„Við eigum ennþá möguleika“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2025 20:47 Nik Chamberlain hefur fulla trú á liðinu fyrir næstu viðureign. Breiðablik tapaði 0-1 gegn Fortuna Hjörring í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins í kvöld. Einu marki munar og á Breiðablik ennþá góðan möguleika að komast áfram. „Mér fannst þetta vera 50/50 leikur og hann réðist af augnablikum. Besti leikmaður þeirra steig upp þegar þess þurfti. Okkar leikmenn virtust ekki alveg vera með í dag af einhverjum ástæðum, kannski vegna þess að við höfum ekki spilað í einhvern tíma. Við fengum samt okkar tækifæri og spiluðum fínan fótbolta á köflum,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 0-1 tap liðsins í kvöld. Gestirnir gerðu afskaplega vel varnarlega og sáu til þess að Breiðablik átti erfitt með að komast í góð færi. „Við vorum svolítið að flýta okkur, en við náðum að laga það aðeins í seinni hálfleik. Liðið hefur ekki spilað í einhvern tíma og þá vantar aðeins upp á það. Við hefðum getað nýtt svæðin betur. Þær sátust neðar á völlinn eftir að þær skoruðu og vörðust, sem þær eru góðar í.“ Liðin mætast aftur eftir viku í Danmörku. Leikið verður á grasvelli sem er víst ekki upp á marga fiska. „Ég held að völlurinn úti sé ekki góður, miðað við það sem ég hef heyrt. Ég held að þessi völlur verði þungur og við munum þurfa að aðlagast honum. Leikurinn úti verður líka 50/50 leikur og við verðum að passa okkur að halda haus og muna að við eigum ennþá möguleika. Þetta er bara eitt mark, við förum þangað og gefum allt í þetta.“ Breiðablik Evrópubikar kvenna í fótbolta Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sjá meira
„Mér fannst þetta vera 50/50 leikur og hann réðist af augnablikum. Besti leikmaður þeirra steig upp þegar þess þurfti. Okkar leikmenn virtust ekki alveg vera með í dag af einhverjum ástæðum, kannski vegna þess að við höfum ekki spilað í einhvern tíma. Við fengum samt okkar tækifæri og spiluðum fínan fótbolta á köflum,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 0-1 tap liðsins í kvöld. Gestirnir gerðu afskaplega vel varnarlega og sáu til þess að Breiðablik átti erfitt með að komast í góð færi. „Við vorum svolítið að flýta okkur, en við náðum að laga það aðeins í seinni hálfleik. Liðið hefur ekki spilað í einhvern tíma og þá vantar aðeins upp á það. Við hefðum getað nýtt svæðin betur. Þær sátust neðar á völlinn eftir að þær skoruðu og vörðust, sem þær eru góðar í.“ Liðin mætast aftur eftir viku í Danmörku. Leikið verður á grasvelli sem er víst ekki upp á marga fiska. „Ég held að völlurinn úti sé ekki góður, miðað við það sem ég hef heyrt. Ég held að þessi völlur verði þungur og við munum þurfa að aðlagast honum. Leikurinn úti verður líka 50/50 leikur og við verðum að passa okkur að halda haus og muna að við eigum ennþá möguleika. Þetta er bara eitt mark, við förum þangað og gefum allt í þetta.“
Breiðablik Evrópubikar kvenna í fótbolta Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sjá meira