Innlent

Fjörðurinn orðinn tvö­falt stærri

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Gina Tricot er meðal nýrra verslana.
Gina Tricot er meðal nýrra verslana. Aðsend/Gunnhildur Arna

Fjörðurinn, verslunarmiðstöð Hafnarfjarðar, hefur tekið miklum breytingum og tvöfaldast að stærð. Fjöldi nýrra verslana opnar í verslunarmiðstöðinni í dag.

Ráðist var í að stækka verslunarmiðstöðina fyrir þremur árum og hefur hún verið stækkuð til muna. Að auki voru reist átján íbúðahótel á vegum Strand Hotel Apartments og 31 lúxusíbúð. Þá verður nýtt bókasafn og samkomuhús einnig til húsa í Firðinum.

Tímamótunum verður fagnað með flugeldasýningu í kvöld.

Jólaandinn áberandi.Aðsend/Gunnhildur Arna

Meðal verslana sem opna nú í verslunarmiðstöðinni eru Gina Tricot, Lindex, A4, Emil og Lína og Leikfangaland auk gourmet-matarverslunar. Verslunarmiðstöðin stendur við Fjarðargötu í miðbæ Hafnarfjarðar.

„Við erum ótrúlega stolt af þessu afreki. Tíu ár eru síðan við fórum af stað með verkefnið. Þrjú ár frá fyrstu skóflustungu. Nú sjáum við til lands og viljum fagna því með Hafnfirðingum og gestum,“ er haft eftir Guðmundi Bjarna Harðarsyni, framkvæmdastjóra Fjarðar, í fréttatilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×