Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2025 23:18 Nik Chamberlain kvaddi Breiðablik eftir að hafa komið liðinu í átta liða úrslit Evrópubikars kvenna í fótbolta. vísir/anton Breiðablik tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í fótbolta með dramatískum sigri á Fortuna Hjørring á útivelli, 2-4. Sigurgleði Blikaliðsins í leikslok var ósvikin og fráfarandi þjálfari þess fór fögrum orðum um það í kveðjuræðu sinni. Breiðablik tapaði fyrri leiknum gegn Fortuna Hjørring á Kópavogsvelli, 0-1, og lenti 2-0 undir í leiknum á Jótlandi í dag. En Íslands- og bikarmeistararnir gáfust ekki upp, skoruðu þrjú mörk og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni skoraði hin sautján ára Edith Kristín Kristjánsdóttir fjórða mark Blika og tryggði þeim sæti í næstu umferð. Breiðablik vann einvígið, 4-3 samanlagt. Eins og við mátti búast fögnuðu leikmenn og starfslið Breiðabliks vel og innilega í leiknum eins og sást á myndböndum sem birtust á Instagram-síðu félagsins. View this post on Instagram A post shared by Breiðablik FC (@breidablikfc) Nik Chamberlain stýrði Breiðabliki í síðasta sinn í kvöld en hann hefur verið ráðinn þjálfari Kristianstad í Svíþjóð. Nik hélt smá tölu úti á velli eftir leikinn í dag þar sem hann hrósaði Breiðabliksliðinu í hástert. „Þetta var ótrúlegt. Að koma til baka eins og við gerðum eftir að hafa lent 2-0 undir. Eins og við töluðum um í gær og fyrradag hafa allir hlutverk. Það skiptir ekki máli hvort þú spilar tíu mínútur eða 120. Allir gerðu sitt í dag,“ sagði Nik. „Við komum á helvíti erfiðan stað, 2-0 undir og unnum í fjandans framlengingu. Ég gat ekki beðið um meira þessi tvö ár sem ég hef verið hérna. Þetta var fullkominn endir.“ View this post on Instagram A post shared by Breiðablik FC (@breidablikfc) Í lokin sagðist Nik vonast til þess að Breiðablik myndi mæta Häcken í næstu umferð Evrópubikarsins. Og honum varð að ósk sinni því sænsku meistararnir slógu Inter út, 1-0 samanlagt. Leikir Breiðabliks og Häcken fara fram í febrúar á næsta ári. Þar stýrir Ian Jeffs Blikaliðinu en hann var ráðinn þjálfari þess á dögunum. Á þeim tveimur árum sem Nik stýrði Breiðabliki varð liðið tvívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. Evrópubikar kvenna í fótbolta Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Breiðablik tapaði fyrri leiknum gegn Fortuna Hjørring á Kópavogsvelli, 0-1, og lenti 2-0 undir í leiknum á Jótlandi í dag. En Íslands- og bikarmeistararnir gáfust ekki upp, skoruðu þrjú mörk og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni skoraði hin sautján ára Edith Kristín Kristjánsdóttir fjórða mark Blika og tryggði þeim sæti í næstu umferð. Breiðablik vann einvígið, 4-3 samanlagt. Eins og við mátti búast fögnuðu leikmenn og starfslið Breiðabliks vel og innilega í leiknum eins og sást á myndböndum sem birtust á Instagram-síðu félagsins. View this post on Instagram A post shared by Breiðablik FC (@breidablikfc) Nik Chamberlain stýrði Breiðabliki í síðasta sinn í kvöld en hann hefur verið ráðinn þjálfari Kristianstad í Svíþjóð. Nik hélt smá tölu úti á velli eftir leikinn í dag þar sem hann hrósaði Breiðabliksliðinu í hástert. „Þetta var ótrúlegt. Að koma til baka eins og við gerðum eftir að hafa lent 2-0 undir. Eins og við töluðum um í gær og fyrradag hafa allir hlutverk. Það skiptir ekki máli hvort þú spilar tíu mínútur eða 120. Allir gerðu sitt í dag,“ sagði Nik. „Við komum á helvíti erfiðan stað, 2-0 undir og unnum í fjandans framlengingu. Ég gat ekki beðið um meira þessi tvö ár sem ég hef verið hérna. Þetta var fullkominn endir.“ View this post on Instagram A post shared by Breiðablik FC (@breidablikfc) Í lokin sagðist Nik vonast til þess að Breiðablik myndi mæta Häcken í næstu umferð Evrópubikarsins. Og honum varð að ósk sinni því sænsku meistararnir slógu Inter út, 1-0 samanlagt. Leikir Breiðabliks og Häcken fara fram í febrúar á næsta ári. Þar stýrir Ian Jeffs Blikaliðinu en hann var ráðinn þjálfari þess á dögunum. Á þeim tveimur árum sem Nik stýrði Breiðabliki varð liðið tvívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari.
Evrópubikar kvenna í fótbolta Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu