Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. nóvember 2025 11:05 Alice og Ellen Kessler dönsuðu um allan heim, léku í kvikmyndum, sungu í Eurovision og komu fram í sjónvarpi. Getty Tvíburasysturnar Alice og Ellen Kessler, sem urðu heimsfrægir dansarar á sjötta og sjöunda áratugnum, eru látnar, 89 ára að aldri. Þær tóku sameiginlega ákvörðun um að þiggja dánaraðstoð. Þýska fréttablaðið Bild greinir frá andláti tvíburasystranna sem létust mánudaginn 17. nóvember í Grünwald í Bæjaralandi. Samkvæmt blaðinu tóku systurnar ákvörðun „um að binda endi á líf sitt saman“ og var lögreglu greint frá andláti þeirra í kjölfarið. Læknisaðstoð við að deyja (e. Medical Aid in Dying) hefur verið lögleg í Þýskalandi frá 2019 og er ólík hefðbundinni dánaraðstoð (e. euthanasia) að því leyti að sjúklingurinn tekur líknandi lyf sjálfur frekar en að læknir veiti honum þau beint. Hugtakanotkun í þessum málum hefur verið nokkuð á reiki og hafa hugtökin líknardráp og líknardauði verið notuð gegnum árin. Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, segir best að hugtakið dánaraðstoð sé notað í öllum tilfellum. Kessler-tvíburarnir greindu frá því í apríl 2024 að þær vildu deila duftkeri eftir að búið væri að brenna þær. Þannig yrði þær saman í dauðanum rétt eins og í lífinu. Samkvæmt Bild verða tvíburasysturnar grafnar hjá móður sinni og hundinum Yello. Í þessari grein er fjallað um dánaraðstoð og líknardauða. Það er ekki það sama og sjálfsvíg en fólki með sjálfsvígshugsanir er samt sem áður bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Dansferðalög, Eurovision og ítalskt bíó Tvíburasysturnar Alice og Ellen fæddust 20. ágúst 1936 í Nerchau í Saxlandi. Þær hófu að æfa ballet sex ára og voru komnar í ballet-prógram Leipzig-óperunnar ellefu ára gamlar. Kessler-fjölskyldan flúði Austur-Þýskaland til Düsseldorf árið 1952. Systurnar ferðuðust síðan um Evrópu og Bandaríkin þar sem þær dönsuðu með stjörnum á borð við Frank Sinatra og Fred Astaire. Kessler og komu fram í Le Lido-leikhúsinu í París frá 1955 til 1960. Kessler-tvíburarnir komu reglulega fram í sjónvarpi og í kvikmyndum.Getty Systurnar hófu að leika í kvikmyndum, aðallega vestur-þýskum söngleikjum og gamanmyndum, um miðjan sjötta áratuginn. Þær voru síðan fulltrúar Vestur-Þýskalands í Eurovision árið 1959 og lentu í áttunda sæti með lagið „Heute Abend wollen wir tanzen geh'n“ eða „Í kvöld viljum við fara að dansa“. Systurnar fluttu síðan til Ítalíu 1962 og hófu þá að leika í alvarlegri rullum og urðu svo gríðarvinsælar vegna þátttöku sinnar í gamanþáttunum Studio Uno á ítölsku sjónvarpsstöðinni RAI. Systurnar sátu fyrir á forsíðu ítalska Playboy árið 1975 og hefur ekkert tölublað ítalska tímaritsins selst jafnhratt. Kessler-tvíburarnir nutu líka frægðar í Bandaríkjunum, komu fyrir í sjónvarpsþáttunum The Red Skelton Hour, The Ed Sullivan Show og The Dean Martin Show á sjöunda áratugnum. Systurnar fluttu síðan aftur til Þýskalands árið 1986 og bjuggu til æviloka í Grünwald skammt frá München. Systurnar kíktu á Roncalli-sirkusinn í München fyrir tæpum mánuði síðan.Getty Andlát Þýskaland Dans Hollywood Ítalía Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Þýska fréttablaðið Bild greinir frá andláti tvíburasystranna sem létust mánudaginn 17. nóvember í Grünwald í Bæjaralandi. Samkvæmt blaðinu tóku systurnar ákvörðun „um að binda endi á líf sitt saman“ og var lögreglu greint frá andláti þeirra í kjölfarið. Læknisaðstoð við að deyja (e. Medical Aid in Dying) hefur verið lögleg í Þýskalandi frá 2019 og er ólík hefðbundinni dánaraðstoð (e. euthanasia) að því leyti að sjúklingurinn tekur líknandi lyf sjálfur frekar en að læknir veiti honum þau beint. Hugtakanotkun í þessum málum hefur verið nokkuð á reiki og hafa hugtökin líknardráp og líknardauði verið notuð gegnum árin. Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, segir best að hugtakið dánaraðstoð sé notað í öllum tilfellum. Kessler-tvíburarnir greindu frá því í apríl 2024 að þær vildu deila duftkeri eftir að búið væri að brenna þær. Þannig yrði þær saman í dauðanum rétt eins og í lífinu. Samkvæmt Bild verða tvíburasysturnar grafnar hjá móður sinni og hundinum Yello. Í þessari grein er fjallað um dánaraðstoð og líknardauða. Það er ekki það sama og sjálfsvíg en fólki með sjálfsvígshugsanir er samt sem áður bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Dansferðalög, Eurovision og ítalskt bíó Tvíburasysturnar Alice og Ellen fæddust 20. ágúst 1936 í Nerchau í Saxlandi. Þær hófu að æfa ballet sex ára og voru komnar í ballet-prógram Leipzig-óperunnar ellefu ára gamlar. Kessler-fjölskyldan flúði Austur-Þýskaland til Düsseldorf árið 1952. Systurnar ferðuðust síðan um Evrópu og Bandaríkin þar sem þær dönsuðu með stjörnum á borð við Frank Sinatra og Fred Astaire. Kessler og komu fram í Le Lido-leikhúsinu í París frá 1955 til 1960. Kessler-tvíburarnir komu reglulega fram í sjónvarpi og í kvikmyndum.Getty Systurnar hófu að leika í kvikmyndum, aðallega vestur-þýskum söngleikjum og gamanmyndum, um miðjan sjötta áratuginn. Þær voru síðan fulltrúar Vestur-Þýskalands í Eurovision árið 1959 og lentu í áttunda sæti með lagið „Heute Abend wollen wir tanzen geh'n“ eða „Í kvöld viljum við fara að dansa“. Systurnar fluttu síðan til Ítalíu 1962 og hófu þá að leika í alvarlegri rullum og urðu svo gríðarvinsælar vegna þátttöku sinnar í gamanþáttunum Studio Uno á ítölsku sjónvarpsstöðinni RAI. Systurnar sátu fyrir á forsíðu ítalska Playboy árið 1975 og hefur ekkert tölublað ítalska tímaritsins selst jafnhratt. Kessler-tvíburarnir nutu líka frægðar í Bandaríkjunum, komu fyrir í sjónvarpsþáttunum The Red Skelton Hour, The Ed Sullivan Show og The Dean Martin Show á sjöunda áratugnum. Systurnar fluttu síðan aftur til Þýskalands árið 1986 og bjuggu til æviloka í Grünwald skammt frá München. Systurnar kíktu á Roncalli-sirkusinn í München fyrir tæpum mánuði síðan.Getty
Í þessari grein er fjallað um dánaraðstoð og líknardauða. Það er ekki það sama og sjálfsvíg en fólki með sjálfsvígshugsanir er samt sem áður bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218.
Andlát Þýskaland Dans Hollywood Ítalía Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“