þá hafi hann sótt hnífana til að vera öruggari og til þess að hræða mennina. Hann hafi svo sveiflað hnífnum í átt að mönnunum en sagðist telja að það hafi verið vegna þess að annar mannanna hafi tekið í hönd hans. Er tekið fram í dómnum að ekki hafi verið samræmi á milli framburðar mannsins fyrir dómi og í skýrslutökum lögreglu. Þar hafi hann sagt sjö menn hafa verið með hávaða og að maðurinn sem fyrir árásinni varð hafi tvisvar slegið hann í andlitið. Einhverjir þessara manna hefðu reynt að ná af honum öðrum hnífnum og þá hafi hnífurinn sennilega farið í háls mannsins. Vitnin trúverðug Mennirnir tveir lýstu því fyrir dómi og fyrir lögreglu að maðurinn hafi komið með tvo hnífa inn í reykherbergi gistiheimilisins. Hann hafi misst annan í gólfið og fyrirvaralaust brugðið hnífi að hálsi annars þeirra og skorið hann á háls. Eftir það hafi hann verið yfirbugaður og læstur inni í reykherberginu. Lýstu vitnin því að atlagan hafi verið skyndileg og án fyrirvara. Dómurinn metur framburð vitnanna trúverðugan og telur sannað að maðurinn hafi veist að þeim með þeim hætti sem þeir lýsa. Hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi haft ásetning til að skera hinn á háls. Ástand hans hafi að einvherju leyti mátt skýra með tilliti til áfengisáhrifa, sem leysi hann ekki undan refsiábyrgð.
Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni, fræðsla og afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira