Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar 12. nóvember 2025 20:31 Í gær sótti ég aukaársfund Lífsverks lífeyrissjóðs þar sem kynnt var tillaga um sameiningu við Almenna lífeyrissjóðinn. Í aðdraganda málsins hafa báðir sjóðir haldið kynningarfundi fyrir sjóðfélaga og farið yfir forsendur og kosti sameiningar. Eins og oft gerist eru skiptar skoðanir, og á fundum Lífsverks hefur borið á efasemdum. Spurningin er því: Er þessi sameining ákjósanleg? Samsetning sjóðfélaga Almenni lífeyrissjóðurinn er faggreinasjóður lækna, tæknifræðinga, arkitekta og leiðsögumanna, auk þess sem öðrum er heimil aðild. Lífsverk er faggreinasjóður verkfræðinga og opinn öllum háskólamenntuðum. Starfsumhverfi þessara hópa er svipað, sem endurspeglast í lágri örorkutíðni í báðum sjóðum. Sjóðfélagar eru almennt lítið útsettir fyrir slysum og óhöppum, sem þýðir að sjaldnar reynir á tryggingaþættina (örorku-, maka- og barnalífeyri). Stærstur hluti iðgjalda og ávöxtunar fer til greiðslu ellilífeyris. Samkvæmt síðustu tryggingafræðilegu athugun eru skuldbindingar Almenna lífeyrissjóðsins 89,0% vegna ellilífeyris, 4,1% vegna örorkulífeyris og 3,6% vegna makalífeyris. Hjá Lífsverk eru hlutföllin 87,3%, 2,5% og 6,2%. Áætlaður rekstrarkostnaður er 2,9% af skuldbindingum hjá Almenna og 3,8% hjá Lífsverk. Lífeyrisbyrði Lífeyrisbyrði er hlutfall greidds lífeyris miðað við innborguð iðgjöld. Í samtryggingadeildum beggja lífeyrissjóða hefur lífeyrisbyrðin hækkað verulega undanfarin ár – það leiðir af því að stórir árgangar eru að hefja töku lífeyris og sjóðfélagar eldast. Árið 2024 var lífeyrisbyrði Almenna 50,0% samanborið við 33,1% árið 2015. Hjá Lífsverk var hún 50,9% árið 2024 en 23,4% árið 2015. Hlutfallsaukningin er minni hjá Almenna, sem skýrist að hluta af meiri fjölgun sjóðfélaga þar. Frá 2015 til 2024 fjölgaði sjóðfélögum um 7,5% að meðaltali á ári hjá Almenna en um 3,5% að meðaltali á ári hjá Lífsverk. Samþykktir Samþykktir sjóðanna eru líkar, en nokkur blæbrigðamunur er til staðar. Í Almenna greiða sjóðfélagar 8,5% af launum til öflunar réttinda frá 70 ára aldri, en í Lífsverki er hlutfallið 10% frá 67 ára aldri. Munur er einnig á vægi atkvæða: hjá Lífsverki er það jafnt, en hjá Almenna ræðst það af innistæðu í séreign og virði réttinda í samtryggingu. Í samþykktum Lífsverks er ákvæði (gr. 6.2) um jafnvægi framtíðariðgjalda og skuldbindinga, sem tryggir að réttindi séu jafn verðmæt og iðgjöld. Þar má staða ekki víkja meira en frá -1% til +3%, en hjá Almenna er bilið -5% til +5% (gr. 24.1). Ef af sameiningu verður mætti þrengja þetta bil. Réttindaávinnsla Í báðum sjóðum geta sjóðfélagar flýtt eða frestað töku lífeyris á bilinu 60–80 ára, sem hefur áhrif á greiðslur. Miðað við töku lífeyris hjá Lífsverki við 70 ára aldur er réttindaávinnsla um 1,5% hærri en hjá Almenna. Á fundi Almenna kom fram að réttindaávinnsla muni hækka við sameiningu og líklega verður hún á pari við núverandi ávinnslu hjá Lífsverki. Niðurstaða Ársfundir sameinaðs sjóðs munu vart rúmast í kjallaranum í Verkfræðingahúsi – og það verður missir fyrir þá sem til þekkja. Þrátt fyrir smávægilegan mun á samþykktum eru líkindi í samsetningu sjóðfélaga og réttindaávinnslu sterk rök fyrir sameiningu. Með aukinni áhættudreifingu og væntingum um ábata vegna stærðarhagkvæmni er þetta sameining sem virðist mjög ákjósanleg. Atkvæðagreiðslu lýkur fimmtudaginn 13. nóvember kl. 16:00. Ef þú ert sjóðfélagi þá getur þú greitt atkvæði hér hjá Lífsverki og hér hjá Almenna. Höfundur er verkfræðingur með viðurkenningu Seðlabanka Íslands til að sinna tryggingafræðilegum athugunum lífeyrissjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Í gær sótti ég aukaársfund Lífsverks lífeyrissjóðs þar sem kynnt var tillaga um sameiningu við Almenna lífeyrissjóðinn. Í aðdraganda málsins hafa báðir sjóðir haldið kynningarfundi fyrir sjóðfélaga og farið yfir forsendur og kosti sameiningar. Eins og oft gerist eru skiptar skoðanir, og á fundum Lífsverks hefur borið á efasemdum. Spurningin er því: Er þessi sameining ákjósanleg? Samsetning sjóðfélaga Almenni lífeyrissjóðurinn er faggreinasjóður lækna, tæknifræðinga, arkitekta og leiðsögumanna, auk þess sem öðrum er heimil aðild. Lífsverk er faggreinasjóður verkfræðinga og opinn öllum háskólamenntuðum. Starfsumhverfi þessara hópa er svipað, sem endurspeglast í lágri örorkutíðni í báðum sjóðum. Sjóðfélagar eru almennt lítið útsettir fyrir slysum og óhöppum, sem þýðir að sjaldnar reynir á tryggingaþættina (örorku-, maka- og barnalífeyri). Stærstur hluti iðgjalda og ávöxtunar fer til greiðslu ellilífeyris. Samkvæmt síðustu tryggingafræðilegu athugun eru skuldbindingar Almenna lífeyrissjóðsins 89,0% vegna ellilífeyris, 4,1% vegna örorkulífeyris og 3,6% vegna makalífeyris. Hjá Lífsverk eru hlutföllin 87,3%, 2,5% og 6,2%. Áætlaður rekstrarkostnaður er 2,9% af skuldbindingum hjá Almenna og 3,8% hjá Lífsverk. Lífeyrisbyrði Lífeyrisbyrði er hlutfall greidds lífeyris miðað við innborguð iðgjöld. Í samtryggingadeildum beggja lífeyrissjóða hefur lífeyrisbyrðin hækkað verulega undanfarin ár – það leiðir af því að stórir árgangar eru að hefja töku lífeyris og sjóðfélagar eldast. Árið 2024 var lífeyrisbyrði Almenna 50,0% samanborið við 33,1% árið 2015. Hjá Lífsverk var hún 50,9% árið 2024 en 23,4% árið 2015. Hlutfallsaukningin er minni hjá Almenna, sem skýrist að hluta af meiri fjölgun sjóðfélaga þar. Frá 2015 til 2024 fjölgaði sjóðfélögum um 7,5% að meðaltali á ári hjá Almenna en um 3,5% að meðaltali á ári hjá Lífsverk. Samþykktir Samþykktir sjóðanna eru líkar, en nokkur blæbrigðamunur er til staðar. Í Almenna greiða sjóðfélagar 8,5% af launum til öflunar réttinda frá 70 ára aldri, en í Lífsverki er hlutfallið 10% frá 67 ára aldri. Munur er einnig á vægi atkvæða: hjá Lífsverki er það jafnt, en hjá Almenna ræðst það af innistæðu í séreign og virði réttinda í samtryggingu. Í samþykktum Lífsverks er ákvæði (gr. 6.2) um jafnvægi framtíðariðgjalda og skuldbindinga, sem tryggir að réttindi séu jafn verðmæt og iðgjöld. Þar má staða ekki víkja meira en frá -1% til +3%, en hjá Almenna er bilið -5% til +5% (gr. 24.1). Ef af sameiningu verður mætti þrengja þetta bil. Réttindaávinnsla Í báðum sjóðum geta sjóðfélagar flýtt eða frestað töku lífeyris á bilinu 60–80 ára, sem hefur áhrif á greiðslur. Miðað við töku lífeyris hjá Lífsverki við 70 ára aldur er réttindaávinnsla um 1,5% hærri en hjá Almenna. Á fundi Almenna kom fram að réttindaávinnsla muni hækka við sameiningu og líklega verður hún á pari við núverandi ávinnslu hjá Lífsverki. Niðurstaða Ársfundir sameinaðs sjóðs munu vart rúmast í kjallaranum í Verkfræðingahúsi – og það verður missir fyrir þá sem til þekkja. Þrátt fyrir smávægilegan mun á samþykktum eru líkindi í samsetningu sjóðfélaga og réttindaávinnslu sterk rök fyrir sameiningu. Með aukinni áhættudreifingu og væntingum um ábata vegna stærðarhagkvæmni er þetta sameining sem virðist mjög ákjósanleg. Atkvæðagreiðslu lýkur fimmtudaginn 13. nóvember kl. 16:00. Ef þú ert sjóðfélagi þá getur þú greitt atkvæði hér hjá Lífsverki og hér hjá Almenna. Höfundur er verkfræðingur með viðurkenningu Seðlabanka Íslands til að sinna tryggingafræðilegum athugunum lífeyrissjóða.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar