Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. nóvember 2025 06:47 Lögreglan segir aukið alþjóðasamstarf sterkasta vopnið gegn skipulögðum glæpahópum. Vísir/Vilhelm Tilfellum þar sem skipulagðir glæpahópar beita öðrum fyrir sig til ofbeldisverka gegn greiðslu fer fjölgandi hér á landi. Sérfræðingur segir þetta í takti við þróunina á Norðurlöndum. Fjórum var vísað frá á landamærunum í sumar vegna þessa. Ljóst sé að efla þurfi alþjóðasamstarf þar sem ljóst sé að brotahópar virði ekki landamæri. Fjallað er um verknaðinn, ofbeldi til kaups (e. violence as a service) í nýrri skýrslu sem embætti ríkislögreglustjóra birti á dögunum. Þar kemur fram að innan skipulagðrar brotastarfsemi séu hópar sem leita til einstaklinga til að framkvæma ofbeldis verk gegn greiðslu. Þetta geti verið í gegnum persónuleg tengsl eða samfélagsmiðla. Þá hafi aðferðafræðin einkum tengst handrukkunum. Kemur fram í skýrslunni að fjórum hafi í sumar verið vísað frá á landamærunum, þar sem þeir tilheyrðu erlendum brotahópi sem sérhæfir sig í ofbeldi til kaups. Hópurinn býður fram þjónustu í að framkvæma alvarlegan ofbeldisverknað gegn greiðslu. Vísað er til tvennskonar dæma af ofbeldi til kaups hér á landi, þegar kveikt var í bíl lögreglumanns árið 2023 og þegar öðrum lögreglumanni var hótað á heimili sínu af fjórum ungum einstaklingum sem voru vopnaðir hnífum. Auðveldar brotahópum að fela sig Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra segir í samtali við Vísi að aðferðafræðin auðveldi brotahópum að koma í veg fyrir að hægt sé að sækja einstaklinga í efstu lögum þeirra til saka. „Þetta er veruleiki sem blasir ekki bara við okkur hér á Íslandi heldur líka á Norðurlöndum og það er í kjölfar öflugs alþjóðasamstarfs sem lögreglan á Íslandi er að bregðast við svona hópum,“ segir Katrín. Hún segir að þó dæmi séu tekin í skýrslunni um slík brot gegn lögreglufólki einskorðist þau ekki við það. „En það er mjög alvarlegt þegar þetta beinist gegn opinberum starfsmönnum. Það sem er áhugavert eins og í íkveikjumálinu, það kemur fram í ákæru að hver og einn hefur ákveðið hlutverk í ferlinu. Það er algengast við þessa aðferðafræði. Það eru einhverjir milliliðir, svo eru gerendur en svo eru upphafsmenn ofbeldisverksins sem sjást hvergi.“ Hærra settir í keðjunni Upphafsmenn ofbeldisins til kaups séu miklu hærra settir í keðjunni. „Þannig það er ekki alltaf sjáanlegt hverjir raunverulegir gerendur eru og hverjir það eru sem eru að panta þessa þjónustu. Þarna er komin aðferðafræði sem gerir brotahópum kleyft að fela slóð sína.“ Katrín segir lögregluna á Íslandi búa yfir öflugri greiningargetu og rannsóknargetu. Þó sé þörf á því að efla alþjóðasamstarf þar sem brotahóparnir virði ekki landamæri. Þó Ísland sé eyja sé það sama að gerast hér og í nágrannalöndum okkar. Þá hafi ríkislögreglustjóri einnig merkt fjölgun afbrota til kaups. „Sem er svipuð aðferðafræði, þar sem raunverulegur gerandi pantar afbrot til að fela slóð sína. Það eru samnefnarar þarna á milli og þessi útvistun á afbrotum er ný aðferðafræði sem við höfum bent á hér á landi.“ Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Skipulögð brotastarfsemi er orðin ein helsta áskorun lögreglunnar hér á landi, eins og víða annarsstaðar í heiminum. Á síðustu tíu árum hefur fjöldi hópa sem stunda skipulagða glæpastarfsemi hér á landi tvöfaldast. 14. nóvember 2025 10:14 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Sjá meira
Fjallað er um verknaðinn, ofbeldi til kaups (e. violence as a service) í nýrri skýrslu sem embætti ríkislögreglustjóra birti á dögunum. Þar kemur fram að innan skipulagðrar brotastarfsemi séu hópar sem leita til einstaklinga til að framkvæma ofbeldis verk gegn greiðslu. Þetta geti verið í gegnum persónuleg tengsl eða samfélagsmiðla. Þá hafi aðferðafræðin einkum tengst handrukkunum. Kemur fram í skýrslunni að fjórum hafi í sumar verið vísað frá á landamærunum, þar sem þeir tilheyrðu erlendum brotahópi sem sérhæfir sig í ofbeldi til kaups. Hópurinn býður fram þjónustu í að framkvæma alvarlegan ofbeldisverknað gegn greiðslu. Vísað er til tvennskonar dæma af ofbeldi til kaups hér á landi, þegar kveikt var í bíl lögreglumanns árið 2023 og þegar öðrum lögreglumanni var hótað á heimili sínu af fjórum ungum einstaklingum sem voru vopnaðir hnífum. Auðveldar brotahópum að fela sig Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra segir í samtali við Vísi að aðferðafræðin auðveldi brotahópum að koma í veg fyrir að hægt sé að sækja einstaklinga í efstu lögum þeirra til saka. „Þetta er veruleiki sem blasir ekki bara við okkur hér á Íslandi heldur líka á Norðurlöndum og það er í kjölfar öflugs alþjóðasamstarfs sem lögreglan á Íslandi er að bregðast við svona hópum,“ segir Katrín. Hún segir að þó dæmi séu tekin í skýrslunni um slík brot gegn lögreglufólki einskorðist þau ekki við það. „En það er mjög alvarlegt þegar þetta beinist gegn opinberum starfsmönnum. Það sem er áhugavert eins og í íkveikjumálinu, það kemur fram í ákæru að hver og einn hefur ákveðið hlutverk í ferlinu. Það er algengast við þessa aðferðafræði. Það eru einhverjir milliliðir, svo eru gerendur en svo eru upphafsmenn ofbeldisverksins sem sjást hvergi.“ Hærra settir í keðjunni Upphafsmenn ofbeldisins til kaups séu miklu hærra settir í keðjunni. „Þannig það er ekki alltaf sjáanlegt hverjir raunverulegir gerendur eru og hverjir það eru sem eru að panta þessa þjónustu. Þarna er komin aðferðafræði sem gerir brotahópum kleyft að fela slóð sína.“ Katrín segir lögregluna á Íslandi búa yfir öflugri greiningargetu og rannsóknargetu. Þó sé þörf á því að efla alþjóðasamstarf þar sem brotahóparnir virði ekki landamæri. Þó Ísland sé eyja sé það sama að gerast hér og í nágrannalöndum okkar. Þá hafi ríkislögreglustjóri einnig merkt fjölgun afbrota til kaups. „Sem er svipuð aðferðafræði, þar sem raunverulegur gerandi pantar afbrot til að fela slóð sína. Það eru samnefnarar þarna á milli og þessi útvistun á afbrotum er ný aðferðafræði sem við höfum bent á hér á landi.“
Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Skipulögð brotastarfsemi er orðin ein helsta áskorun lögreglunnar hér á landi, eins og víða annarsstaðar í heiminum. Á síðustu tíu árum hefur fjöldi hópa sem stunda skipulagða glæpastarfsemi hér á landi tvöfaldast. 14. nóvember 2025 10:14 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Sjá meira
Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Skipulögð brotastarfsemi er orðin ein helsta áskorun lögreglunnar hér á landi, eins og víða annarsstaðar í heiminum. Á síðustu tíu árum hefur fjöldi hópa sem stunda skipulagða glæpastarfsemi hér á landi tvöfaldast. 14. nóvember 2025 10:14