Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2025 13:33 Norðurmunni Strákaganga, norðan Siglufjarðar. Fljótagöngum er ætlað að leysa af þennan veg. Sýn Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga, göngum sem ætlað er að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar en frestur til að skila inn tilboðum er til 16. desember næstkomandi. Tengingin næði milli Stafár í Fljótum og við núverandi Siglufjarðarveg í botni Siglufjarðar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mun á næstu vikum mæla fyrir uppfærðri samgönguáætlun og hefur ráðherrann sagst ekki vera bundinn af samgönguáætlun fyrri ríkisstjórnar þar sem gert var ráð fyrir að Fjarðaheiðargöng yrðu næstu jarðgöng sem boruð yrðu á Íslandi. Hann sagði í viðtali við fréttastofu fyrr í vikunni að hann vildi að byrjað verði að bora fyrir næstu jarðgöngum á Íslandi árið 2027. Eyjólfur vildi þó ekki gefa upp hvar það yrði. Í tilkynningunni á vef Vegagerðarinnar er óskað eftir tilboði í for- og verkhönnun Fljótaganga, aðliggjandi vega og gerð mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. „Innifalið í verkefninu er m.a. hönnun jarðganga, vega, tveggja brúa, hringtorgs, eins áningarstaðar, einna undirganga fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarendur, gerð verklýsingar fyrir útboðsgögn verkframkvæmdar og gerð skýrslu fyrir mat á umhverfisáhrifum. Aðlögun núverandi tenginga og heimreiða að nýjum vegi er hluti af verkinu. Yfirlitsmynd verkefnis í heild á frumdragastigiVegagerðin Jarðgöngin og vegurinn kemur í stað Strákaganga og vegar um Almenninga. Með framkvæmd styttist leiðin milli Fljóta og Ólafsfjarðar um u.þ.b. 14 km og leiðin milli Fljóta og Siglufjarðar um 10 km. Árið 2019 var unnin frumkönnun á jarðgangakostum. Jarðgrunnsrannsóknir við munnasvæði í fóru fram árin 2024 og 2025. Fleiri rannsóknir voru gerðar á árinu 2025. Vegagerðin Í útboðsgögnum kemur fram að verkið felst í for- og verkhönnun á Siglufjarðarvegi (76) milli Stafár í Fljótum og að tengingu við núverandi Siglufjarðarveg í botni Siglufjarðar. Um ræðir um 24 km nýja vegagerð, þar með talið 5,3 km löng jarðgöng á milli Nautadals í Fljótum og Hólsdals ásamt tveimur brúm. For- og verkhönnun er hægt að skipta niður í eftirfarandi hluta: Nýr vegur um Fljót frá Stafá að Ketilási, um 13 km leið í og við núverandi vegstæði. Ný brú yfir Flókadalsá, u.þ.b. 45 m löng auk vinnu við frumdrög. Tvö ný vegamót við Ketilás. Annars vegar við núverandi Siglufjarðarveg (76) sem liggur norður eftir Miklavatni og hins vegar við Ólafsfjarðarveg (82) sem verður færður austur fyrir Ketilás á um 700 m löngum kafla. Ný brú yfir Brúnastaðaá, u.þ.b. 14 m löng auk vinnu við frumdrög. Nýr 3,0 km langur vegur frá Ketilási að Fljótagöngum. Ný jarðgöng um 5,3 km löng milli Nautadals í Fljótum og Hólsdal í Siglufirði. Í forhönnun skal staðsetning jarðgangamunna ákvarðast. Í Hólsdal koma munnastaðsetningar til greina bæði sunnan við og norðan við Selá. Nýr vegur frá gangamunna í Hólsdal að núverandi Siglufjarðarvegi, um 2,7 km langur. Í Hólsdal er þverun Fjarðarár með brú eða ræsum ásamt tengingum við skipulagt útivistarsvæði Fjallabyggðar. Undirgöng í Hólsdal fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi umferð. Hringtorg við Siglufjörð og tilheyrandi aðlögun að aðliggjandi vegum. Gerð umhverfismatsskýrslu. Gerð kynningar- og þingslýsingaruppdrátta vegna samninga við landeigendur. Gerð útboðsgagna fyrir verkframkvæmd,“ segir í tilkynniingunni. Jarðgöng á Íslandi Fjallabyggð Skagafjörður Vegagerð Tengdar fréttir Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Ríkisstjórnin hyggst byrja að bora fyrir nýjum jarðgöngum árið 2027. Innviðaráðherra gefur ekkert upp um það hvaða framkvæmd stendur til að ráðast í fyrst, en kveðst ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. 28. ágúst 2025 13:26 Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar en frestur til að skila inn tilboðum er til 16. desember næstkomandi. Tengingin næði milli Stafár í Fljótum og við núverandi Siglufjarðarveg í botni Siglufjarðar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mun á næstu vikum mæla fyrir uppfærðri samgönguáætlun og hefur ráðherrann sagst ekki vera bundinn af samgönguáætlun fyrri ríkisstjórnar þar sem gert var ráð fyrir að Fjarðaheiðargöng yrðu næstu jarðgöng sem boruð yrðu á Íslandi. Hann sagði í viðtali við fréttastofu fyrr í vikunni að hann vildi að byrjað verði að bora fyrir næstu jarðgöngum á Íslandi árið 2027. Eyjólfur vildi þó ekki gefa upp hvar það yrði. Í tilkynningunni á vef Vegagerðarinnar er óskað eftir tilboði í for- og verkhönnun Fljótaganga, aðliggjandi vega og gerð mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. „Innifalið í verkefninu er m.a. hönnun jarðganga, vega, tveggja brúa, hringtorgs, eins áningarstaðar, einna undirganga fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarendur, gerð verklýsingar fyrir útboðsgögn verkframkvæmdar og gerð skýrslu fyrir mat á umhverfisáhrifum. Aðlögun núverandi tenginga og heimreiða að nýjum vegi er hluti af verkinu. Yfirlitsmynd verkefnis í heild á frumdragastigiVegagerðin Jarðgöngin og vegurinn kemur í stað Strákaganga og vegar um Almenninga. Með framkvæmd styttist leiðin milli Fljóta og Ólafsfjarðar um u.þ.b. 14 km og leiðin milli Fljóta og Siglufjarðar um 10 km. Árið 2019 var unnin frumkönnun á jarðgangakostum. Jarðgrunnsrannsóknir við munnasvæði í fóru fram árin 2024 og 2025. Fleiri rannsóknir voru gerðar á árinu 2025. Vegagerðin Í útboðsgögnum kemur fram að verkið felst í for- og verkhönnun á Siglufjarðarvegi (76) milli Stafár í Fljótum og að tengingu við núverandi Siglufjarðarveg í botni Siglufjarðar. Um ræðir um 24 km nýja vegagerð, þar með talið 5,3 km löng jarðgöng á milli Nautadals í Fljótum og Hólsdals ásamt tveimur brúm. For- og verkhönnun er hægt að skipta niður í eftirfarandi hluta: Nýr vegur um Fljót frá Stafá að Ketilási, um 13 km leið í og við núverandi vegstæði. Ný brú yfir Flókadalsá, u.þ.b. 45 m löng auk vinnu við frumdrög. Tvö ný vegamót við Ketilás. Annars vegar við núverandi Siglufjarðarveg (76) sem liggur norður eftir Miklavatni og hins vegar við Ólafsfjarðarveg (82) sem verður færður austur fyrir Ketilás á um 700 m löngum kafla. Ný brú yfir Brúnastaðaá, u.þ.b. 14 m löng auk vinnu við frumdrög. Nýr 3,0 km langur vegur frá Ketilási að Fljótagöngum. Ný jarðgöng um 5,3 km löng milli Nautadals í Fljótum og Hólsdal í Siglufirði. Í forhönnun skal staðsetning jarðgangamunna ákvarðast. Í Hólsdal koma munnastaðsetningar til greina bæði sunnan við og norðan við Selá. Nýr vegur frá gangamunna í Hólsdal að núverandi Siglufjarðarvegi, um 2,7 km langur. Í Hólsdal er þverun Fjarðarár með brú eða ræsum ásamt tengingum við skipulagt útivistarsvæði Fjallabyggðar. Undirgöng í Hólsdal fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi umferð. Hringtorg við Siglufjörð og tilheyrandi aðlögun að aðliggjandi vegum. Gerð umhverfismatsskýrslu. Gerð kynningar- og þingslýsingaruppdrátta vegna samninga við landeigendur. Gerð útboðsgagna fyrir verkframkvæmd,“ segir í tilkynniingunni.
Jarðgöng á Íslandi Fjallabyggð Skagafjörður Vegagerð Tengdar fréttir Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Ríkisstjórnin hyggst byrja að bora fyrir nýjum jarðgöngum árið 2027. Innviðaráðherra gefur ekkert upp um það hvaða framkvæmd stendur til að ráðast í fyrst, en kveðst ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. 28. ágúst 2025 13:26 Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Ríkisstjórnin hyggst byrja að bora fyrir nýjum jarðgöngum árið 2027. Innviðaráðherra gefur ekkert upp um það hvaða framkvæmd stendur til að ráðast í fyrst, en kveðst ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. 28. ágúst 2025 13:26
Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56