Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 23:15 Meira að segja kettir hafa verið staðnir að því að taka sjálfur. Það hefur þó ekki líklega ekki komið jafnharkalega í bakið á þeim og þeim dópsala sem um er fjallað í þessari frétt. Getty Mohamed Hicham Rahmi hefur verið dæmdur í fjögurra ára og sex mánaða fangelsi fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot. Hann var dæmdur fyrir að standa að innflutningi kókaíns auk þess sem fjöldi fíkniefna fannst í fórum hans ætlaður til söludreifingar. Þrátt fyrir að vera ekki orðinn þrítugur á maðurinn þegar dóma á bakinu í Svíþjóð og hér heima fyrir dópsölu. Sjálfa var meðal sönnunargagna í málinu. Landsréttur þyngdi refsingu Mohamed sem hlaut fjögurra ára dóm í héraði. Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar þar sem ákæruvaldið krafðist þess að refsing ákærða yrði þyngd. Mohamed var ákærður fyrir að skipuleggja innflutning á tæplega tveimur kílóum af kókaíni af 87 prósenta styrkleika, ætlað til söludreifingar hér á landi. Hann var í slagtogi með þremur öðrum en atburðarásin átti sér stað í júlímánuði 2023. Þann 20. júlí fann tollgæslan hins vegar kókaín sem var í svörtum pokum í tölvuturni og skipti því út fyrir gerviefni. Þegar félagar Mohamed sóttu pakkann, elti lögreglan hópinn og handtók síðan. Meðal sönnunargagna var sími Mohamed sem hann sagði ekki vera sinn heldur sagði í eigu þriðja manns. Hins vegar kom í ljós að Mohamed var skráður inn á tölvupóstinn sinn í símanum og hafði smellt af einni sjálfu, svo talið var að framburður hans væri ótrúverðugur. Mikið magn fíkniefna fannst í bifreið og á heimili Mohamed var einnig dæmdur fyrir að hafa haft 226,5 grömm af kókaíni í fórum sínum ætlað til sölu og dreifingar. Efnin fundust í bíl meðákærðra, annars vegar í öryggisboxi og hins vegar í blárri íþróttatösku. Meðákærandinn benti lögreglu á fíkniefnin og sagði þau í eigu Mohamed. Hann viðurkenndi fyrir lögreglu að eiga öryggisboxið og sagði í því væri um hálf milljón króna. Eftir að honum var tjáð að þar hefðu ekki fundist peningaseðlar viðurkenndi hann að þar væri kókaín. Á lyklakippu Mohamed mátti einnig finna lykilinn að öryggisboxinu. Í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi sagðist Mohamed hins vegar ekki eiga öryggisboxið né íþróttatöskuna, líkt og meðákærandinn sagði. Framburðurinn þótti þó ekki trúverðugur og var hann sakfelldur fyrir vörsluna. Þann 23. júlí fundust einnig 234 grömm af kókaíni, 498 grömm af hassi, fimm grömm af metamfetamíni, 555 stykki af alprazolam Krka eins milligramma töflum og fjórir millilítrar af testósteróni. Mohamed játaði í skýrslutöku hjá lögreglu að hann ætti fíkniefnin sem fundust í íbúð sem hann hafði á leigu. Hann sagðist hafa stolið efnunum nokkrum dögum áður en hann var handtekinn. Meðákærandinn í Héraðsdómi sagði að Mohamed væri með efnin í sínum fórum til að selja þau. Hefur áður komist í kast við lögin Þegar Landsréttur ákvarðaði dóminn var litið til að innflutningur fíkniefnanna var í ágóðaskyni og einkenndist af sterkum brotavilja þar sem Mohamed skipulagði innflutninginn. Þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem hann kemst í kast við lögn. Þann 9. september 2019 var hann dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi í Svíþjóð fyrir fíkniefnasmygl og hefur sá dómur einnig ítrekunaráhrif hér á landi. Þá var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi þann 30. júní 2021 fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Landsréttur úrskurðaði Mohamed því í fjögurra og hálfs árs fangelsisvist, að undantöldum dögunum sem hann sat í gæsluvarðhaldi. Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Landsréttur þyngdi refsingu Mohamed sem hlaut fjögurra ára dóm í héraði. Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar þar sem ákæruvaldið krafðist þess að refsing ákærða yrði þyngd. Mohamed var ákærður fyrir að skipuleggja innflutning á tæplega tveimur kílóum af kókaíni af 87 prósenta styrkleika, ætlað til söludreifingar hér á landi. Hann var í slagtogi með þremur öðrum en atburðarásin átti sér stað í júlímánuði 2023. Þann 20. júlí fann tollgæslan hins vegar kókaín sem var í svörtum pokum í tölvuturni og skipti því út fyrir gerviefni. Þegar félagar Mohamed sóttu pakkann, elti lögreglan hópinn og handtók síðan. Meðal sönnunargagna var sími Mohamed sem hann sagði ekki vera sinn heldur sagði í eigu þriðja manns. Hins vegar kom í ljós að Mohamed var skráður inn á tölvupóstinn sinn í símanum og hafði smellt af einni sjálfu, svo talið var að framburður hans væri ótrúverðugur. Mikið magn fíkniefna fannst í bifreið og á heimili Mohamed var einnig dæmdur fyrir að hafa haft 226,5 grömm af kókaíni í fórum sínum ætlað til sölu og dreifingar. Efnin fundust í bíl meðákærðra, annars vegar í öryggisboxi og hins vegar í blárri íþróttatösku. Meðákærandinn benti lögreglu á fíkniefnin og sagði þau í eigu Mohamed. Hann viðurkenndi fyrir lögreglu að eiga öryggisboxið og sagði í því væri um hálf milljón króna. Eftir að honum var tjáð að þar hefðu ekki fundist peningaseðlar viðurkenndi hann að þar væri kókaín. Á lyklakippu Mohamed mátti einnig finna lykilinn að öryggisboxinu. Í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi sagðist Mohamed hins vegar ekki eiga öryggisboxið né íþróttatöskuna, líkt og meðákærandinn sagði. Framburðurinn þótti þó ekki trúverðugur og var hann sakfelldur fyrir vörsluna. Þann 23. júlí fundust einnig 234 grömm af kókaíni, 498 grömm af hassi, fimm grömm af metamfetamíni, 555 stykki af alprazolam Krka eins milligramma töflum og fjórir millilítrar af testósteróni. Mohamed játaði í skýrslutöku hjá lögreglu að hann ætti fíkniefnin sem fundust í íbúð sem hann hafði á leigu. Hann sagðist hafa stolið efnunum nokkrum dögum áður en hann var handtekinn. Meðákærandinn í Héraðsdómi sagði að Mohamed væri með efnin í sínum fórum til að selja þau. Hefur áður komist í kast við lögin Þegar Landsréttur ákvarðaði dóminn var litið til að innflutningur fíkniefnanna var í ágóðaskyni og einkenndist af sterkum brotavilja þar sem Mohamed skipulagði innflutninginn. Þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem hann kemst í kast við lögn. Þann 9. september 2019 var hann dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi í Svíþjóð fyrir fíkniefnasmygl og hefur sá dómur einnig ítrekunaráhrif hér á landi. Þá var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi þann 30. júní 2021 fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Landsréttur úrskurðaði Mohamed því í fjögurra og hálfs árs fangelsisvist, að undantöldum dögunum sem hann sat í gæsluvarðhaldi.
Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira