Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Aron Guðmundsson skrifar 21. nóvember 2025 16:57 Lovísa Thompson er á leið á sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðinu Vísir/Hulda Margrét Nú dregur nær fyrsta leik Íslands á HM kvenna í handbolta. Lovísa Thompson mun þar taka þátt á sínu fyrsta stórmóti en leiðin fram að því hefur verið þyrnum stráð og einsetur hún sér að njóta hvers dags. Ísland hefur leika á HM, sem fer fram í Þýskalandi og Hollandi þetta árið, þann 26. nóvember næstkomandi gegn Þýskalandi en auk þessara liða eru landslið Serbíu og Úrúgvæ í riðli Íslands. Segja má að vegferð landsliðskonunnar Lovísu Thompson fram að hennar fyrsta stórmóti hafi ekki verið eins og gengur og gerist hjá hinu hefðbundna landsliðsfólki. Vissulega hefur hún skarað fram úr, unnið titla og gert sig gildandi sem lykilleikmaður í sínum liðum en erfiðleikar hafa einnig plagað hana. Krefjandi meiðsli en einnig andlegt streð þar sem að hún fann ekki gleðina í handboltanum og tók sér pásu frá handboltaiðkun. Eftir sigursælt tímabil hér heima og í Evrópu með kvennaliði Vals á síðasta tímabili er Lovísa nú 26 ára gömul, á leiðinni á sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðinu, stærra gerist það varla. „Maður þarf bara að njóta hvers einasta dags og fara ekki fram úr sér. Ekki vera með of háar væntingar, vera rólegur og njóta þess sem maður er að gera því þetta er rosalega stórt og ótrúlega gaman fyrir alla handboltamenn að fá að taka þátt í svona verkefni sama hvernig það verður. Ég er mjög spennt en líka með ekki of háar væntingar fyrir sjálfa mig aðallega. Ég vona bara að það gangi vel, að liðinu gangi vel og að þetta verði allt ljómandi gott.“ Var þetta draumur sem þú varst búin að gefa upp á bátinn? „Já bæði og. Tvö ár af meiðslum og þá er maður mjög langt niðri. Síðasta ár gekk vel en byrjaði hægt, svo kemst maður á góðan stað. Á þessu tímabili er búið að ganga ágætlega og ég er að finna minn fyrri styrk. Þetta breytist svo hratt, maður getur ekki tekið þessu sem sjálfsögðum hlut og þess vegna þarf bara að taka einn dag fyrir í einu, njóta þess hvar maður er. Það er mottóið í þessu öllu saman.“ Og það að hafa gengið í gegnum þetta allt saman fær mann til að njóta meira eða hvað? „Algjörlega en maður þarf svolítið að minna sig á það. Maður á það til að detta í sama gamla farið að svekkja sig og pirra á hinu og þessu sem maður hefur ekki stjórn á. En í dag, með meiri þroska og reynslu, öllu sem því fylgir að verða eldri horfir maður bara öðrum augum á þetta, reynir að einblína á það jákvæða og njóta.“ Annað kvöld mætast Ísland og Færeyjar í Þórshöfn í æfingarleik fyrir HM. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Landslið kvenna í handbolta HM 2026 í fótbolta Valur Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Ísland hefur leika á HM, sem fer fram í Þýskalandi og Hollandi þetta árið, þann 26. nóvember næstkomandi gegn Þýskalandi en auk þessara liða eru landslið Serbíu og Úrúgvæ í riðli Íslands. Segja má að vegferð landsliðskonunnar Lovísu Thompson fram að hennar fyrsta stórmóti hafi ekki verið eins og gengur og gerist hjá hinu hefðbundna landsliðsfólki. Vissulega hefur hún skarað fram úr, unnið titla og gert sig gildandi sem lykilleikmaður í sínum liðum en erfiðleikar hafa einnig plagað hana. Krefjandi meiðsli en einnig andlegt streð þar sem að hún fann ekki gleðina í handboltanum og tók sér pásu frá handboltaiðkun. Eftir sigursælt tímabil hér heima og í Evrópu með kvennaliði Vals á síðasta tímabili er Lovísa nú 26 ára gömul, á leiðinni á sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðinu, stærra gerist það varla. „Maður þarf bara að njóta hvers einasta dags og fara ekki fram úr sér. Ekki vera með of háar væntingar, vera rólegur og njóta þess sem maður er að gera því þetta er rosalega stórt og ótrúlega gaman fyrir alla handboltamenn að fá að taka þátt í svona verkefni sama hvernig það verður. Ég er mjög spennt en líka með ekki of háar væntingar fyrir sjálfa mig aðallega. Ég vona bara að það gangi vel, að liðinu gangi vel og að þetta verði allt ljómandi gott.“ Var þetta draumur sem þú varst búin að gefa upp á bátinn? „Já bæði og. Tvö ár af meiðslum og þá er maður mjög langt niðri. Síðasta ár gekk vel en byrjaði hægt, svo kemst maður á góðan stað. Á þessu tímabili er búið að ganga ágætlega og ég er að finna minn fyrri styrk. Þetta breytist svo hratt, maður getur ekki tekið þessu sem sjálfsögðum hlut og þess vegna þarf bara að taka einn dag fyrir í einu, njóta þess hvar maður er. Það er mottóið í þessu öllu saman.“ Og það að hafa gengið í gegnum þetta allt saman fær mann til að njóta meira eða hvað? „Algjörlega en maður þarf svolítið að minna sig á það. Maður á það til að detta í sama gamla farið að svekkja sig og pirra á hinu og þessu sem maður hefur ekki stjórn á. En í dag, með meiri þroska og reynslu, öllu sem því fylgir að verða eldri horfir maður bara öðrum augum á þetta, reynir að einblína á það jákvæða og njóta.“ Annað kvöld mætast Ísland og Færeyjar í Þórshöfn í æfingarleik fyrir HM. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta HM 2026 í fótbolta Valur Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira