Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 13. nóvember 2025 12:02 Ríkisstjórnin hefur kynnt nýjan húsnæðispakka sem ætlað er að bæta stöðu ungs fólks og fyrstu kaupenda. Aðgerða er vissulega þörf, en enn sem komið er er fátt fast í hendi. Margt bendir til þess að pakkinn dugi ekki til að leysa þann kerfislæga vanda sem skapast hefur á íslenskum húsnæðismarkaði. Við í BHM fögnum öllum skrefum sem raunverulega bæta stöðu ungs fólks. En það verður að segjast eins og er að erfitt er að átta sig á hvort þessar tillögur stjórnvalda geri það. Til þess er of margt óljóst. Húsnæðismarkaðurinn er orðinn óhagkvæmur, flókinn og ósanngjarn gagnvart ungu fólki sem er að hefja starfsferil og fjölskyldulíf að loknu námi. Það er ekki eðlilegt að ungt fólk þurfi annaðhvort að reiða sig á efnaða foreldra eða búa við fjárhagslegan óstöðugleika til að komast inn á markaðinn. Húsnæði sem réttindi Húsnæðisvandinn snýst ekki bara um vaxtastig eða einstaka lánalínur, hann er kerfislægur. Við þurfum að hætta að tala um húsnæði sem fjárfestingu og líta á það sem grundvallarréttindi. Í dag er nánast ómögulegt fyrir fyrstu kaupendur að taka húsnæðislán án þess að stór hluti þess sé verðtryggður. Eftir dóm Hæstaréttar um vexti drógu bankarnir verulega úr framboði slíkra lána. Þótt einhverjar breytingar hafi nú orðið í þeim efnum þá eru kjörin lakari, lánstíminn styttri og skilmálarnir flóknari. Framboð raunhæfra og stöðugra lánakosta hefur minnkað. Þannig stendur ungt fólk áfram í sömu sporum – með of háa greiðslubyrði, ófyrirsjáanlega lánaleið og engar raunverulegar lausnir í sjónmáli. Ef stjórnvöld ætla í alvöru að styðja ungt fólk inn á húsnæðismarkað þurfa þau að horfa á rót vandans; ofurvexti og ótryggt lánaumhverfi sem gerir heimili að veðmálum á verðbólgu. Er þetta virkilega það besta sem við getum boðið ungu fólki á Íslandi árið 2025? Réttlæti á húsnæðismarkaði krefst nýrra leiða Húsnæðisverð hefur hækkað mikið undanfarin ár. Eftirspurn er meiri en framboð, og fjársterkir aðilar hafa keypt íbúðir til útleigu. Á meðan bíður ungt fólk á leigumarkaði – ótryggt, með litla möguleika á að safna fyrir útborgun. Í mörgum Evrópulöndum hefur verið brugðist markvisst við sambærilegri stöðu. Á Spáni og Ítalíu eru hærri fasteignagjöld lögð á aðra og þriðju eign, skattar á leigutekjur hækka eftir fjölda íbúða og jafnvel er lagt álag á auðar eignir. Markmiðið er skýrt: að draga úr spákaupmennsku og losa húsnæði inn á markaðinn fyrir almenning. Á Norðurlöndunum hefur verið byggt upp sterkt félagslegt húsnæðiskerfi með leiguþökum og réttindum leigjenda sem tryggja jafnræði og stöðugleika. Þar er húsnæðismarkaðurinn ekki drifinn áfram af fjármagnshagnaði heldur félagslegri ábyrgð. Ísland þarf að sækja fyrirmyndir þangað, ekki í spákaupmennsku á fasteignamarkaði. Við í BHM viljum sjá íslensk stjórnvöld sýna sama kjark. Við vitum hvað virkar: það er hægt að draga úr spákaupmennsku og bæta aðgengi ungs fólks að húsnæði. Útfærsla stjórnvalda á inntaki húsnæðispakkans skiptir þar öllu máli. Aðgerðirnar þurfa að vera raunhæfar, varanlegar og fjárhagslega haldbærar. Annars sitjum við áfram uppi með kerfi sem viðheldur bæði ójöfnuði og verðbólgu. Það viljum við ekki, því hljómar ákall til stjórnvalda um að við stöndum undir samfélagslegri ábyrgð og tryggjum öllum rétt til öruggs heimilis. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Húsnæðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur kynnt nýjan húsnæðispakka sem ætlað er að bæta stöðu ungs fólks og fyrstu kaupenda. Aðgerða er vissulega þörf, en enn sem komið er er fátt fast í hendi. Margt bendir til þess að pakkinn dugi ekki til að leysa þann kerfislæga vanda sem skapast hefur á íslenskum húsnæðismarkaði. Við í BHM fögnum öllum skrefum sem raunverulega bæta stöðu ungs fólks. En það verður að segjast eins og er að erfitt er að átta sig á hvort þessar tillögur stjórnvalda geri það. Til þess er of margt óljóst. Húsnæðismarkaðurinn er orðinn óhagkvæmur, flókinn og ósanngjarn gagnvart ungu fólki sem er að hefja starfsferil og fjölskyldulíf að loknu námi. Það er ekki eðlilegt að ungt fólk þurfi annaðhvort að reiða sig á efnaða foreldra eða búa við fjárhagslegan óstöðugleika til að komast inn á markaðinn. Húsnæði sem réttindi Húsnæðisvandinn snýst ekki bara um vaxtastig eða einstaka lánalínur, hann er kerfislægur. Við þurfum að hætta að tala um húsnæði sem fjárfestingu og líta á það sem grundvallarréttindi. Í dag er nánast ómögulegt fyrir fyrstu kaupendur að taka húsnæðislán án þess að stór hluti þess sé verðtryggður. Eftir dóm Hæstaréttar um vexti drógu bankarnir verulega úr framboði slíkra lána. Þótt einhverjar breytingar hafi nú orðið í þeim efnum þá eru kjörin lakari, lánstíminn styttri og skilmálarnir flóknari. Framboð raunhæfra og stöðugra lánakosta hefur minnkað. Þannig stendur ungt fólk áfram í sömu sporum – með of háa greiðslubyrði, ófyrirsjáanlega lánaleið og engar raunverulegar lausnir í sjónmáli. Ef stjórnvöld ætla í alvöru að styðja ungt fólk inn á húsnæðismarkað þurfa þau að horfa á rót vandans; ofurvexti og ótryggt lánaumhverfi sem gerir heimili að veðmálum á verðbólgu. Er þetta virkilega það besta sem við getum boðið ungu fólki á Íslandi árið 2025? Réttlæti á húsnæðismarkaði krefst nýrra leiða Húsnæðisverð hefur hækkað mikið undanfarin ár. Eftirspurn er meiri en framboð, og fjársterkir aðilar hafa keypt íbúðir til útleigu. Á meðan bíður ungt fólk á leigumarkaði – ótryggt, með litla möguleika á að safna fyrir útborgun. Í mörgum Evrópulöndum hefur verið brugðist markvisst við sambærilegri stöðu. Á Spáni og Ítalíu eru hærri fasteignagjöld lögð á aðra og þriðju eign, skattar á leigutekjur hækka eftir fjölda íbúða og jafnvel er lagt álag á auðar eignir. Markmiðið er skýrt: að draga úr spákaupmennsku og losa húsnæði inn á markaðinn fyrir almenning. Á Norðurlöndunum hefur verið byggt upp sterkt félagslegt húsnæðiskerfi með leiguþökum og réttindum leigjenda sem tryggja jafnræði og stöðugleika. Þar er húsnæðismarkaðurinn ekki drifinn áfram af fjármagnshagnaði heldur félagslegri ábyrgð. Ísland þarf að sækja fyrirmyndir þangað, ekki í spákaupmennsku á fasteignamarkaði. Við í BHM viljum sjá íslensk stjórnvöld sýna sama kjark. Við vitum hvað virkar: það er hægt að draga úr spákaupmennsku og bæta aðgengi ungs fólks að húsnæði. Útfærsla stjórnvalda á inntaki húsnæðispakkans skiptir þar öllu máli. Aðgerðirnar þurfa að vera raunhæfar, varanlegar og fjárhagslega haldbærar. Annars sitjum við áfram uppi með kerfi sem viðheldur bæði ójöfnuði og verðbólgu. Það viljum við ekki, því hljómar ákall til stjórnvalda um að við stöndum undir samfélagslegri ábyrgð og tryggjum öllum rétt til öruggs heimilis. Höfundur er formaður BHM.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar