„Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2025 14:30 Gabriel hjá Arsenal og Antoine Semenyo hjá Bournemouth eru báðir að glíma við meiðsli sem eru slæmar fréttir fyrir mörg Fantasy-lið landsmanna. Getty/Ryan Pierse/Dan Mullan Fjarvera Gabriel hjá Arsenal og Antoine Semenyo hjá Bournemouth er ekki aðeins slæm fyrir liðin þeirra því þetta eru líka slæmar fréttir fyrir marga Fantasy-spilara. Fantasýn fór yfir stöðuna með þessa tvo öflugu leikmenn. Þeir Gabriel og Semenyo hafa skilað ófáum stigum á tímabilinu til þessa og eru því í mörgum Fantasy-liðum. Staðreyndin er hins vegar sú að þeir eru báðir meiddir og Fantasýn-menn reyndu að svara því hvað sé best að gera í þessari stöðu. Fantasýn er Fantasy Premier League-hlaðvarp Sýnar, heimili enska boltans á Íslandi, og þáttastjórnendur eru Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban. Nýjasti þátturinn heitir „Tveir á toppnum“ og í honum voru mættir tveir fyrrum Íslandsmeistarar í Fantasy Premier League. Gabriel er lykilmaður í vörn Arsenal sem fær varla á sig mark og er auk þess að búa til mörk í föstum leikatriðum. Semenyo er bæði að skora og leggja upp mörk fyrir Bournemouth-liðið. „Við erum með lækni í stúdíóinu, doktor Gunnar Björn. Talandi um annað ertu ekki smá pirraður yfir því að það hafi einhver annar tekið upp nafnið doktor FPL á Íslandi,“ sagði Albert Þór Guðmundsson. Þarf að finna sé doktorsnafn „Ég hef hugsað þetta og við erum líka með Doktor Football. Við erum með doktora úti um allt og ég þarf að fara að finna mér eitthvað gott doktorsnafn,“ sagði Gunnar Björn Ólafsson. Hann var gestur þáttarins en þarna er á ferðinni stigahæsti leikmaður Fantasy Premier League á Íslandi tímabilið 2019-2020. „Við vinnum í því en við þurfum þitt álit,“ sagði Albert. „Doktor Gunni er náttúrulega klassík,“ sagði Gunnar. „Gabriel fer út af í landsleik á móti Brasilíu. Það er talað um vöðvameiðsl og hann heldur þarna um nárann á sér með einhvern klakapoka. Við hverju ert þú að búast sem læknir,“ spurði Albert. „Ég skoðaði þetta aðeins og þetta virtist ekki líta neitt alltof vel út. Hann virtist alveg finna til og vægar tognanir taka alltaf nokkrar vikur þó að þetta sé ekkert eitthvað háalvarlegt,“ sagði Gunnar. Arteta segir okkur aldrei neitt Það var rétt hjá Gunnari því nú er komið í ljós að Gabriel missir af næsta mánuði og spilar líklegast ekki aftur fyrr en á nýju ári. „Arteta segir okkur aldrei neitt og ég er ekki bjartsýnn á það að hann segi okkur eitthvað á blaðamannafundinum,“ sagði Gunnar. „Ef þetta eru fjórar til sex vikur þá er hann bara ‚must sell'. Við erum að fara inn í jólatörnina og hann er þá að missa af einhverjum sex til sjö leikvikum. Það er ekkert í boði og maður þarf þá bara að losa hann,“ sagði Albert. „Algjörlega,“ sagði Gunnar. Aðeins að íhuga ‚wild card' núna „Ég tók Gabriel það seint inn að ég er ekki að tapa miklu með því að losa hann,“ sagði Heiðmar Eyjólfsson sem var líka gestur í þætti vikunnar og hefur líka orðið tigahæsti leikmaður Fantasy Premier League á Íslandi. „Ég er aðeins að íhuga ‚wild card' núna. Það fer eftir því hvað kemur út úr þessu með Semenyo og Gabriel,“ sagði Heiðmar. Það má hlusta á þá ræða hvað sé besta að gera með þessa meiddu menn í þættinum sem er allur aðgengilegur hér fyrir neðan. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira
Fantasýn fór yfir stöðuna með þessa tvo öflugu leikmenn. Þeir Gabriel og Semenyo hafa skilað ófáum stigum á tímabilinu til þessa og eru því í mörgum Fantasy-liðum. Staðreyndin er hins vegar sú að þeir eru báðir meiddir og Fantasýn-menn reyndu að svara því hvað sé best að gera í þessari stöðu. Fantasýn er Fantasy Premier League-hlaðvarp Sýnar, heimili enska boltans á Íslandi, og þáttastjórnendur eru Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban. Nýjasti þátturinn heitir „Tveir á toppnum“ og í honum voru mættir tveir fyrrum Íslandsmeistarar í Fantasy Premier League. Gabriel er lykilmaður í vörn Arsenal sem fær varla á sig mark og er auk þess að búa til mörk í föstum leikatriðum. Semenyo er bæði að skora og leggja upp mörk fyrir Bournemouth-liðið. „Við erum með lækni í stúdíóinu, doktor Gunnar Björn. Talandi um annað ertu ekki smá pirraður yfir því að það hafi einhver annar tekið upp nafnið doktor FPL á Íslandi,“ sagði Albert Þór Guðmundsson. Þarf að finna sé doktorsnafn „Ég hef hugsað þetta og við erum líka með Doktor Football. Við erum með doktora úti um allt og ég þarf að fara að finna mér eitthvað gott doktorsnafn,“ sagði Gunnar Björn Ólafsson. Hann var gestur þáttarins en þarna er á ferðinni stigahæsti leikmaður Fantasy Premier League á Íslandi tímabilið 2019-2020. „Við vinnum í því en við þurfum þitt álit,“ sagði Albert. „Doktor Gunni er náttúrulega klassík,“ sagði Gunnar. „Gabriel fer út af í landsleik á móti Brasilíu. Það er talað um vöðvameiðsl og hann heldur þarna um nárann á sér með einhvern klakapoka. Við hverju ert þú að búast sem læknir,“ spurði Albert. „Ég skoðaði þetta aðeins og þetta virtist ekki líta neitt alltof vel út. Hann virtist alveg finna til og vægar tognanir taka alltaf nokkrar vikur þó að þetta sé ekkert eitthvað háalvarlegt,“ sagði Gunnar. Arteta segir okkur aldrei neitt Það var rétt hjá Gunnari því nú er komið í ljós að Gabriel missir af næsta mánuði og spilar líklegast ekki aftur fyrr en á nýju ári. „Arteta segir okkur aldrei neitt og ég er ekki bjartsýnn á það að hann segi okkur eitthvað á blaðamannafundinum,“ sagði Gunnar. „Ef þetta eru fjórar til sex vikur þá er hann bara ‚must sell'. Við erum að fara inn í jólatörnina og hann er þá að missa af einhverjum sex til sjö leikvikum. Það er ekkert í boði og maður þarf þá bara að losa hann,“ sagði Albert. „Algjörlega,“ sagði Gunnar. Aðeins að íhuga ‚wild card' núna „Ég tók Gabriel það seint inn að ég er ekki að tapa miklu með því að losa hann,“ sagði Heiðmar Eyjólfsson sem var líka gestur í þætti vikunnar og hefur líka orðið tigahæsti leikmaður Fantasy Premier League á Íslandi. „Ég er aðeins að íhuga ‚wild card' núna. Það fer eftir því hvað kemur út úr þessu með Semenyo og Gabriel,“ sagði Heiðmar. Það má hlusta á þá ræða hvað sé besta að gera með þessa meiddu menn í þættinum sem er allur aðgengilegur hér fyrir neðan.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira