Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 18. nóvember 2025 13:01 Frá og með áramótum mun fjárhagslegur stuðningur hækka til þeirra leigjenda sem búa tveir eða fleiri saman og fá sérstakan húsnæðisstuðning frá Reykjavíkurborg. Greiðslurnar hækka um 10.000 krónur á mánuði fyrir þau sem eru undir tilteknum tekjumörkum. Fyrir tveggja manna heimili eru tekjumörkin um 8 milljónir króna á ári og hækka eftir því sem heimilisfólki fjölgar. Að hækka þennan stuðning er mikilvægt skref til að styðja betur við þau heimili sem bera þungan húsnæðiskostnað. Hvernig virkar húsnæðisstuðningur? Leigjendur sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað geta átt rétt á tvenns konar stuðningi: húsnæðisbótum frá ríkinu og sérstökum húsnæðisstuðningi frá sveitarfélagi. Hjá Reykjavíkurborg gildir sú regla að leigjendur sem eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi fá 1.000 krónur í stuðning fyrir hverjar 1.000 krónur í húsnæðisbætur. Í sumum sveitarfélögum er stuðningurinn lægri, eða 900 krónur fyrir hverjar 1.000 krónur frá ríkinu. Stuðningurinn hefur hingað til verið háður þaki. Í mesta lagi hefur verið hægt að fá 100.000 krónur á mánuði samanlagt í húsnæðisbætur og sérstakan stuðning. Með breytingum samstarfsflokkanna í borgarstjórn hækkar þetta þak í 110.000 krónur á mánuði og skilar þannig raunverulega auknum stuðningi til þeirra sem þurfa á honum að halda. Rót vandans er hagnaðardrifinn leigumarkaður Leigjendur búa við alvarlega stöðu þar sem húsnæðiskostnaður er óbærilega hár og ógnar fjárhagslegu öryggi fjölda heimila. Úttektir sýna að leigjendur greiða jafnvel 70% eða meira af launum sínum í húsnæði. Húsnæði hefur verið fjármálavætt og litlar hömlur eru á leigusölum, sem geta dregið til sín óhóflegt fjármagn frá leigjendum. Skortur á regluverki og eftirliti hefur skapað aðstæður þar sem leigjendur eru berskjaldaðir gagnvart óhóflegum hækkunum og ótryggum leigusamningum. Afleiðingarnar eru skýrar Há húsaleiga þýðir að leigjendur þurfa að verja stærstum hluta tekna sinna í leigu. Lítið situr eftir til nauðsynja, svo sem matar, samgangna og heilbrigðisþjónustu. Þegar stærsti hluti tekna fer í leigu er augljóst að ekki er hægt að spara og leigjendur festast margir hverjir í vítahring fjárhagslegs óöryggis. Hár húsnæðiskostnaður skapar ekki eingöngu fjárhagslegt álag, heldur einnig félagsleg vandamál sem skerða lífsgæði og framtíðarmöguleika fólks. Í samanburði við húseigendur eru leigjendur verr settir. Staða leigjenda í samanburði við húseigendur er slæm á marga mælikvarða. Leigjendur búa við minna húsnæðisöryggi. · Algengara er að leigjendur búi ekki í því hverfi eða á þeim stað sem þeir myndu helst kjósa að búa á. · Algengara að þrengra sé um leigjendur samanborið við húseigendur. Hvað þarf að gera? Vandinn er hagnaðardrifinn og óregluvæddur leigumarkaður. Lausnin felst í því að breyta húsnæðisuppbyggingu þannig að hún tryggi heimili fyrir fólk, ekki fjárfestingareignir fyrir þau efnameiri. Ég tel mikilvægt að hið opinbera byggi raunverulega félagslegt leiguhúsnæði og legg áherslu á það í mínum störfum sem borgarfulltrúi. Jafnframt þurfa sveitarfélög að auka samvinnu við óhagnaðardrifna aðila líkt og verkalýðshreyfinguna, til að tryggja gott húsnæði á eðlilegu verði. Þar til slíkt raungerist þarf að mæta leigjendum þar sem þeir eru staddir. Hækkun á þaki húsnæðisstuðnings er liður í því. Samstarfsflokkarnir í borgarstjórn leggja til breytingar sem skila hærri fjárhagslegum stuðningi til leigjenda, sérstaklega til þeirra sem búa tvö eða fleiri saman, líkt og á við um barnafjölskyldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Frá og með áramótum mun fjárhagslegur stuðningur hækka til þeirra leigjenda sem búa tveir eða fleiri saman og fá sérstakan húsnæðisstuðning frá Reykjavíkurborg. Greiðslurnar hækka um 10.000 krónur á mánuði fyrir þau sem eru undir tilteknum tekjumörkum. Fyrir tveggja manna heimili eru tekjumörkin um 8 milljónir króna á ári og hækka eftir því sem heimilisfólki fjölgar. Að hækka þennan stuðning er mikilvægt skref til að styðja betur við þau heimili sem bera þungan húsnæðiskostnað. Hvernig virkar húsnæðisstuðningur? Leigjendur sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað geta átt rétt á tvenns konar stuðningi: húsnæðisbótum frá ríkinu og sérstökum húsnæðisstuðningi frá sveitarfélagi. Hjá Reykjavíkurborg gildir sú regla að leigjendur sem eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi fá 1.000 krónur í stuðning fyrir hverjar 1.000 krónur í húsnæðisbætur. Í sumum sveitarfélögum er stuðningurinn lægri, eða 900 krónur fyrir hverjar 1.000 krónur frá ríkinu. Stuðningurinn hefur hingað til verið háður þaki. Í mesta lagi hefur verið hægt að fá 100.000 krónur á mánuði samanlagt í húsnæðisbætur og sérstakan stuðning. Með breytingum samstarfsflokkanna í borgarstjórn hækkar þetta þak í 110.000 krónur á mánuði og skilar þannig raunverulega auknum stuðningi til þeirra sem þurfa á honum að halda. Rót vandans er hagnaðardrifinn leigumarkaður Leigjendur búa við alvarlega stöðu þar sem húsnæðiskostnaður er óbærilega hár og ógnar fjárhagslegu öryggi fjölda heimila. Úttektir sýna að leigjendur greiða jafnvel 70% eða meira af launum sínum í húsnæði. Húsnæði hefur verið fjármálavætt og litlar hömlur eru á leigusölum, sem geta dregið til sín óhóflegt fjármagn frá leigjendum. Skortur á regluverki og eftirliti hefur skapað aðstæður þar sem leigjendur eru berskjaldaðir gagnvart óhóflegum hækkunum og ótryggum leigusamningum. Afleiðingarnar eru skýrar Há húsaleiga þýðir að leigjendur þurfa að verja stærstum hluta tekna sinna í leigu. Lítið situr eftir til nauðsynja, svo sem matar, samgangna og heilbrigðisþjónustu. Þegar stærsti hluti tekna fer í leigu er augljóst að ekki er hægt að spara og leigjendur festast margir hverjir í vítahring fjárhagslegs óöryggis. Hár húsnæðiskostnaður skapar ekki eingöngu fjárhagslegt álag, heldur einnig félagsleg vandamál sem skerða lífsgæði og framtíðarmöguleika fólks. Í samanburði við húseigendur eru leigjendur verr settir. Staða leigjenda í samanburði við húseigendur er slæm á marga mælikvarða. Leigjendur búa við minna húsnæðisöryggi. · Algengara er að leigjendur búi ekki í því hverfi eða á þeim stað sem þeir myndu helst kjósa að búa á. · Algengara að þrengra sé um leigjendur samanborið við húseigendur. Hvað þarf að gera? Vandinn er hagnaðardrifinn og óregluvæddur leigumarkaður. Lausnin felst í því að breyta húsnæðisuppbyggingu þannig að hún tryggi heimili fyrir fólk, ekki fjárfestingareignir fyrir þau efnameiri. Ég tel mikilvægt að hið opinbera byggi raunverulega félagslegt leiguhúsnæði og legg áherslu á það í mínum störfum sem borgarfulltrúi. Jafnframt þurfa sveitarfélög að auka samvinnu við óhagnaðardrifna aðila líkt og verkalýðshreyfinguna, til að tryggja gott húsnæði á eðlilegu verði. Þar til slíkt raungerist þarf að mæta leigjendum þar sem þeir eru staddir. Hækkun á þaki húsnæðisstuðnings er liður í því. Samstarfsflokkarnir í borgarstjórn leggja til breytingar sem skila hærri fjárhagslegum stuðningi til leigjenda, sérstaklega til þeirra sem búa tvö eða fleiri saman, líkt og á við um barnafjölskyldur.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun