Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. nóvember 2025 07:03 Of mikil stjórnsemi foreldra getur leitt til einstaklinga sem þora ekki að taka frumkvæðið, of lítill agi leitt til fólks sem skortir framtíðarsýn á meðan jafnvægi í aga, hlýju og sjálfstæði í uppeldinu, elur af sér einstaklinga sem eru líklegir til að ná langt í starfsframa. Vísir/Getty Þegar við hugsum um leiðtoga hugsum við um forstjóra, framkvæmdastjóra, þjálfara eða stjórnmálafólk. En hvernig væri að líta okkur nær? Og horfa á foreldrahlutverkið okkar sem leiðtoga. Og heimilið sem fyrsta vinnustað barnsins. Þetta er fáránlegt hnussar nú í sumum…. En rýnum í rannsóknir. Því margar rannsóknir sýna hvernig stjórnunarhættir foreldra í uppeldinu hafa bein áhrif á það hvernig börnum gengur í starfsframanum síðar meir. Sem dæmi má nefna niðurstöður bandarískrar rannsóknar frá árinu 2022 (Parenting styles’ effects on college students’ career decision-making self-efficacy), sem sýna að leiðtogastíll foreldris sem einkennist af jafnvægi í aga og hlýju (e. authoritative leadership) elur af sér einstaklinga sem ná lengra í starfsframanum. Þessi börn verða sem eldri einstaklingar sjálfsöruggari, fylgin sér og hafa trú á sinni eigin getu. Sambærilegar niðurstöður má sjá úr rannsókn sem gerð var í Evrópu árið 2023 (Parenting Styles and Career Adaptability in Adolescents). Þar sem segir að börn sem alast upp við jafnvægi í aga, hlýju og sjálfstæði búa yfir meiri aðlögunarhæfni til að takast á við óvissu. Þetta sé mikilvægur eiginleiki því svo miklar breytingar eru fram undan í atvinnulífi um allan heim, að óvissa ríkir. Í rannsókn sem gerð var í Bretlandi árið 2020 (Parenting, leadership, and life success (University of Cambridge) segir að stjórnunarhættir foreldra í uppeldi hafi mælanleg áhrif á velgengni barna í lífi og starfi síðar meir. Atriði sem sérstaklega eru nefnd sem sterkir eiginleikar foreldra í leiðtogahlutverkinu eru atriði eins og sanngirni, valdefling, hvatning og stöðugleiki. Stjórnsemi foreldra getur hins vegar leitt til þess að börn óttast að sýna frumkvæði síðar meir um ævina, sem hefur hamlandi áhrif á þau í starfsframa og velgengni. Börn sem ekki alast upp við hæfilegan aga eða formfestu, geta fullorðnast sem einstaklingar sem skortir stefnu og framtíðarsýn. Að líkja heimilinu við fyrsta vinnustaðinn getur líka verið skemmtilegur vinkill. Því á heimilinu lærist börnum margt í fyrsta sinn. Til dæmis um skipulag, hvernig ábyrgð lítur út eða hvernig hægt er að leysa úr ágreiningi. Hér er fyrst og fremst verið að benda á að leiðtogahlutverkin okkar einskorðast í raun ekki við vinnumarkaðinn. Það hlutverk hefst heima og rétt eins og í vinnunni, getur það skipt sköpum fyrir árangurinn síðar meir, hversu góð við erum í hlutverkinu. Góðu ráðin Börn og uppeldi Starfsframi Tengdar fréttir Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? 12. maí 2021 07:00 „Vera frábær mamma, standa sig vel í vinnunni og helst hafa tíu áhugamál“ 24. mars 2021 07:01 Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
En hvernig væri að líta okkur nær? Og horfa á foreldrahlutverkið okkar sem leiðtoga. Og heimilið sem fyrsta vinnustað barnsins. Þetta er fáránlegt hnussar nú í sumum…. En rýnum í rannsóknir. Því margar rannsóknir sýna hvernig stjórnunarhættir foreldra í uppeldinu hafa bein áhrif á það hvernig börnum gengur í starfsframanum síðar meir. Sem dæmi má nefna niðurstöður bandarískrar rannsóknar frá árinu 2022 (Parenting styles’ effects on college students’ career decision-making self-efficacy), sem sýna að leiðtogastíll foreldris sem einkennist af jafnvægi í aga og hlýju (e. authoritative leadership) elur af sér einstaklinga sem ná lengra í starfsframanum. Þessi börn verða sem eldri einstaklingar sjálfsöruggari, fylgin sér og hafa trú á sinni eigin getu. Sambærilegar niðurstöður má sjá úr rannsókn sem gerð var í Evrópu árið 2023 (Parenting Styles and Career Adaptability in Adolescents). Þar sem segir að börn sem alast upp við jafnvægi í aga, hlýju og sjálfstæði búa yfir meiri aðlögunarhæfni til að takast á við óvissu. Þetta sé mikilvægur eiginleiki því svo miklar breytingar eru fram undan í atvinnulífi um allan heim, að óvissa ríkir. Í rannsókn sem gerð var í Bretlandi árið 2020 (Parenting, leadership, and life success (University of Cambridge) segir að stjórnunarhættir foreldra í uppeldi hafi mælanleg áhrif á velgengni barna í lífi og starfi síðar meir. Atriði sem sérstaklega eru nefnd sem sterkir eiginleikar foreldra í leiðtogahlutverkinu eru atriði eins og sanngirni, valdefling, hvatning og stöðugleiki. Stjórnsemi foreldra getur hins vegar leitt til þess að börn óttast að sýna frumkvæði síðar meir um ævina, sem hefur hamlandi áhrif á þau í starfsframa og velgengni. Börn sem ekki alast upp við hæfilegan aga eða formfestu, geta fullorðnast sem einstaklingar sem skortir stefnu og framtíðarsýn. Að líkja heimilinu við fyrsta vinnustaðinn getur líka verið skemmtilegur vinkill. Því á heimilinu lærist börnum margt í fyrsta sinn. Til dæmis um skipulag, hvernig ábyrgð lítur út eða hvernig hægt er að leysa úr ágreiningi. Hér er fyrst og fremst verið að benda á að leiðtogahlutverkin okkar einskorðast í raun ekki við vinnumarkaðinn. Það hlutverk hefst heima og rétt eins og í vinnunni, getur það skipt sköpum fyrir árangurinn síðar meir, hversu góð við erum í hlutverkinu.
Góðu ráðin Börn og uppeldi Starfsframi Tengdar fréttir Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? 12. maí 2021 07:00 „Vera frábær mamma, standa sig vel í vinnunni og helst hafa tíu áhugamál“ 24. mars 2021 07:01 Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? 12. maí 2021 07:00
Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01