„Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. nóvember 2025 14:17 Kristín Dís í baráttunni við Joy Ogochuckwu í fyrri leik Breiðabliks og Fortuna Hjörring. vísir / anton brink Breiðablik er með bakið upp við vegg og þarf að sækja sigur gegn Fortuna Hjörring í dag til að detta ekki úr leik í Evrópubikarnum en leikurinn mun fara fram í drullugum aðstæðum í Danmörku. Breiðablik tapaði fyrri leik liðanna á Kópavogsvelli 1-0 en átti ágætis leik. Íslandsmeistararnir voru þá að koma úr tæplega mánaðarlöngu leikjahléi eftir að Besta deildin kláraðist. „Í fyrri leiknum heima vorum við að spila í fyrsta skipti í langan tíma og ég held að við höfum fundið svolítið fyrir því. Við vorum ekki alveg að finna taktinn en mér fannst við samt spila ágætlega og við sköpuðum alveg færi til að skora en það bara gekk ekki upp þá. Þannig að við ætlum auðvitað að reyna að skora í kvöld og við þurfum að skora til að detta ekki út“ sagði Kristín Dís Árnadóttir, varnarmaður Breiðabliks, í samtali við Vísi. Tvöfalda vörnina á Joy Joy Ogochuckwu skoraði eina mark leiksins í síðustu viku úr skoti við vítateiginn í upphafi seinni hálfleiks. Kristín segir Blikana þurfa að hafa góðar gætur á henni í kvöld. „Já við vissum að hún væri hörkuframherji. Hún er stór og sterk og búin að skora mikið í dönsku deildinni. Mér fannst við svosem hafa góðar gætur á henni í fyrri leiknum, en jú við þurfum að tvöfalda á hana og loka vel á hana.“ View this post on Instagram Stáltakkar í töskunni Spilað verður á náttúrulegu grasi, en ekki gervigrasi eins og Blikakonur eru vanar. Grasið í Danmörku er ekki í besta ásigkomulaginu, enda komið langt fram í nóvember, en Blikarnir pökkuðu stáltakkaskóm í töskurnar á leiðinni út. „Við tókum æfingu í gær og hann er alveg smá þungur, svolítil drulla í honum, en ekkert sem við erum óvanar, við höfum allar spilað hér og þar. En það er auðvitað frekar kalt og búið að rigna mikið, þannig að hann er smá þungur, en völlurinn er eins fyrir bæði lið. Þannig að við bara tökum þessu, réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur. Við erum allar með stáltakka- eða grasskó, þetta verður held ég allt í lagi.“ View this post on Instagram Síðasti leikur ársins Ef Breiðablik nær að snúa einvíginu við kemst liðið áfram í átta liða úrslit Evrópubikarsins, sem verða ekki spiluð fyrr en í febrúar. Þetta er því í rauninni síðasti leikurinn á tímabilinu, og líka síðasti leikur liðsins undir stjórn Nik Chamberlain. „Við munum skilja allt eftir á vellinum. Nik er búinn að gera frábæra hluti fyrir klúbbinn og við viljum enda þetta tímabil vel, fyrir hann og okkur sjálfar.“ Leikur Fortuna Hjörring og Breiðabliks hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Breiðablik Evrópubikar kvenna í fótbolta Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Sjá meira
Breiðablik tapaði fyrri leik liðanna á Kópavogsvelli 1-0 en átti ágætis leik. Íslandsmeistararnir voru þá að koma úr tæplega mánaðarlöngu leikjahléi eftir að Besta deildin kláraðist. „Í fyrri leiknum heima vorum við að spila í fyrsta skipti í langan tíma og ég held að við höfum fundið svolítið fyrir því. Við vorum ekki alveg að finna taktinn en mér fannst við samt spila ágætlega og við sköpuðum alveg færi til að skora en það bara gekk ekki upp þá. Þannig að við ætlum auðvitað að reyna að skora í kvöld og við þurfum að skora til að detta ekki út“ sagði Kristín Dís Árnadóttir, varnarmaður Breiðabliks, í samtali við Vísi. Tvöfalda vörnina á Joy Joy Ogochuckwu skoraði eina mark leiksins í síðustu viku úr skoti við vítateiginn í upphafi seinni hálfleiks. Kristín segir Blikana þurfa að hafa góðar gætur á henni í kvöld. „Já við vissum að hún væri hörkuframherji. Hún er stór og sterk og búin að skora mikið í dönsku deildinni. Mér fannst við svosem hafa góðar gætur á henni í fyrri leiknum, en jú við þurfum að tvöfalda á hana og loka vel á hana.“ View this post on Instagram Stáltakkar í töskunni Spilað verður á náttúrulegu grasi, en ekki gervigrasi eins og Blikakonur eru vanar. Grasið í Danmörku er ekki í besta ásigkomulaginu, enda komið langt fram í nóvember, en Blikarnir pökkuðu stáltakkaskóm í töskurnar á leiðinni út. „Við tókum æfingu í gær og hann er alveg smá þungur, svolítil drulla í honum, en ekkert sem við erum óvanar, við höfum allar spilað hér og þar. En það er auðvitað frekar kalt og búið að rigna mikið, þannig að hann er smá þungur, en völlurinn er eins fyrir bæði lið. Þannig að við bara tökum þessu, réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur. Við erum allar með stáltakka- eða grasskó, þetta verður held ég allt í lagi.“ View this post on Instagram Síðasti leikur ársins Ef Breiðablik nær að snúa einvíginu við kemst liðið áfram í átta liða úrslit Evrópubikarsins, sem verða ekki spiluð fyrr en í febrúar. Þetta er því í rauninni síðasti leikurinn á tímabilinu, og líka síðasti leikur liðsins undir stjórn Nik Chamberlain. „Við munum skilja allt eftir á vellinum. Nik er búinn að gera frábæra hluti fyrir klúbbinn og við viljum enda þetta tímabil vel, fyrir hann og okkur sjálfar.“ Leikur Fortuna Hjörring og Breiðabliks hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Breiðablik Evrópubikar kvenna í fótbolta Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Sjá meira