Körfubolti

Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Tryggvi Hlinason hefur fagnað góðu gengi í Evrópubikarnum á þessu tímabili. 
Tryggvi Hlinason hefur fagnað góðu gengi í Evrópubikarnum á þessu tímabili.  Vísir / Hulda Margrét

Tryggvi Hlinason og félagar í Bilbao Basket fögnuðu fjórða sigrinum í röð, 115-100 gegn Basket Brno, í Evrópubikarnum í körfubolta.

Landsliðsmiðherjinn Tryggvi spilaði átján mínútur í leiknum, skoraði 9 stig, greip 5 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og varði 2 skot.

Bilbao Basket tapaði fyrsta leiknum í keppninni gegn Peristeri en hefur síðan unnið fjóra leiki í röð.

Tryggvi hefur verið að spila um tuttugu mínútur, skorað 10.8 stig, gripið 7.4 fráköst, gefið 1.8 stoðsendingar og varið 1.8 skot að meðaltali í leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×