Handbolti

Donni og fé­lagar höfðu ekki erindi sem erfiði

Árni Jóhannsson skrifar
Kristján Örn Kristjánsson lætur vaða.
Kristján Örn Kristjánsson lætur vaða. Facebook/Pays d'Aix Université Club Handball

Kristján Örn Kristjánsson mátti þola tap með liði sínu Skanderborg Árósum í dag gegn Skjern í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Leikið var á heimavelli Skjern og var sigur þeirra aldrei í hættu.

Leikurinn var í jafnvægi þangað til um miðjan fyrri hálfleikinn en þá ruku heimamenn í Skjern af stað og byggðu upp átta marka forskot. Staðan í hálfleik var 17-10.

Skjern náði að halda gestunum í skefjum lengi vel í seinni hálfleik. Donni og félagar reyndu þó hvað þeir gátu til að draga Skjern nær sér en höfðu ekki erindi sem erfiði. Leikurinn endaði með 6 marka mun 34-28.

Donni skilaði fínni frammistöðu og skoraði 3 mörk. Skanderborg situr í fjórða sæti deildarinnar með 15 stig en Skjern nálgast með 11 stig í sjöunda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×