Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 06:32 Kai Trump á blaðamannafundinum í gær og svo með afa sínum Donald Trump á leið í forsetaþyrluna. Getty/ Brian Spurlock/Kevin Dietsch Augun verða á Kai Trump þrátt fyrir að hún sé að keppa á fyrsta LPGA-golfmótinu á ferlinum. Ástæðan er auðvitað sú að þarna er á ferðinni barnabarn Bandaríkjaforseta. Brennandi ástríða Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, fyrir golfi er vel þekkt og hún virðist líka ganga í erfðir. Aðfaranótt fimmtudags keppir hin átján ára gamla Kai Trump, 18 ára, í fyrsta sinn á LPGA-mótaröðinni á mótinu „The Annika“ þar sem Annika Sörenstam er gestgjafi, og fyrir mótið hélt hún blaðamannafund. Þegar Kai Trump fór í viðtal fyrir mótið þá vildi hún greinilega ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump. Þau tvö hafa spilað heilmikið golf saman og Kai var spurð um það hvernig leikirnir gegn afa hennar, Donald Trump, gangi. Hún hikaði við. „Þið getið velt því fyrir ykkur,“ svarar Kai síðan en sænska ríkisútvarpið segir frá. Og það kom ekki á óvart að spurningin um hvort þeirra væri betra í golfi kom upp, spurning sem hún hafði ekki áhuga á að svara. „Ég get ekki sagt mikið um það,“ svarar Kai. Efasemdir um golfhæfileika Donalds Trumps hefur lengi verið umræðuefni í Bandaríkjunum en enginn veit nákvæmlega hversu góður forsetinn er. Kai Trump er í 461. sæti heimslistans og er langt frá því að tryggja sér fastan keppnisrétt á mótaröðinni. Ástæðan fyrir því að hún tekur þátt í móti vikunnar er vegna boðs frá styrktaraðila. Það er að miklu leyti vegna stórs fylgjendahóps hennar á Instagram, þar sem 2,5 milljónir manna fylgja barnabarni forsetans. „Við tökum þegar eftir því að fylgjendahópur Kai hefur stuðlað að auknum áhuga,“ segir Annika Sörenstam við Aftonbladet. Það verður hægt að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á SÝN Sport 4 og hefst útsendingin i dag klukkan 15.00. Golf Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Brennandi ástríða Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, fyrir golfi er vel þekkt og hún virðist líka ganga í erfðir. Aðfaranótt fimmtudags keppir hin átján ára gamla Kai Trump, 18 ára, í fyrsta sinn á LPGA-mótaröðinni á mótinu „The Annika“ þar sem Annika Sörenstam er gestgjafi, og fyrir mótið hélt hún blaðamannafund. Þegar Kai Trump fór í viðtal fyrir mótið þá vildi hún greinilega ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump. Þau tvö hafa spilað heilmikið golf saman og Kai var spurð um það hvernig leikirnir gegn afa hennar, Donald Trump, gangi. Hún hikaði við. „Þið getið velt því fyrir ykkur,“ svarar Kai síðan en sænska ríkisútvarpið segir frá. Og það kom ekki á óvart að spurningin um hvort þeirra væri betra í golfi kom upp, spurning sem hún hafði ekki áhuga á að svara. „Ég get ekki sagt mikið um það,“ svarar Kai. Efasemdir um golfhæfileika Donalds Trumps hefur lengi verið umræðuefni í Bandaríkjunum en enginn veit nákvæmlega hversu góður forsetinn er. Kai Trump er í 461. sæti heimslistans og er langt frá því að tryggja sér fastan keppnisrétt á mótaröðinni. Ástæðan fyrir því að hún tekur þátt í móti vikunnar er vegna boðs frá styrktaraðila. Það er að miklu leyti vegna stórs fylgjendahóps hennar á Instagram, þar sem 2,5 milljónir manna fylgja barnabarni forsetans. „Við tökum þegar eftir því að fylgjendahópur Kai hefur stuðlað að auknum áhuga,“ segir Annika Sörenstam við Aftonbladet. Það verður hægt að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á SÝN Sport 4 og hefst útsendingin i dag klukkan 15.00.
Golf Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira