30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar 19. nóvember 2025 11:17 Inngilding íbúa af erlendum uppruna er ein stærsta samfélagslega áskorun Íslands í dag. Það sést skýrt í pólitískri umræðu. Reykjavíkurborg kynnti nýverið drög að nýrri fjölmenningarstefnu sem byggir á inngildingu. Það er mikilvægt skref í átt að sanngjarnara og sterkara borgarsamfélagi. Inngilding snýst ekki bara um móttöku. Hún snýst um þátttöku og kosningar eru skýrasta form lýðræðislegrar þátttöku. Í dag eru íbúar af erlendum uppruna um 20% íbúa Reykjavíkurborgar og atvinnuþátttaka þeirra er hærri en meðal þeirra sem fæddir eru hér. Þessi hópur leggur því verulega til efnahagslífs borgarinnar og samfélagsins í heild. Útsvarstekjur Reykjavíkurborgar á árinu 2026 eru áætlaðar rúmlega 150 milljarðar króna og má ætla að íbúar af erlendum uppruna greiði umtalsverðan hluta þeirra. Jafnvel allt að 30 milljörðum króna á ári. Þetta eru tugir þúsunda borgarbúa sem hjálpa til við að halda borginni gangandi og greiða fyrir þjónustuna sem hún veitir. Þrátt fyrir þessi skýru og jákvæðu efnahagslegu áhrif býr stór hluti þessa hóps við skert lýðræðisleg réttindi. Með nýjum kosningalögum sem tóku gildi árið 2022 var kosningaréttur erlendra ríkisborgara rýmkaður, en aðeins að hluta. Norrænir ríkisborgarar hafa nú kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum strax við flutning til Íslands. Aðrir erlendir ríkisborgarar þurfa aftur á móti að bíða í þrjú ár, þrátt fyrir að flest þeirra hafi ekki kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum í heimalandi sínu þar sem þau hafa ekki lögheimili þar. Niðurstaðan er sú að tugir þúsunda borgarbúa sem taka fullan þátt í atvinnulífi, samfélagi og skattkerfi landsins hafa takmarkaða möguleika til beinnar lýðræðislegrar þátttöku. Þau fá því takmarkaða möguleika til að hafa áhrif á nærsamfélag sitt. Það er staða sem samræmist illa markmiðum um inngildingu og samfélagslega samstöðu. Ef við ætlum að ná árangri í inngildingu í verki, ekki bara í orði, er ljóst að eitt áhrifamesta skrefið væri að veita öllum erlendum íbúum kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum á sömu forsendum og norrænum ríkisborgurum. Með því myndi þátttaka aukast, tengsl milli íbúahópa styrkjast og skapast skýr hvati fyrir stjórnmálafólk til að setja málefni þessa stóra og mikilvæga hóps í forgang. Það er bæði sanngjarnt og skynsamlegt. Þetta er spurning um sterkara og réttlátara borgarsamfélag. Höfundur er með meistarapróf í stjórnmálafræði, með sérhæfingu í stjórnun og starfsumhverfi sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmenning Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Inngilding íbúa af erlendum uppruna er ein stærsta samfélagslega áskorun Íslands í dag. Það sést skýrt í pólitískri umræðu. Reykjavíkurborg kynnti nýverið drög að nýrri fjölmenningarstefnu sem byggir á inngildingu. Það er mikilvægt skref í átt að sanngjarnara og sterkara borgarsamfélagi. Inngilding snýst ekki bara um móttöku. Hún snýst um þátttöku og kosningar eru skýrasta form lýðræðislegrar þátttöku. Í dag eru íbúar af erlendum uppruna um 20% íbúa Reykjavíkurborgar og atvinnuþátttaka þeirra er hærri en meðal þeirra sem fæddir eru hér. Þessi hópur leggur því verulega til efnahagslífs borgarinnar og samfélagsins í heild. Útsvarstekjur Reykjavíkurborgar á árinu 2026 eru áætlaðar rúmlega 150 milljarðar króna og má ætla að íbúar af erlendum uppruna greiði umtalsverðan hluta þeirra. Jafnvel allt að 30 milljörðum króna á ári. Þetta eru tugir þúsunda borgarbúa sem hjálpa til við að halda borginni gangandi og greiða fyrir þjónustuna sem hún veitir. Þrátt fyrir þessi skýru og jákvæðu efnahagslegu áhrif býr stór hluti þessa hóps við skert lýðræðisleg réttindi. Með nýjum kosningalögum sem tóku gildi árið 2022 var kosningaréttur erlendra ríkisborgara rýmkaður, en aðeins að hluta. Norrænir ríkisborgarar hafa nú kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum strax við flutning til Íslands. Aðrir erlendir ríkisborgarar þurfa aftur á móti að bíða í þrjú ár, þrátt fyrir að flest þeirra hafi ekki kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum í heimalandi sínu þar sem þau hafa ekki lögheimili þar. Niðurstaðan er sú að tugir þúsunda borgarbúa sem taka fullan þátt í atvinnulífi, samfélagi og skattkerfi landsins hafa takmarkaða möguleika til beinnar lýðræðislegrar þátttöku. Þau fá því takmarkaða möguleika til að hafa áhrif á nærsamfélag sitt. Það er staða sem samræmist illa markmiðum um inngildingu og samfélagslega samstöðu. Ef við ætlum að ná árangri í inngildingu í verki, ekki bara í orði, er ljóst að eitt áhrifamesta skrefið væri að veita öllum erlendum íbúum kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum á sömu forsendum og norrænum ríkisborgurum. Með því myndi þátttaka aukast, tengsl milli íbúahópa styrkjast og skapast skýr hvati fyrir stjórnmálafólk til að setja málefni þessa stóra og mikilvæga hóps í forgang. Það er bæði sanngjarnt og skynsamlegt. Þetta er spurning um sterkara og réttlátara borgarsamfélag. Höfundur er með meistarapróf í stjórnmálafræði, með sérhæfingu í stjórnun og starfsumhverfi sveitarfélaga.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun