Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2025 13:10 Jóhannes Karl Guðjónsson var aðstoðarlandsliðsþjálfari áður en hann tók við AB. Getty/Alex Nicodim Jóhannes Karl Guðjónsson er á heimleið til Íslands og verður næsti þjálfari FH í Bestu deildinni. Danska knattspyrnufélagið AB hefur nú formlega tilkynnt um brotthvarf hans sem sagt er vera af fjölskylduástæðum. Fannar Berg Gunnólfsson, sem verið hefur aðstoðarmaður Jóa Kalla, tekur nú við sem aðalþjálfari og fær nýjan aðstoðarmann sé til fulltingis sem tilkynnt verður um síðar. Jói Kalli tók við AB í maí 2024, eftir að hafa verið aðstoðarlandsliðsþjálfari og þar áður þjálfari ÍA, og hann stýrði danska liðinu í 54 leikjum. Hann skilur við liðið á toppi dönsku C-deildarinnar, eftir sextán leiki á yfirstandandi tímabili. Brotthvarf Jóa Kalla hefur lengi legið í loftinu eða frá því að Fótbolti.net greindi frá því í byrjun október að hann fengi það hlutverk að taka við af Heimi Guðjónssyni. Þungbær en nauðsynleg ákvörðun „Mér þykir leitt að þurfa að kveðja AB en þetta er ákvörðun sem ég þarf að taka af fjölskylduástæðum,“ segir Jói Kalli á vef AB. „Síðustu 18 mánuðir hjá AB hafa verið algjörlega frábærir og fullir af stórkostlegum augnablikum. Leikmennirnir, starfsfólkið, sjálfboðaliðarnir, stuðningsmennirnir og aðrir hagsmunaaðilar gera þetta félag svo einstakt. Frá upphafi hef ég fundið fyrir hlýju og þakklæti frá umhverfi mínu, og þrátt fyrir að fara áður en markmiðum okkar er náð, er ég fullviss um að ég skilji við félagið á mjög góðum stað,“ segir Jói Kalli. Hann kveðst þess fullviss að Fannar sé rétti maðurinn til þess að leiða AB áfram og upp um deild. Fannar Berg Gunnólfsson (t.v.) starfaði einnig með Jóa Kalla hjá ÍA. Nú er hann orðinn aðalþjálfari AB.KFÍA Jen Chang, yfirmaður íþróttamála hjá AB, viðurkennir að vissulega sé ekki ákjósanlegt að þurfa að kveðja Jóa Kalla. Augljóslega engin óskastaða „Ég ber gríðarlega virðingu fyrir Joey og því hvernig hann sér fótbolta og ég hef notið þess að vinna með honum. Brottför hans er augljóslega ekki niðurstaða sem við óskuðum okkur. Hins vegar höfum við vitað um nokkurt skeið að vegna fjölskylduaðstæðna Joey heima á Íslandi var þetta möguleiki – en við vonuðum að staðan myndi breytast. Því miður verðum við að sætta okkur við ákvörðun hans núna og halda áfram,“ segir Chang. Fannar þakklátur fyrir tækifærið Fannar, sem einnig starfaði með Jóa Kalla hjá ÍA, er afar stoltur af því að taka nú við sem nýr aðalþjálfari: „Þetta sögufræga félag býr yfir svo miklum möguleikum og ég er fullviss um að við sem félag getum haldið áfram að bæta okkur og þróast með harðfylgi, svo að við náum markmiðum okkar saman. Joey og ég deilum sömu hugmyndafræði, svo ég er spenntur fyrir því að halda áfram að vinna með og fullkomna leikstíl okkar og auðkenni. Þegar ég kom hingað fyrst í fjórar vikur til að hjálpa Joey árið 2024 gat ég ekki ímyndað mér hversu mikið þessi staður myndi enda á að þýða fyrir mig. Við fjölskylda mín höfum komið okkur vel fyrir hér og við erum þakklát fyrir tækifærið til að halda áfram því sem við höfum byrjað á. Ég lofa stuðningsmönnunum að vinnan mun ekki stöðvast og við munum leggja okkur fram á hverjum einasta degi til að gera þá stolta af okkur,“ segir Fannar. Danski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Sjá meira
