Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2025 21:01 Catherine De Bolle er framkvæmdastjóri Europol. Mynd/Lilja Jóns Ofbeldi og aðrir glæpir eru seldir sem þjónustuvara gegn greiðslu á Íslandi og einkar alvarlegt er þegar skipulagðir glæpahópar nýta börn og ungmenni í þeim tilgangi. Þetta segir framkvæmdastjóri Europol sem telur málin undirstrika mikilvægi lögreglusamstarfs þvert á landamæri. Þrír ungir karlar sæta ákæru grunaðir um aðild að máli þar sem kveikt var í bíl íslenskrar lögreglukonu í ágúst 2023. Dóms er að vænta í málinu en það er einkum athyglisvert fyrir þær sakir að talið er að þarna sé um að ræða mál þar sem glæpur var framinn samkvæmt pöntun gegn vilyrði um greiðslu. Markmiðið með slíkri aðferðafræði er að hylja slóðina að þeim sem upprunalega pantaði þjónustuna, það er glæpinn. Þótt mál sem þessi séu algengari í nágrannalöndum en á Íslandi, þá þekkist aðferðafræðin hér. Glæpir sem virða engin landamæri Mál af slíkum toga eru gott dæmi um mikilvægi lögreglusamstarfs þvert á landamæri að sögn framkvæmdastjóra Europol, og ekki síður í ljósi breytts öryggisumhverfis í Evrópu, þar sem mörkin á milli skipulagðrar brotastarfsemi, hryðjuverkastarfsemi og fjölþáttaógna verða æ óskýrari. „Á Íslandi sjáum við að alvarlegum, skipulögðum glæpum fjölgar. Það er gefið að ekkert ríki getur lengur barist eitt gegn alvarlegum, skipulögðum glæpum, hryðjuverkum og netglæpum,“ segir Catherine De Bolle, framkvæmdastjóri Europol. Hún er stödd hér á landi í tengslum við Heimsþing kvenleiðtoga og hefur meðal annars átt fund með dómsmálaráðherra og tók þátt í pallborði með ráðherra og fráfarandi ríkislögreglustjóra í dag. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Cathrine De Bolle og Sigríður Björk Guðjónsdóttir tóku þátt í pallborðsumræðum um samstarf Íslands og Europol og alþjóðlegar áskoranir löggæslu í dag.Dómsmálaráðuneytið Hún segir að árangur lögreglusamstarfs með Íslandi hafi meðal annars sýnt sig í aðgerðum gegn skipulögðum glæpahópum sem meðal annars notfæra sér börn og ungmenni til að fremja glæpi. „Þeir misnota stafrænt umhverfi eins og samfélagsmiðla og tölvuleiki til að ná til barna og reyna að fá þau til að fremja pyndingar og manndráp,“ nefnir De Bolle sem dæmi. „Þetta er vandamál á Íslandi og einnig í Evrópusambandinu.“ De Bolle er stödd á Íslandi í sinni fyrstu heimsókn hingað til lands.Dómsmálaráðuneytið Ísland er meðal landa sem taka þátt í samstarfsverkefni Europol sem hefur það meðal annars að markmiði að deila þekkingu og þróa rannsóknaraðferðir til að uppræta slíka starfsemi. „Það kallast OFT Grimm. Við vinnum með Íslandi og margar handtökur hafa þegar átt sér stað. En þetta er ennþá vandamál,“ segir De Bolle. Hvattur til að drepa sex ára systur sína Það getur verið eðlismunur á þeim glæpum sem beinast geng börnum. Að ráða börn og ungmenni í „vinnu“ til að fremja glæpi er eitt, en nýlegt dæmi um íslenska stúlku, sem lenti í klóm svonefnds 764 hóps og vakti óhug á dögunum, er aðeins annars eðlis. De Bolle rifjar upp annað dæmi þar sem glæpamenn notfæra sér viðkvæma stöðu barns og vinna sér inn traust í gegnum samfélagsmiðla til að sannfæra barnið um að fremja ódæði. Sjá einnig: Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfskaða og ofbeldis „Versta tilfellið, það er ekki íslenskt mál, var fjórtán ára drengur sem átti að drepa sex ára gamla systur sína. Markmiðið er að riðla stöðu fjölskyldunnar í löndunum. Við getum líka séð þetta sem fjölþáttaógn við friðsamleg samfélög okkar,“ segir De Bolle. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Þrír ungir karlar sæta ákæru grunaðir um aðild að máli þar sem kveikt var í bíl íslenskrar lögreglukonu í ágúst 2023. Dóms er að vænta í málinu en það er einkum athyglisvert fyrir þær sakir að talið er að þarna sé um að ræða mál þar sem glæpur var framinn samkvæmt pöntun gegn vilyrði um greiðslu. Markmiðið með slíkri aðferðafræði er að hylja slóðina að þeim sem upprunalega pantaði þjónustuna, það er glæpinn. Þótt mál sem þessi séu algengari í nágrannalöndum en á Íslandi, þá þekkist aðferðafræðin hér. Glæpir sem virða engin landamæri Mál af slíkum toga eru gott dæmi um mikilvægi lögreglusamstarfs þvert á landamæri að sögn framkvæmdastjóra Europol, og ekki síður í ljósi breytts öryggisumhverfis í Evrópu, þar sem mörkin á milli skipulagðrar brotastarfsemi, hryðjuverkastarfsemi og fjölþáttaógna verða æ óskýrari. „Á Íslandi sjáum við að alvarlegum, skipulögðum glæpum fjölgar. Það er gefið að ekkert ríki getur lengur barist eitt gegn alvarlegum, skipulögðum glæpum, hryðjuverkum og netglæpum,“ segir Catherine De Bolle, framkvæmdastjóri Europol. Hún er stödd hér á landi í tengslum við Heimsþing kvenleiðtoga og hefur meðal annars átt fund með dómsmálaráðherra og tók þátt í pallborði með ráðherra og fráfarandi ríkislögreglustjóra í dag. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Cathrine De Bolle og Sigríður Björk Guðjónsdóttir tóku þátt í pallborðsumræðum um samstarf Íslands og Europol og alþjóðlegar áskoranir löggæslu í dag.Dómsmálaráðuneytið Hún segir að árangur lögreglusamstarfs með Íslandi hafi meðal annars sýnt sig í aðgerðum gegn skipulögðum glæpahópum sem meðal annars notfæra sér börn og ungmenni til að fremja glæpi. „Þeir misnota stafrænt umhverfi eins og samfélagsmiðla og tölvuleiki til að ná til barna og reyna að fá þau til að fremja pyndingar og manndráp,“ nefnir De Bolle sem dæmi. „Þetta er vandamál á Íslandi og einnig í Evrópusambandinu.“ De Bolle er stödd á Íslandi í sinni fyrstu heimsókn hingað til lands.Dómsmálaráðuneytið Ísland er meðal landa sem taka þátt í samstarfsverkefni Europol sem hefur það meðal annars að markmiði að deila þekkingu og þróa rannsóknaraðferðir til að uppræta slíka starfsemi. „Það kallast OFT Grimm. Við vinnum með Íslandi og margar handtökur hafa þegar átt sér stað. En þetta er ennþá vandamál,“ segir De Bolle. Hvattur til að drepa sex ára systur sína Það getur verið eðlismunur á þeim glæpum sem beinast geng börnum. Að ráða börn og ungmenni í „vinnu“ til að fremja glæpi er eitt, en nýlegt dæmi um íslenska stúlku, sem lenti í klóm svonefnds 764 hóps og vakti óhug á dögunum, er aðeins annars eðlis. De Bolle rifjar upp annað dæmi þar sem glæpamenn notfæra sér viðkvæma stöðu barns og vinna sér inn traust í gegnum samfélagsmiðla til að sannfæra barnið um að fremja ódæði. Sjá einnig: Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfskaða og ofbeldis „Versta tilfellið, það er ekki íslenskt mál, var fjórtán ára drengur sem átti að drepa sex ára gamla systur sína. Markmiðið er að riðla stöðu fjölskyldunnar í löndunum. Við getum líka séð þetta sem fjölþáttaógn við friðsamleg samfélög okkar,“ segir De Bolle.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira