Handbolti

Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Orri var í banastuði en Sporting tókst ekki að sækja sigur. 
Orri var í banastuði en Sporting tókst ekki að sækja sigur.  Andrzej Iwanczuk/NurPhoto via Getty Images

Orri Freyr Þorkelsson átti frábæran leik fyrir Sporting og skoraði átta mörk en það dugði ekki til sigurs í heimsókn liðsins til Berlínar. Þýsku meistararnir Fuchse Berlin fögnuðu 33-29 sigri í 8. umferð Meistaradeildarinnar.

Orri skoraði mörkin átta úr ellefu skotum úr vinstra horninu og var markahæstur hjá sínu liði.

Lasse Andersson var markahæstur allra með níu mörk og Mathias Gidsel svaraði Orra jafnóðum, með átta mörk úr ellefu skotum úr vinstra horninu.

Sporting hefur nú tapað tveimur leikjum í röð í Meistaradeildinni en alls er liðið með fjóra sigra og fjögur töp þegar deildarkeppnin er rúmlega hálfnuð.

Fucshe Berlin er í efsta sæti með fullt hús stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×