Fannar Berg Gunnólfsson, sem verið hefur aðstoðarmaður Jóa Kalla, tekur nú við sem aðalþjálfari og fær nýjan aðstoðarmann sé til fulltingis sem tilkynnt verður um síðar. Jói Kalli tók við AB í maí 2024, eftir að hafa verið aðstoðarlandsliðsþjálfari og þar áður þjálfari ÍA, og hann stýrði danska liðinu í 54 leikjum. Hann skilur við liðið á toppi dönsku C-deildarinnar, eftir sextán leiki á yfirstandandi tímabili. Brotthvarf Jóa Kalla hefur lengi legið í loftinu eða frá því að Fótbolti.net greindi frá því í byrjun október að hann fengi það hlutverk að taka við af Heimi Guðjónssyni. Þungbær en nauðsynleg ákvörðun „Mér þykir leitt að þurfa að kveðja AB en þetta er ákvörðun sem ég þarf að taka af fjölskylduástæðum,“ segir Jói Kalli á vef AB. „Síðustu 18 mánuðir hjá AB hafa verið algjörlega frábærir og fullir af stórkostlegum augnablikum. Leikmennirnir, starfsfólkið, sjálfboðaliðarnir, stuðningsmennirnir og aðrir hagsmunaaðilar gera þetta félag svo einstakt. Frá upphafi hef ég fundið fyrir hlýju og þakklæti frá umhverfi mínu, og þrátt fyrir að fara áður en markmiðum okkar er náð, er ég fullviss um að ég skilji við félagið á mjög góðum stað,“ segir Jói Kalli. Hann kveðst þess fullviss að Fannar sé rétti maðurinn til þess að leiða AB áfram og upp um deild. Fannar Berg Gunnólfsson (t.v.) starfaði einnig með Jóa Kalla hjá ÍA. Nú er hann orðinn aðalþjálfari AB.KFÍA Jen Chang, yfirmaður íþróttamála hjá AB, viðurkennir að vissulega sé ekki ákjósanlegt að þurfa að kveðja Jóa Kalla. Augljóslega engin óskastaða „Ég ber gríðarlega virðingu fyrir Joey og því hvernig hann sér fótbolta og ég hef notið þess að vinna með honum. Brottför hans er augljóslega ekki niðurstaða sem við óskuðum okkur. Hins vegar höfum við vitað um nokkurt skeið að vegna fjölskylduaðstæðna Joey heima á Íslandi var þetta möguleiki – en við vonuðum að staðan myndi breytast. Því miður verðum við að sætta okkur við ákvörðun hans núna og halda áfram,“ segir Chang. Fannar þakklátur fyrir tækifærið Fannar, sem einnig starfaði með Jóa Kalla hjá ÍA, er afar stoltur af því að taka nú við sem nýr aðalþjálfari: „Þetta sögufræga félag býr yfir svo miklum möguleikum og ég er fullviss um að við sem félag getum haldið áfram að bæta okkur og þróast með harðfylgi, svo að við náum markmiðum okkar saman. Joey og ég deilum sömu hugmyndafræði, svo ég er spenntur fyrir því að halda áfram að vinna með og fullkomna leikstíl okkar og auðkenni. Þegar ég kom hingað fyrst í fjórar vikur til að hjálpa Joey árið 2024 gat ég ekki ímyndað mér hversu mikið þessi staður myndi enda á að þýða fyrir mig. Við fjölskylda mín höfum komið okkur vel fyrir hér og við erum þakklát fyrir tækifærið til að halda áfram því sem við höfum byrjað á. Ég lofa stuðningsmönnunum að vinnan mun ekki stöðvast og við munum leggja okkur fram á hverjum einasta degi til að gera þá stolta af okkur,“ segir Fannar.
Danski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Sjá meira