Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. nóvember 2025 15:26 Svæðið sem um ræðir við Suðurhóla. Vísir/Vilhelm Uppbygging fjörutíu íbúða í raðhúsum við Suðurhóla í Breiðholti var samþykkt á fundi borgarráðs í gær en í dag er þar að finna grasblett sem nýttur hefur verið sem boltavöllur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar lögðu fram sérbókanir um málið, fögnuðu uppbyggingu en lýstu yfir áhyggjum af þéttleika byggðarinnar og skorti á bílastæðum. Fram kemur í fundargerð borgarráðs að lagt sé til að byggðar verði fjörutíu íbúðir í raðhúsum og sérhæðum við Suðurhóla með áherslu á vandaðan arkitektúr, grænt yfirbragð og gæði íbúa. 49 bílastæði muni fylgja reitnum. Þá er tekið fram að unnið verði vel með landslagið og form þess, byggðin verði aðlögunarhæf þar sem íbúar geti mótað íbúðirnar og stækkað eftir þörfum. Vistgata muni liðast um svæðið og skilja eftir grænt og barnvænt umhverfi á meginþorra svæðisins. Skapa eigi góð græn almenningsrými á borgarlandi að norðan og vestna og nýta áfram leiktækin sem staðsett eru á svæðinu, þau verði flutt til á tvö ný leiksvæði á hinu nýja uppbyggingarsvæði. Mynd úr fylgigögnum vegna tillögunnar. Hafa áhyggjur af þéttleika Fram kemur í fundargerð borgarráðs að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafi lagt fram sérbókanir vegna málains. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna áformunum og segja lítið hafa borið á uppbyggingu húsagerða af þeim toga síðustu árin. „Fulltrúarnir lýsa þó áhyggjum af því að þéttleiki reitsins verði of mikill. Leggja fulltrúarnir áherslu á að hugað verði að sjónarmiðum nágrennis við uppbygginguna og að tryggð verði gæði þess græna svæðis sem verður skipulagt samhliða.“ Þá fagnar borgarfulltrúi Framsóknar því einnig að byggð sé raðhús í Breiðholti, ný byggð fegri enda jafnan eldri hverfi. Framsókn hafi þó áhyggjur af þéttleika og fjölda bílastæða. „Og hvetur til þess að þegar uppbyggingaraðilar óska eftir því að fá að fjölga stæðum í bílakjallara að þá verði tekið vel í þá ósk. Annars er hætta á því að bílum verði lagt í stæði annarra í hverfinu. Mikilvægt er að tryggja að leiktæki sem þegar eru á svæðinu verði áfram aðgengileg börnum í hverfinu og hugað vel að því að halda grænum svæðum aðgengilegum.“ Svona mun byggðin koma til með að líta út. Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Fram kemur í fundargerð borgarráðs að lagt sé til að byggðar verði fjörutíu íbúðir í raðhúsum og sérhæðum við Suðurhóla með áherslu á vandaðan arkitektúr, grænt yfirbragð og gæði íbúa. 49 bílastæði muni fylgja reitnum. Þá er tekið fram að unnið verði vel með landslagið og form þess, byggðin verði aðlögunarhæf þar sem íbúar geti mótað íbúðirnar og stækkað eftir þörfum. Vistgata muni liðast um svæðið og skilja eftir grænt og barnvænt umhverfi á meginþorra svæðisins. Skapa eigi góð græn almenningsrými á borgarlandi að norðan og vestna og nýta áfram leiktækin sem staðsett eru á svæðinu, þau verði flutt til á tvö ný leiksvæði á hinu nýja uppbyggingarsvæði. Mynd úr fylgigögnum vegna tillögunnar. Hafa áhyggjur af þéttleika Fram kemur í fundargerð borgarráðs að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafi lagt fram sérbókanir vegna málains. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna áformunum og segja lítið hafa borið á uppbyggingu húsagerða af þeim toga síðustu árin. „Fulltrúarnir lýsa þó áhyggjum af því að þéttleiki reitsins verði of mikill. Leggja fulltrúarnir áherslu á að hugað verði að sjónarmiðum nágrennis við uppbygginguna og að tryggð verði gæði þess græna svæðis sem verður skipulagt samhliða.“ Þá fagnar borgarfulltrúi Framsóknar því einnig að byggð sé raðhús í Breiðholti, ný byggð fegri enda jafnan eldri hverfi. Framsókn hafi þó áhyggjur af þéttleika og fjölda bílastæða. „Og hvetur til þess að þegar uppbyggingaraðilar óska eftir því að fá að fjölga stæðum í bílakjallara að þá verði tekið vel í þá ósk. Annars er hætta á því að bílum verði lagt í stæði annarra í hverfinu. Mikilvægt er að tryggja að leiktæki sem þegar eru á svæðinu verði áfram aðgengileg börnum í hverfinu og hugað vel að því að halda grænum svæðum aðgengilegum.“ Svona mun byggðin koma til með að líta út.
Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira