Innlent

Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla handtók tvo Rúmena í gærkvöldi sem eru grunaðir um að hafa komið hingað til lands til að stela.
Lögregla handtók tvo Rúmena í gærkvöldi sem eru grunaðir um að hafa komið hingað til lands til að stela. Vísir/Einar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi tvo karlmenn frá Rúmeníu, sem eru grunaðir um vasaþjófnað. Mennirnir komu hingað til lands í fyrradag og sterkur grunur leikur á að þeir hafi komið hingað eingöngu til þess að fremja auðgunarbrot. Málið er í rannsókn.

Lögregla var einnig kölluð til vegna manns sem var sagður í annarlegu ástandi og að öskra í íbúðagötu. Sá reyndist ofurölvi ferðamaður, sem gat hvorki gert grein fyrir sjálfum sér né hvar hann ætti næturstað. Samkvæmt yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar gat viðkomandi „ekki sýslað með eigin tilveru“ og var því vistaður í fangageymslu.

Þrjár tilkynningar bárust um hnupl í matvöruverslunum í póstnúmerinu 103. Í öllum tilvikum voru málin leyst á vettvangi. Sex ökumenn voru stöðvaðir í umferðinni grunaðir um akstur undir áhrifum. Alls voru 49 mál skráð í kerfi lögreglu á vaktinni og fimm gistu fangageymslur nú í morgunsárið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×