Sakaði mótherjana um að nota vúdú Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 11:30 Malíbúinn Eric Sekou Chelle tók við nígeríska landsliðinu í janúar. Hann skaðaði mótherjana um að nota vúdú eftir að HM-draumurinn dó. EPA/JALAL MORCHIDI/Getty/Giles Clarke Nígeríumenn urðu fyrir miklu áfalli þegar karlalandsliði þjóðarinnar mistókst að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Nígería tapaði á móti Austur-Kongó í vítakeppni í hreinum úrslitaleik um að komast áfram í Álfuumspilið. Éric Chelle, aðalþjálfari Nígeríu, hefur nú sakað lið Austur-Kongó um að nota „vúdú“ í vítaspyrnukeppninni sem batt enda á möguleika liðsins á að komast á HM 2026. Frank Onyeka kom Nígeríu yfir áður en Meschack Elia jafnaði metin og leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem Austur-Kongó bar sigur úr býtum, 4-3. Með því héldu Austur-Kongómenn sínum eigin HM-draumum á lífi. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Nígeríumenn klikkuðu á þremur vítum í vítaspyrnukeppninni þar á meðal þeim tveimur fyrstu. Úrslitin réðust þegar Semi Ajayi lét verja frá sér og Chancel Mbemba skoraði úr sjöttu og síðustu spyrnu Austur-Kongó. Eftir úrslitin kom Chelle með óvenjulega ásökun þegar hann ræddi um vítaspyrnukeppnina sem staðfesti að Nígería myndi missa af öðru heimsmeistaramótinu í röð. „Í öllum vítaspyrnunum notaði gaurinn frá Kongó einhvers konar vúdú. Í hvert einasta skipti. Í hvert einasta skipti. Þess vegna var ég svolítið stressaður,“ sagði Chelle við fréttamenn. Þegar hann var spurður hvað hann hefði séð veifaði Chelle hægri handleggnum en gat ekki staðfest nákvæmlega hvað hann átti við. „Eitthvað svona [veifaði handleggnum]. Þú veist, með ég veit ekki hvort það var vatn eða eitthvað svoleiðis, þú veist,“ sagði Chelle. Tapið, sem kom gegn liði sem er nítján sætum neðar á heimslistanum, þýðir að Nígería missir af þriðja heimsmeistaramótinu síðan 2006. Nígería var síðast með á HM í Rússlandi 2018 þar sem Nígeríumenn mættu meðal annars Íslendingum. Nígería komst í sextán liða úrslit á síðasta heimsmeistaramótinu sem fór fram í Bandaríkjunum árið 1994. Nígería hefur verið eitt af stórveldum Afríku en nú er þegar ljóst að það líða að minnsta kosti tólf ár á milli heimsmeistarakeppna hjá Nígeríumönnum. HM 2026 í fótbolta Nígería Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
Nígería tapaði á móti Austur-Kongó í vítakeppni í hreinum úrslitaleik um að komast áfram í Álfuumspilið. Éric Chelle, aðalþjálfari Nígeríu, hefur nú sakað lið Austur-Kongó um að nota „vúdú“ í vítaspyrnukeppninni sem batt enda á möguleika liðsins á að komast á HM 2026. Frank Onyeka kom Nígeríu yfir áður en Meschack Elia jafnaði metin og leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem Austur-Kongó bar sigur úr býtum, 4-3. Með því héldu Austur-Kongómenn sínum eigin HM-draumum á lífi. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Nígeríumenn klikkuðu á þremur vítum í vítaspyrnukeppninni þar á meðal þeim tveimur fyrstu. Úrslitin réðust þegar Semi Ajayi lét verja frá sér og Chancel Mbemba skoraði úr sjöttu og síðustu spyrnu Austur-Kongó. Eftir úrslitin kom Chelle með óvenjulega ásökun þegar hann ræddi um vítaspyrnukeppnina sem staðfesti að Nígería myndi missa af öðru heimsmeistaramótinu í röð. „Í öllum vítaspyrnunum notaði gaurinn frá Kongó einhvers konar vúdú. Í hvert einasta skipti. Í hvert einasta skipti. Þess vegna var ég svolítið stressaður,“ sagði Chelle við fréttamenn. Þegar hann var spurður hvað hann hefði séð veifaði Chelle hægri handleggnum en gat ekki staðfest nákvæmlega hvað hann átti við. „Eitthvað svona [veifaði handleggnum]. Þú veist, með ég veit ekki hvort það var vatn eða eitthvað svoleiðis, þú veist,“ sagði Chelle. Tapið, sem kom gegn liði sem er nítján sætum neðar á heimslistanum, þýðir að Nígería missir af þriðja heimsmeistaramótinu síðan 2006. Nígería var síðast með á HM í Rússlandi 2018 þar sem Nígeríumenn mættu meðal annars Íslendingum. Nígería komst í sextán liða úrslit á síðasta heimsmeistaramótinu sem fór fram í Bandaríkjunum árið 1994. Nígería hefur verið eitt af stórveldum Afríku en nú er þegar ljóst að það líða að minnsta kosti tólf ár á milli heimsmeistarakeppna hjá Nígeríumönnum.
HM 2026 í fótbolta Nígería Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira