Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Árni Sæberg skrifar 21. nóvember 2025 11:27 Maðurinn framdi líkamsárásina á Hafnartorgi að sumri til árið 2021. Vísir/Vilhelm Dómur ungs karlmanns, sem játaði líkamsárás á Hafnartorgi í Reykjavík árið 2021, hefur verið ómerktur af Landsréttir og vísað aftur heim í hérað. Það var gert vegna tölvubréfs dómara til verjanda þar sem dómarinn lýsti því yfir að hann teldi hæpið að heimfæra brot mannsins undir ákvæði hegningarlaga um minni háttar líkamsárás. Í dómi Landsréttar þess efnis, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa veist að manni með ítrekuðum hnéspörkum í höfuð og búk. Fyrir héraðsdómi hafi hann gengist við þeirri háttsemi sem lýst var í ákæru en hafnað heimfærslu háttseminnar til ákvæðs hegningarlaga um sérstaklega hættulega líkamsárás. Taldi aðra heimfærslu hæpna Í aðdraganda aðalmeðferðar málsins hefði héraðsdómari sent tölvubréf til verjanda mannsins þar sem hann lýsti því meðal annars að hann teldi afar hæpið að heimfæra háttsemina undir ákvæði hegningarlaga um minni háttar líkamsárás. Tölvubréfið var svohljóðandi: „Eins og málið horfir við mér eftir að hafa skoðað upptökuna þá er afar hæpið að heimfæra undir 217. gr. almennra hegningarlaga. Brotaþoli nær að takmarka sitt eigið tjón en um slíkt hefur verið dæmt áður, þ.e. það breytir ekki hættueiginleika verknaðarins. Ákærði hefur viðurkennt þá háttsemi sem sést á upptökunni. Ég tel þetta því góða niðurstöðu fyrir ákærða ef af verður, ellegar hefði ég sennilega látið fara fram sönnunarfærslu um þetta fyrir dóminum. Eins og málið er vaxið kæmi ekki til greina að beita refsibrottfalli vegna fyrningar án þess að til þess kæmi.“ Réttmætur vafi um óhlutdrægni Í dóminum segir að Landsréttur hafi talið að með ummælum í tölvupóstinum hefði héraðsdómari lýst afstöðu sinni til þeirra efnisvarna sem maðurinn hafði teflt fram í málinu. Þar með hefði verið kominn upp réttmætur vafi um óhlutdrægni dómarans, en skylda dómara til að gæta að hæfi sínu sneri meðal annars að því að efnisleg afstaða hans til ágreinings kæmi ekki fram fyrr en í dómi. Hinn áfrýjaði dómur hafi því verið ómerktur og heimvísað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný. Ekki fyrsta tölvubréfið sem vekur athygli Dómarinn sem um ræðir er Sigríður Hjaltested við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem tölvubréf henni tengt vekur athygli en síðast þegar það gerðist var hún á hinum endanum. Hún var viðtakandi „harla óvenjulegs“ tölvubréfs lögmannsins Ómars R. Valdimarssonar í tengslum við dæmda málsvarnarþóknun hans í Bankastrætis club-málinu svokallaða. Dómsmál Dómstólar Reykjavík Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Í dómi Landsréttar þess efnis, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa veist að manni með ítrekuðum hnéspörkum í höfuð og búk. Fyrir héraðsdómi hafi hann gengist við þeirri háttsemi sem lýst var í ákæru en hafnað heimfærslu háttseminnar til ákvæðs hegningarlaga um sérstaklega hættulega líkamsárás. Taldi aðra heimfærslu hæpna Í aðdraganda aðalmeðferðar málsins hefði héraðsdómari sent tölvubréf til verjanda mannsins þar sem hann lýsti því meðal annars að hann teldi afar hæpið að heimfæra háttsemina undir ákvæði hegningarlaga um minni háttar líkamsárás. Tölvubréfið var svohljóðandi: „Eins og málið horfir við mér eftir að hafa skoðað upptökuna þá er afar hæpið að heimfæra undir 217. gr. almennra hegningarlaga. Brotaþoli nær að takmarka sitt eigið tjón en um slíkt hefur verið dæmt áður, þ.e. það breytir ekki hættueiginleika verknaðarins. Ákærði hefur viðurkennt þá háttsemi sem sést á upptökunni. Ég tel þetta því góða niðurstöðu fyrir ákærða ef af verður, ellegar hefði ég sennilega látið fara fram sönnunarfærslu um þetta fyrir dóminum. Eins og málið er vaxið kæmi ekki til greina að beita refsibrottfalli vegna fyrningar án þess að til þess kæmi.“ Réttmætur vafi um óhlutdrægni Í dóminum segir að Landsréttur hafi talið að með ummælum í tölvupóstinum hefði héraðsdómari lýst afstöðu sinni til þeirra efnisvarna sem maðurinn hafði teflt fram í málinu. Þar með hefði verið kominn upp réttmætur vafi um óhlutdrægni dómarans, en skylda dómara til að gæta að hæfi sínu sneri meðal annars að því að efnisleg afstaða hans til ágreinings kæmi ekki fram fyrr en í dómi. Hinn áfrýjaði dómur hafi því verið ómerktur og heimvísað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný. Ekki fyrsta tölvubréfið sem vekur athygli Dómarinn sem um ræðir er Sigríður Hjaltested við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem tölvubréf henni tengt vekur athygli en síðast þegar það gerðist var hún á hinum endanum. Hún var viðtakandi „harla óvenjulegs“ tölvubréfs lögmannsins Ómars R. Valdimarssonar í tengslum við dæmda málsvarnarþóknun hans í Bankastrætis club-málinu svokallaða.
Dómsmál Dómstólar Reykjavík Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira