Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar 16. nóvember 2025 12:32 Það er eins og við lærum aldrei. Hver einstaklingur eftir annan lendir í höndum kerfisins sem átti að vernda en býr aftur og aftur til nýtt sár. Nú síðast fjórtán ára drengur á Stuðlum, kallaður grenjuskjóða og tekinn hálstaki. Þetta er engu að síður ákveðið mynstur sem hefur viðgengist í áratugi þrátt fyrir endurteknar kvartanir og kærur. Íslensk meðferðarkerfi hafa alltaf verið skyndilausnir. Aldrei hefur verið byggt upp með það í huga að finna gott fólk með hjarta, heldur bara fólk sem „kemur sér inn í hlutina“. Það er alltaf einhver með vald sem hringir í vin sinn eða fagfólk með háskólagráðu enn enga raunverulega reynslu af óöryggi og áföllum, heldur hafa verið pakkaðir inn í bómul alla sína tíð. Þannig verða til stofnanir þar sem vantar bæði mennsku og fagmennsku. Þetta er fúskmenning sem hefur lifað á Íslandi í áratugi, tengslanet, bitlingar og sjálfskipaðir sérfræðingar sem skilja ekki hvað samkennd þýðir. Þegar einhver hefur völd og áhrif en veit ekki hvað það er að lifa í óöryggi, þá verða ákvarðanir teknar út frá sjálfsmynd, og eigin reynslu enn ekki raunveruleika. Það er auðvelt að skrifa undir stefnu um mannréttindi á skrifstofu með kaffi og köku, en erfitt að skilja hvernig það er að vera barn sem vaknar af ótta á nóttunni. Þarna myndast bilið, milli þeirra sem stjórna og þeirra sem lifa í óöruggu kerfi. Þegar ákvarðanir eru teknar af fólki sem aldrei hefur lifað í óöryggi, þá fjarlægist samkenndin. Hún tapast á skrifstofunum, á fundunum og í regluverkinu, þar sem enginn spyr lengur fólkið sem þarf mest á hjálp að halda. Þegar barn biður um að hringja í mömmu sína og fær háð í stað hlýju, þá er það ekki meðferð, það er valdbeiting. Þegar barni er kennt að bæla tilfinningar sínar, þá er það ekki hjálp, heldur niðurbrot. En undir þessu öllu kraumar skömmin. Skömmin sem kennir barninu að það sé „of mikið“. Skömmin sem heldur foreldrum þöglum, því þau þora ekki að segja frá sinni eigin sögu því þannig var reglan, samfélagsandinn í þeirra heimi þá. Foreldrar hafi líka sínar sögur, sögur sem aldrei hafa verið sagðar og aldrei hafa verið kryfjaðar. Börnin eru speglarnir okkar, þetta er ekki flókið . Þau sýna okkur það sem við forðumst að sjá: að við erum samfélag sem forðumst sársauka í stað þess að horfast í augu við hann. Við fæðumst heil, en brotnum í höndunum á hvort öðru. Carl Rogers sagði að manneskjan þroskast náttúrulega ef hún upplifir virðingu og samþykki. Þetta er mjög einfalt, og þetta skýrir allt. Þegar barn er dæmt, lærist skömm. Þegar það er yfirheyrt í stað þess að vera hlustað á, lærir það að fela sig. Og þegar það er yfirgefið, lærir það að elska engan, ekki einu sinni sjálft sig. Við köllum þetta hegðunarvanda, þegar þetta er í raun samfélagsvandi. Þetta er saga sem endurtekur sig, kynslóð fram af kynslóð. Við lærum öll okkar hlutverk snemma. Í hverri fjölskyldu er sá sem þegir og bjargar, sá sem tekur á sig sektina, sá sem fer út af sporinu og sá sem stjórnar öllu og nærist á valdi sínu. Enginn þorir að stinga á kýlið, því þá hrinur allt. Þannig verðum við samdauna mynstrunum okkar. Við lærum að aðlagast í stað þess að tala um það sem særir. Ég segi þetta ekki til að setja ábyrgðina á foreldra, heldur til að minna á að við erum öll hluti af þessari keðju. Hver kynslóð ber eitthvað sem hin fyrri skildi eftir. Foreldrar eru ekki vondir. Þau eru fólk sem hefur sjálft lært að lifa af með skömm. En þegar enginn fær hjálp til að sjá mynstrin, þá halda þau áfram. Börnin verða þolendur þess sem aldrei var sagt upphátt: hvað kom fyrir ömmu, af hverju var afi alltaf reiður, hvað lærði pabbi um ást, og hvers vegna trúði mamma að hún væri aldrei nóg. Lausnin byrjar í samfélaginu og hjá valdafólkinu í landinu þau eru fyrirmyndirnar okkar, þau þurfa að sýna okkur að þau kunna að hjálpa, setja almenning í bílstjórasætið, hlusta og virða. Við þurfum að hætta að endurtaka kjaftasögurnar í samfélaginu og hætta að dæma, við þurfum frekar að spyrja: „Er þetta satt?“ Við þurfum að grafa upp söguna áður en hún hverfur, spyrja hvað raunverulega gerðist, af hverju fólk brást, af hverju sumir lokuðust af og lærðu að lifa með sektarkenndinni. Því stundum er sagan sem við höfum fengið sögð ekki sönn. Hún er bara útgáfa eða ein útgáfa sem hentaði hverjum og einum og varð til af skömm og ótta, og jafnvel íllgirni. Við þurfum að skilja rótina til að geta breytt mynstrinu. Ekki til að kenna neinum um, heldur til að ná að verða heil. Skömm deyr þegar talað er um hana, þegar hún fær orð og samkennd í stað fordóma. Við þurfum að hætta að fela sársaukann bakvið verklagsreglur og „faglegt mat“. Það sem vantar er ekki betra kerfi, heldur betra fólk sem sér hlutina eins og þeir eru og vilja vinna í samkennd og virðingu. Fólk sem þorir að vera manneskjur og hjálpa öðrum. Enginn fæðist niðurbrotinn. Við verðum það þegar okkur er kennt að skammast okkar fyrir að vera til. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Börn og uppeldi Mest lesið Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Sjá meira
Það er eins og við lærum aldrei. Hver einstaklingur eftir annan lendir í höndum kerfisins sem átti að vernda en býr aftur og aftur til nýtt sár. Nú síðast fjórtán ára drengur á Stuðlum, kallaður grenjuskjóða og tekinn hálstaki. Þetta er engu að síður ákveðið mynstur sem hefur viðgengist í áratugi þrátt fyrir endurteknar kvartanir og kærur. Íslensk meðferðarkerfi hafa alltaf verið skyndilausnir. Aldrei hefur verið byggt upp með það í huga að finna gott fólk með hjarta, heldur bara fólk sem „kemur sér inn í hlutina“. Það er alltaf einhver með vald sem hringir í vin sinn eða fagfólk með háskólagráðu enn enga raunverulega reynslu af óöryggi og áföllum, heldur hafa verið pakkaðir inn í bómul alla sína tíð. Þannig verða til stofnanir þar sem vantar bæði mennsku og fagmennsku. Þetta er fúskmenning sem hefur lifað á Íslandi í áratugi, tengslanet, bitlingar og sjálfskipaðir sérfræðingar sem skilja ekki hvað samkennd þýðir. Þegar einhver hefur völd og áhrif en veit ekki hvað það er að lifa í óöryggi, þá verða ákvarðanir teknar út frá sjálfsmynd, og eigin reynslu enn ekki raunveruleika. Það er auðvelt að skrifa undir stefnu um mannréttindi á skrifstofu með kaffi og köku, en erfitt að skilja hvernig það er að vera barn sem vaknar af ótta á nóttunni. Þarna myndast bilið, milli þeirra sem stjórna og þeirra sem lifa í óöruggu kerfi. Þegar ákvarðanir eru teknar af fólki sem aldrei hefur lifað í óöryggi, þá fjarlægist samkenndin. Hún tapast á skrifstofunum, á fundunum og í regluverkinu, þar sem enginn spyr lengur fólkið sem þarf mest á hjálp að halda. Þegar barn biður um að hringja í mömmu sína og fær háð í stað hlýju, þá er það ekki meðferð, það er valdbeiting. Þegar barni er kennt að bæla tilfinningar sínar, þá er það ekki hjálp, heldur niðurbrot. En undir þessu öllu kraumar skömmin. Skömmin sem kennir barninu að það sé „of mikið“. Skömmin sem heldur foreldrum þöglum, því þau þora ekki að segja frá sinni eigin sögu því þannig var reglan, samfélagsandinn í þeirra heimi þá. Foreldrar hafi líka sínar sögur, sögur sem aldrei hafa verið sagðar og aldrei hafa verið kryfjaðar. Börnin eru speglarnir okkar, þetta er ekki flókið . Þau sýna okkur það sem við forðumst að sjá: að við erum samfélag sem forðumst sársauka í stað þess að horfast í augu við hann. Við fæðumst heil, en brotnum í höndunum á hvort öðru. Carl Rogers sagði að manneskjan þroskast náttúrulega ef hún upplifir virðingu og samþykki. Þetta er mjög einfalt, og þetta skýrir allt. Þegar barn er dæmt, lærist skömm. Þegar það er yfirheyrt í stað þess að vera hlustað á, lærir það að fela sig. Og þegar það er yfirgefið, lærir það að elska engan, ekki einu sinni sjálft sig. Við köllum þetta hegðunarvanda, þegar þetta er í raun samfélagsvandi. Þetta er saga sem endurtekur sig, kynslóð fram af kynslóð. Við lærum öll okkar hlutverk snemma. Í hverri fjölskyldu er sá sem þegir og bjargar, sá sem tekur á sig sektina, sá sem fer út af sporinu og sá sem stjórnar öllu og nærist á valdi sínu. Enginn þorir að stinga á kýlið, því þá hrinur allt. Þannig verðum við samdauna mynstrunum okkar. Við lærum að aðlagast í stað þess að tala um það sem særir. Ég segi þetta ekki til að setja ábyrgðina á foreldra, heldur til að minna á að við erum öll hluti af þessari keðju. Hver kynslóð ber eitthvað sem hin fyrri skildi eftir. Foreldrar eru ekki vondir. Þau eru fólk sem hefur sjálft lært að lifa af með skömm. En þegar enginn fær hjálp til að sjá mynstrin, þá halda þau áfram. Börnin verða þolendur þess sem aldrei var sagt upphátt: hvað kom fyrir ömmu, af hverju var afi alltaf reiður, hvað lærði pabbi um ást, og hvers vegna trúði mamma að hún væri aldrei nóg. Lausnin byrjar í samfélaginu og hjá valdafólkinu í landinu þau eru fyrirmyndirnar okkar, þau þurfa að sýna okkur að þau kunna að hjálpa, setja almenning í bílstjórasætið, hlusta og virða. Við þurfum að hætta að endurtaka kjaftasögurnar í samfélaginu og hætta að dæma, við þurfum frekar að spyrja: „Er þetta satt?“ Við þurfum að grafa upp söguna áður en hún hverfur, spyrja hvað raunverulega gerðist, af hverju fólk brást, af hverju sumir lokuðust af og lærðu að lifa með sektarkenndinni. Því stundum er sagan sem við höfum fengið sögð ekki sönn. Hún er bara útgáfa eða ein útgáfa sem hentaði hverjum og einum og varð til af skömm og ótta, og jafnvel íllgirni. Við þurfum að skilja rótina til að geta breytt mynstrinu. Ekki til að kenna neinum um, heldur til að ná að verða heil. Skömm deyr þegar talað er um hana, þegar hún fær orð og samkennd í stað fordóma. Við þurfum að hætta að fela sársaukann bakvið verklagsreglur og „faglegt mat“. Það sem vantar er ekki betra kerfi, heldur betra fólk sem sér hlutina eins og þeir eru og vilja vinna í samkennd og virðingu. Fólk sem þorir að vera manneskjur og hjálpa öðrum. Enginn fæðist niðurbrotinn. Við verðum það þegar okkur er kennt að skammast okkar fyrir að vera til. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar