Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Lovísa Arnardóttir skrifar 15. nóvember 2025 12:25 Bakaríið Hygge var lokað í alls 245 daga á meðan beðið var eftir rekstrarleyfi. Vísir/Anton Brink Íbúar við Hverfisgötu 94 til 96 og Barónsstíg 6 hafa lagt fram stjórnvaldskæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og krefjast þess að starfsleyfi kaffihússins og bakarísins Hygge við Barónsstíg 6 verði afturkallað. Í kærunni er vísað til þess að sorphirðumál séu í ólestri og að mikil mengun sé frá rekstrinum. Íbúar segja að afturkalla eigi starfsleyfið því að skilyrði varðandi sorp og meðhöndlun úrgangs, meðal annars, hafi ekki verið uppfyllt við útgáfu leyfisins. Samkvæmt starfsleyfi er Hygge er heimilað að framleiða sætmeti og/eða brauðmeti á staðnum og/eða selja eða dreifa á aðra staði. Kæran er hér. Leyfið nær einnig til hitunar og eldunar á tilbúnu hráefni á staðnum, s.s. heitum samlokum og smáréttum, framleiðslu á súpum og forpökkuðum sultum, salötum, mauki og skálum til dreifingar á aðra staði. Starfsleyfið nær einnig til veisluþjónustu fyrir kaffihlaðborð. Í starfsleyfinu kemur fram að ekki megi vera starfsemi í rýminu eftir klukkan 23.30 á kvöldin. Fjallað var um það í sumar að eigendur bakarísins biðu í 245 daga eftir rekstrarleyfi. Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í sumar sagði einn eigenda, Axel Gunnarsson, að sorphirðumál hefðu verið ein ástæða þess að útgáfa leyfisins tafðist svo. „Þetta tafðist aftur. Þannig að í stuttu máli þá var þannig að þeir vildu ekki að upprunalega sorpið sem var þarna frá fyrrum veitingastað væri þarna sem það átti að vera. Þannig við þurftum að finna aðra lausn og við þurftum að koma því fyrir og þeir að koma og gefa grænt ljós. Þá mátti það allt í einu ekki vera þar og þeir hættu við. Þá þurftum við aftur að fara grafa eitthvað og þá allt í einu mátti upprunalega sorpið vera til staðar,“ sagði Axel í sumar. Ruslagerðið ekki nóg fyrir tvo veitingastaði Í stjórnvaldskærunni sem fjallað var um á fundi heilbrigðisnefndar borgarinnar fyrr í þessari viku. Þar er farið yfir forsögu máls og segir að þegar veitingastaðurinn Grazie Trattoria tók til starfa 2021 að Hverfsgötu 96 hafi verið útbúið sérstakt rými fyrir ruslið í porti bak við húsin en að aldrei hafi verið gert ráð fyrir því að annað slíkt rými yrði reist. Þá segir einnig að það sé ljóst að stærð ruslagerðisins dugi ekki fyrir Grazie því umgengni um það sé slæm og ítrekað hafi verið kvartað yfir því. Þá kemur fram að ákveðið hafi verið á húsfundi að nýting ruslagerðisins yrði ekki önnur nema með samþykki húsfundar og furða íbúar því sig á því að Grazie hafi heimilað öðrum leigutökum hússins að nota það. Bent er á að í umsögn heilbrigðiseftirlits komi fram að ruslagerðið sé ekki nægilega stórt fyrir bæði Grazie og Hygge og því sé ekki hægt að sameina sorpaðstöðu beggja fyrirtækja í því ruslagerði sem er til staðar. Það sé því engin sorpaðstaða fyrir Hygge og segja íbúar að það hefði átt að leiða til þess að umsókn Hygge hefði aldrei verið samþykkt. Íbúar krefjast þess vegna að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógildi ákvörðun heilbrigðiseftirlits s um að gefa út starfsleyfi. Loftræsismál í ólestri líka Í kærunni er einnig fjallað um loftræstimál og að þau séu í ólestri, frá rekstri bæði Grazie og Hygge berist veruleg mengun og að heilbrigðiseftirlit hafi staðfest lyktarmengun í sameign húsanna og frá útblæstri á svölum íbúðar 501, auk þess sem útblástur frá rýmunum hefur mengað verulega. Þá er einnig vísað til þess að rörin séu ekki í samræmi við lög og frágangurinn hafi leitt til mengunar og skerðingu loftgæða fyrir íbúa hússins. Í kæru segir enn fremur að útgáfa leyfisins og reksturinn sé afar íþyngjandi fyrir íbúa. Hún feli í sér aðra og mun umfangsmeiri hagnýtingu á séreignarrými en hafði áður verið áætlað. Reykjavík Bakarí Veitingastaðir Rekstur hins opinbera Heilbrigðiseftirlit Stjórnsýsla Sorphirða Tengdar fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur segir tafir á útgáfu starfsleyfa veitingastaða ekki stranda hjá stofnuninni. Slíkar tafir megi rekja til skorts á gögnum frá rekstraraðilum eða til ákvörðunar byggingarfulltrúa. Hann vísar á bug þeim ásökunum að heilbrigðiseftirlitið setji fólk á svartan lista fyrir að tjá sig. 9. júlí 2025 16:32 Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur segist efast um að veitingamenn í Reykjavík óttist í mörgum tilvikum að styggja stjórnsýsluna. Hann segir heilbrigðiseftirlitið, sem mótmælti á sínum tíma íþyngjandi reglugerðarbreytingu um auglýsingaskyldu, starfa af heilindum. 16. júní 2025 10:36 Veitingamenn óttist að styggja embættismenn Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir að veitingamenn í Reykjavík hafi verið illa upplýstir um reglugerð sem hefur nýlega lagt steina í götur þeirra. Hann segir að þeir óttist margir að styggja stjórnsýsluna en veitingamenn lýsa erfiðum samskiptum við heilbrigðiseftirlitið. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að betur gengi ef eftirlitið væri einkavætt. 15. júní 2025 14:05 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Íbúar segja að afturkalla eigi starfsleyfið því að skilyrði varðandi sorp og meðhöndlun úrgangs, meðal annars, hafi ekki verið uppfyllt við útgáfu leyfisins. Samkvæmt starfsleyfi er Hygge er heimilað að framleiða sætmeti og/eða brauðmeti á staðnum og/eða selja eða dreifa á aðra staði. Kæran er hér. Leyfið nær einnig til hitunar og eldunar á tilbúnu hráefni á staðnum, s.s. heitum samlokum og smáréttum, framleiðslu á súpum og forpökkuðum sultum, salötum, mauki og skálum til dreifingar á aðra staði. Starfsleyfið nær einnig til veisluþjónustu fyrir kaffihlaðborð. Í starfsleyfinu kemur fram að ekki megi vera starfsemi í rýminu eftir klukkan 23.30 á kvöldin. Fjallað var um það í sumar að eigendur bakarísins biðu í 245 daga eftir rekstrarleyfi. Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í sumar sagði einn eigenda, Axel Gunnarsson, að sorphirðumál hefðu verið ein ástæða þess að útgáfa leyfisins tafðist svo. „Þetta tafðist aftur. Þannig að í stuttu máli þá var þannig að þeir vildu ekki að upprunalega sorpið sem var þarna frá fyrrum veitingastað væri þarna sem það átti að vera. Þannig við þurftum að finna aðra lausn og við þurftum að koma því fyrir og þeir að koma og gefa grænt ljós. Þá mátti það allt í einu ekki vera þar og þeir hættu við. Þá þurftum við aftur að fara grafa eitthvað og þá allt í einu mátti upprunalega sorpið vera til staðar,“ sagði Axel í sumar. Ruslagerðið ekki nóg fyrir tvo veitingastaði Í stjórnvaldskærunni sem fjallað var um á fundi heilbrigðisnefndar borgarinnar fyrr í þessari viku. Þar er farið yfir forsögu máls og segir að þegar veitingastaðurinn Grazie Trattoria tók til starfa 2021 að Hverfsgötu 96 hafi verið útbúið sérstakt rými fyrir ruslið í porti bak við húsin en að aldrei hafi verið gert ráð fyrir því að annað slíkt rými yrði reist. Þá segir einnig að það sé ljóst að stærð ruslagerðisins dugi ekki fyrir Grazie því umgengni um það sé slæm og ítrekað hafi verið kvartað yfir því. Þá kemur fram að ákveðið hafi verið á húsfundi að nýting ruslagerðisins yrði ekki önnur nema með samþykki húsfundar og furða íbúar því sig á því að Grazie hafi heimilað öðrum leigutökum hússins að nota það. Bent er á að í umsögn heilbrigðiseftirlits komi fram að ruslagerðið sé ekki nægilega stórt fyrir bæði Grazie og Hygge og því sé ekki hægt að sameina sorpaðstöðu beggja fyrirtækja í því ruslagerði sem er til staðar. Það sé því engin sorpaðstaða fyrir Hygge og segja íbúar að það hefði átt að leiða til þess að umsókn Hygge hefði aldrei verið samþykkt. Íbúar krefjast þess vegna að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógildi ákvörðun heilbrigðiseftirlits s um að gefa út starfsleyfi. Loftræsismál í ólestri líka Í kærunni er einnig fjallað um loftræstimál og að þau séu í ólestri, frá rekstri bæði Grazie og Hygge berist veruleg mengun og að heilbrigðiseftirlit hafi staðfest lyktarmengun í sameign húsanna og frá útblæstri á svölum íbúðar 501, auk þess sem útblástur frá rýmunum hefur mengað verulega. Þá er einnig vísað til þess að rörin séu ekki í samræmi við lög og frágangurinn hafi leitt til mengunar og skerðingu loftgæða fyrir íbúa hússins. Í kæru segir enn fremur að útgáfa leyfisins og reksturinn sé afar íþyngjandi fyrir íbúa. Hún feli í sér aðra og mun umfangsmeiri hagnýtingu á séreignarrými en hafði áður verið áætlað.
Reykjavík Bakarí Veitingastaðir Rekstur hins opinbera Heilbrigðiseftirlit Stjórnsýsla Sorphirða Tengdar fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur segir tafir á útgáfu starfsleyfa veitingastaða ekki stranda hjá stofnuninni. Slíkar tafir megi rekja til skorts á gögnum frá rekstraraðilum eða til ákvörðunar byggingarfulltrúa. Hann vísar á bug þeim ásökunum að heilbrigðiseftirlitið setji fólk á svartan lista fyrir að tjá sig. 9. júlí 2025 16:32 Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur segist efast um að veitingamenn í Reykjavík óttist í mörgum tilvikum að styggja stjórnsýsluna. Hann segir heilbrigðiseftirlitið, sem mótmælti á sínum tíma íþyngjandi reglugerðarbreytingu um auglýsingaskyldu, starfa af heilindum. 16. júní 2025 10:36 Veitingamenn óttist að styggja embættismenn Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir að veitingamenn í Reykjavík hafi verið illa upplýstir um reglugerð sem hefur nýlega lagt steina í götur þeirra. Hann segir að þeir óttist margir að styggja stjórnsýsluna en veitingamenn lýsa erfiðum samskiptum við heilbrigðiseftirlitið. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að betur gengi ef eftirlitið væri einkavætt. 15. júní 2025 14:05 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
„Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur segir tafir á útgáfu starfsleyfa veitingastaða ekki stranda hjá stofnuninni. Slíkar tafir megi rekja til skorts á gögnum frá rekstraraðilum eða til ákvörðunar byggingarfulltrúa. Hann vísar á bug þeim ásökunum að heilbrigðiseftirlitið setji fólk á svartan lista fyrir að tjá sig. 9. júlí 2025 16:32
Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur segist efast um að veitingamenn í Reykjavík óttist í mörgum tilvikum að styggja stjórnsýsluna. Hann segir heilbrigðiseftirlitið, sem mótmælti á sínum tíma íþyngjandi reglugerðarbreytingu um auglýsingaskyldu, starfa af heilindum. 16. júní 2025 10:36
Veitingamenn óttist að styggja embættismenn Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir að veitingamenn í Reykjavík hafi verið illa upplýstir um reglugerð sem hefur nýlega lagt steina í götur þeirra. Hann segir að þeir óttist margir að styggja stjórnsýsluna en veitingamenn lýsa erfiðum samskiptum við heilbrigðiseftirlitið. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að betur gengi ef eftirlitið væri einkavætt. 15. júní 2025 14:05