Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Eiður Þór Árnason skrifar 13. nóvember 2025 20:04 Slysið átti sér stað í rennibraut við kastala í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Vísir/vilhelm Kona sem lenti í slysi þegar hún renndi sér niður rennibraut í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík á ekki rétt á skaðabótum frá borginni eða tryggingafélagi hennar. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfestir fyrri dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Konan tókst á loft þegar hún fór niður rennibrautina í desember 2019 og þótti sannað að hún hefði orðið fyrir varanlegu líkamstjóni þegar hún lenti harkalega. Landsréttur taldi ekki sýnt fram á að rennibrautin, eða leiktækið sem hún var hluti af, hefði haft sérstaka hættueiginleika eða að starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hefðu sýnt af sér saknæmt aðgæslu- eða eftirlitsleysi sem hefði verið orsök tjónsins. Því voru Reykjavíkurborg og VÍS, tryggingafélag hennar, sýknuð af skaðabótakröfu líkt og í héraðsdómi árið 2024. Farið of hratt Konan slasaðist þann 28. desember 2019 þegar hún var í garðinum ásamt barnsföður sínum og dóttur. Voru þau að hennar sögn við leik við leikkastala með rennibraut í norðvesturhluta garðsins þegar dóttir hennar vildi prófa þar rennibraut. Fylgdi hún dótturinni upp í leiktækið og ákvað að renna sér niður til að taka á móti dóttur sinni. Rennibrautinni er lýst þannig í stefnu konunnar að efst sé hún brött, síðan aflíðandi, svo brött aftur og svo aftur aflíðandi rétt áður en hún endi. Þá segir að rennibrautin hafi verið mjög blaut þegar slysið varð. Konan hafi því runnið mun hraðar en hún hafi ætlað sér og tekist á loft við miðhluta rennibrautarinnar og skollið harkalega niður þegar hún lenti á neðsta hluta hennar. Konan var flutt á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi eftir slysið.Vísir/Vilhelm Konan hafi í kjölfarið verið flutt á bráðamóttöku þar sem í ljós kom að hún hafði hlotið samfallsbrot á brjóshryggjarbol. Hlaut hún varanlegt líkamstjón vegna slyssins samkvæmt matsgerð bæklunarskurðlæknis. Konan taldi að slysið mætti rekja til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi starfsmanna Reykjavíkurborgar, þar sem merkingar hafi meðal annars verið í ólagi og þeir ekki sýnt af sér þá aðgæslu sem tilhlýðileg hafi verið. Byggði hún meðal annars á því að Reykjavíkurborg ætti að vita að foreldrar fylgi stundum börnum sínum í leiktæki og fullyrði að engin skilti hafi verið á staðnum sem gáfu til kynna að rennibrautin væri einungis ætluð börnum. Bleytan sést illa Konan sagði að rignt hafi nokkru fyrir slysið og rigningardropar, sem sést hafi illa, hafi gert rennibrautina sleipari og hættulegri með tilheyrandi slysahættu. Telur hún að starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafi átt að sjá hættuna fyrir og þurrka rennibrautina eða hreinlega loka tækinu á meðan ekki var unnt að tryggja öryggi notenda. Landsréttur staðfesti fyrri dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október 2024.Vísir/Vilhelm Í dómi héraðsdóms sagði að ekki væri hægt að fallast á að starfsmenn borgarinnar hafi sýnt af sér aðgæsluleysi með því að láta hjá líða að þurrka regnvatn úr rennibrautinni, sem stendur úti allan ársins hring, eða með því að loka ekki rennibrautinni í ljósi aðstæðna. Þá hafi stefnandi mátt vita að á Íslandi sé allra veðra von, ekki hvað síst í desember, og því mikilvægt að fara að öllu með gát. Leiktækið ætlað börnum Einnig kom fram í dómi héraðsdóms að Reykjavíkurborg og VÍS hefðu bent á að á leiktækinu sem rennibrautin væri hluti af hafi verið merkingar sem gáfu til kynna að leiktækið væri ætlað börnum eldri en þriggja ára. „Mátti stefnanda því vera ljóst að leiktækið væri byggt með börn í huga og ætlað fyrir börn en ekki fyrir fullorðna. Er þar af leiðandi ekki hægt að fallast á þá málsástæðu stefnanda að slysið hafi mátt rekja til þess að merkingum hafi verið ábótavant, enda er það ósannað með öllu.“ Dómsmál Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tryggingar Tengdar fréttir Fær ekki krónu eftir slys í Húsdýragarðinum Kona sem lenti í slysi þegar hún renndi sér niður rennibraut í Fjölskyldu og húsdýragarðinum í Reykjavík á ekki rétt á skaðabótum frá borginni og tryggingafélagi hennar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. 30. október 2024 16:24 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira
Konan tókst á loft þegar hún fór niður rennibrautina í desember 2019 og þótti sannað að hún hefði orðið fyrir varanlegu líkamstjóni þegar hún lenti harkalega. Landsréttur taldi ekki sýnt fram á að rennibrautin, eða leiktækið sem hún var hluti af, hefði haft sérstaka hættueiginleika eða að starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hefðu sýnt af sér saknæmt aðgæslu- eða eftirlitsleysi sem hefði verið orsök tjónsins. Því voru Reykjavíkurborg og VÍS, tryggingafélag hennar, sýknuð af skaðabótakröfu líkt og í héraðsdómi árið 2024. Farið of hratt Konan slasaðist þann 28. desember 2019 þegar hún var í garðinum ásamt barnsföður sínum og dóttur. Voru þau að hennar sögn við leik við leikkastala með rennibraut í norðvesturhluta garðsins þegar dóttir hennar vildi prófa þar rennibraut. Fylgdi hún dótturinni upp í leiktækið og ákvað að renna sér niður til að taka á móti dóttur sinni. Rennibrautinni er lýst þannig í stefnu konunnar að efst sé hún brött, síðan aflíðandi, svo brött aftur og svo aftur aflíðandi rétt áður en hún endi. Þá segir að rennibrautin hafi verið mjög blaut þegar slysið varð. Konan hafi því runnið mun hraðar en hún hafi ætlað sér og tekist á loft við miðhluta rennibrautarinnar og skollið harkalega niður þegar hún lenti á neðsta hluta hennar. Konan var flutt á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi eftir slysið.Vísir/Vilhelm Konan hafi í kjölfarið verið flutt á bráðamóttöku þar sem í ljós kom að hún hafði hlotið samfallsbrot á brjóshryggjarbol. Hlaut hún varanlegt líkamstjón vegna slyssins samkvæmt matsgerð bæklunarskurðlæknis. Konan taldi að slysið mætti rekja til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi starfsmanna Reykjavíkurborgar, þar sem merkingar hafi meðal annars verið í ólagi og þeir ekki sýnt af sér þá aðgæslu sem tilhlýðileg hafi verið. Byggði hún meðal annars á því að Reykjavíkurborg ætti að vita að foreldrar fylgi stundum börnum sínum í leiktæki og fullyrði að engin skilti hafi verið á staðnum sem gáfu til kynna að rennibrautin væri einungis ætluð börnum. Bleytan sést illa Konan sagði að rignt hafi nokkru fyrir slysið og rigningardropar, sem sést hafi illa, hafi gert rennibrautina sleipari og hættulegri með tilheyrandi slysahættu. Telur hún að starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafi átt að sjá hættuna fyrir og þurrka rennibrautina eða hreinlega loka tækinu á meðan ekki var unnt að tryggja öryggi notenda. Landsréttur staðfesti fyrri dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október 2024.Vísir/Vilhelm Í dómi héraðsdóms sagði að ekki væri hægt að fallast á að starfsmenn borgarinnar hafi sýnt af sér aðgæsluleysi með því að láta hjá líða að þurrka regnvatn úr rennibrautinni, sem stendur úti allan ársins hring, eða með því að loka ekki rennibrautinni í ljósi aðstæðna. Þá hafi stefnandi mátt vita að á Íslandi sé allra veðra von, ekki hvað síst í desember, og því mikilvægt að fara að öllu með gát. Leiktækið ætlað börnum Einnig kom fram í dómi héraðsdóms að Reykjavíkurborg og VÍS hefðu bent á að á leiktækinu sem rennibrautin væri hluti af hafi verið merkingar sem gáfu til kynna að leiktækið væri ætlað börnum eldri en þriggja ára. „Mátti stefnanda því vera ljóst að leiktækið væri byggt með börn í huga og ætlað fyrir börn en ekki fyrir fullorðna. Er þar af leiðandi ekki hægt að fallast á þá málsástæðu stefnanda að slysið hafi mátt rekja til þess að merkingum hafi verið ábótavant, enda er það ósannað með öllu.“
Dómsmál Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tryggingar Tengdar fréttir Fær ekki krónu eftir slys í Húsdýragarðinum Kona sem lenti í slysi þegar hún renndi sér niður rennibraut í Fjölskyldu og húsdýragarðinum í Reykjavík á ekki rétt á skaðabótum frá borginni og tryggingafélagi hennar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. 30. október 2024 16:24 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira
Fær ekki krónu eftir slys í Húsdýragarðinum Kona sem lenti í slysi þegar hún renndi sér niður rennibraut í Fjölskyldu og húsdýragarðinum í Reykjavík á ekki rétt á skaðabótum frá borginni og tryggingafélagi hennar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. 30. október 2024 16:24