Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2025 09:34 Heimir Hallgrímsson sýndi snilli sína á fimmtudaginn þegar Írar unnu magnaðan sigur gegn Portúgölum. Getty/Stephen McCarthy Írska knattspyrnusambandið ætti að verðlauna Heimi Hallgrímsson með nýjum samningi því Íslendingurinn hefur staðið sig stórkostlega, segir írski sparkspekingurinn Pat Dolan í pistli í Irish Mirror. Líkt og fleiri hafa gert þá lofar Dolan Heimi í hástert í pistli sínum, eftir magnaða frammistöðu Írlands í 2-0 sigrinum á stjörnum prýddu liði Portúgals á fimmtudaginn. Óhætt er að segja að viðhorfið til Heimis hafi breyst hratt í haust, frá 2-1 tapinu gegn Armeníu í september, og Dolan segir að írska knattspyrnusambandið ætti raunar nú þegar að vera búið að bjóða honum nýjan samning. Nýr samningur hefði fært liðinu orku í Búdapest Núgildandi samningur Heimis, sem samkvæmt Dolan færir honum um það bil 7,3 milljónir króna í mánaðarlaun, rennur út ef Írar ná ekki að vinna Ungverja á morgun í lokaumferð undankeppni HM. Með sigri komast Írar í umspilið í mars sem Íslendingar eru einnig að reyna að komast í, og þá myndi samningur Heimis framlengjast fram yfir umspilið. „Í gær, þegar liðið var á leið upp í flugvél til Búdapest, hefði átt að fagna honum [Heimi] með nýjum samningi – það hefði verið orkusprauta fyrir hópinn. Í staðinn heldur óstjórnin áfram. Ef Írlandi tekst einhvern veginn að komast áfram verður okkur sagt að það hafi aldrei verið vafi um nýjan samning. En það var þannig. Og það er ósanngjarnt,“ skrifaði Dolan. Hann segir Heimi sérstaklega vinsælan hjá leikmönnum írska liðsins. „Talaðu við leikmennina og þeir munu segja þér hversu nákvæmlega hann undirbýr liðið. Sumir landsliðsþjálfarar kvarta yfir takmörkuðum tíma í landsliðsgluggum; Heimir nýtir hverja mínútu og setur saman skýrar, skynsamlegar áætlanir sem byggja á vinnusemi, skipulagi, samheldni og liðsvinnu. Kannski ekki yfirgengilegt, en grunnurinn að hverju farsælu liði,“ skrifaði Dolan og bætti við um leikinn á fimmtudaginn: Fórna sér því þeir elska Heimi „Hver einasti leikmaður Írlands fórnaði lífi og limum, ekki bara vegna þess að þeir elska landið sitt heldur líka stjórann.“ Enginn hafi haft trú á að Írland myndi vinna Portúgal, og hvað þá gera lítið úr Portúgölunum: „Portúgal er í fimmta sæti heimslistans. Heimir skilaði sínu. Hann var snjallari en Roberto Martinez, þjálfari Portúgals, á alla taktíska vegu. Martinez fær 4 milljónir evra á ári fyrir að stýra stórstjörnum. Heimir fær 600.000 evrur fyrir að stýra liði sem var í henglum fyrir 16 mánuðum,“ skrifaði Dolan. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Líkt og fleiri hafa gert þá lofar Dolan Heimi í hástert í pistli sínum, eftir magnaða frammistöðu Írlands í 2-0 sigrinum á stjörnum prýddu liði Portúgals á fimmtudaginn. Óhætt er að segja að viðhorfið til Heimis hafi breyst hratt í haust, frá 2-1 tapinu gegn Armeníu í september, og Dolan segir að írska knattspyrnusambandið ætti raunar nú þegar að vera búið að bjóða honum nýjan samning. Nýr samningur hefði fært liðinu orku í Búdapest Núgildandi samningur Heimis, sem samkvæmt Dolan færir honum um það bil 7,3 milljónir króna í mánaðarlaun, rennur út ef Írar ná ekki að vinna Ungverja á morgun í lokaumferð undankeppni HM. Með sigri komast Írar í umspilið í mars sem Íslendingar eru einnig að reyna að komast í, og þá myndi samningur Heimis framlengjast fram yfir umspilið. „Í gær, þegar liðið var á leið upp í flugvél til Búdapest, hefði átt að fagna honum [Heimi] með nýjum samningi – það hefði verið orkusprauta fyrir hópinn. Í staðinn heldur óstjórnin áfram. Ef Írlandi tekst einhvern veginn að komast áfram verður okkur sagt að það hafi aldrei verið vafi um nýjan samning. En það var þannig. Og það er ósanngjarnt,“ skrifaði Dolan. Hann segir Heimi sérstaklega vinsælan hjá leikmönnum írska liðsins. „Talaðu við leikmennina og þeir munu segja þér hversu nákvæmlega hann undirbýr liðið. Sumir landsliðsþjálfarar kvarta yfir takmörkuðum tíma í landsliðsgluggum; Heimir nýtir hverja mínútu og setur saman skýrar, skynsamlegar áætlanir sem byggja á vinnusemi, skipulagi, samheldni og liðsvinnu. Kannski ekki yfirgengilegt, en grunnurinn að hverju farsælu liði,“ skrifaði Dolan og bætti við um leikinn á fimmtudaginn: Fórna sér því þeir elska Heimi „Hver einasti leikmaður Írlands fórnaði lífi og limum, ekki bara vegna þess að þeir elska landið sitt heldur líka stjórann.“ Enginn hafi haft trú á að Írland myndi vinna Portúgal, og hvað þá gera lítið úr Portúgölunum: „Portúgal er í fimmta sæti heimslistans. Heimir skilaði sínu. Hann var snjallari en Roberto Martinez, þjálfari Portúgals, á alla taktíska vegu. Martinez fær 4 milljónir evra á ári fyrir að stýra stórstjörnum. Heimir fær 600.000 evrur fyrir að stýra liði sem var í henglum fyrir 16 mánuðum,“ skrifaði Dolan.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira