„Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 21. nóvember 2025 21:37 Hilmar Pétursson átti flottan leik í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Keflavík vann gríðarlega öflugan ellefu stiga sigur 101-90 á Álftanes þegar liðin mættust í Blue höllinni í kvöld. Hilmar Pétursson átti flottan leik fyrir heimamenn og var að vonum sáttur með sigurinn. „Gott að fara með sigur inn í landsleikjahlé og þurfa ekki að hugsa um eitthvað tap í heila viku“ sagði Hilmar Pétursson leikmaður Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Keflavík hafa gert heimavöll sinn aftur að alvöru vígi sem erfitt er að mæta þeim á. „Við viljum að það sé erfitt að koma hingað og vinna leik. Við ætlum að reyna fara héðan alltaf með sigra“ Sigurður Pétursson bróðir Hilmars Péturssonar leikur nú með Álftanes en hann var fjarri góðu gamni í kvöld vegna meiðsla. Það var því svekkjandi að fá ekki bræðra slag í kvöld. „Það var svekkjandi en því miður þá meiddist hann á móti Val. Hann meiddist eitthvað aftan í læri. Það væri skemmtilegra að spila heilan leik heill í staðin fyrir að reyna að vera eitthvað meiddur að spila en það er samt mjög jákvætt að geta farið til mömmu og pabba og montað sig aðeins fyrir framan þau og hann“ Það mátti heyra á Hilmari að montrétturinn væri mikilvægur. „Það verður vonandi matarboð fljótlega þar sem allir mæta og ég með montréttinn. Vonandi verður hann svo bara heill“ Liðsheildin var það sem skóp þennan sigur að mati Hilmars. „Ég held að það hafi verið bara liðsheildin, bæði sóknarlega og varnarlega. Þeir fóru í svæðisvörn og það tók okkur alveg af laginu en sem betur fer þá spiluðu þeir það ekki allan leikinn því þá hefði þetta örugglega farið öðruvísi en við erum finnst mér alltaf að verða betri saman sem lið og það er mjög jákvætt“ Álftnesingar náðu smá áhlaupi í fjórða leikhluta og söxuðu vel á gott forskot Keflavíkur. Aðspurður um hvort það hafi farið um hann viðurkenndi hann að honum stóð ekkert á sama. „Ég væri að ljúga ef ég myndi segja nei. Við reyndum bara að halda ró okkar og gera það sem við gerum best en það skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi, það er hver klárar það fyrstur“ sagði Hilmar Pétursson að lokum. Keflavík ÍF Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Sjá meira
„Gott að fara með sigur inn í landsleikjahlé og þurfa ekki að hugsa um eitthvað tap í heila viku“ sagði Hilmar Pétursson leikmaður Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Keflavík hafa gert heimavöll sinn aftur að alvöru vígi sem erfitt er að mæta þeim á. „Við viljum að það sé erfitt að koma hingað og vinna leik. Við ætlum að reyna fara héðan alltaf með sigra“ Sigurður Pétursson bróðir Hilmars Péturssonar leikur nú með Álftanes en hann var fjarri góðu gamni í kvöld vegna meiðsla. Það var því svekkjandi að fá ekki bræðra slag í kvöld. „Það var svekkjandi en því miður þá meiddist hann á móti Val. Hann meiddist eitthvað aftan í læri. Það væri skemmtilegra að spila heilan leik heill í staðin fyrir að reyna að vera eitthvað meiddur að spila en það er samt mjög jákvætt að geta farið til mömmu og pabba og montað sig aðeins fyrir framan þau og hann“ Það mátti heyra á Hilmari að montrétturinn væri mikilvægur. „Það verður vonandi matarboð fljótlega þar sem allir mæta og ég með montréttinn. Vonandi verður hann svo bara heill“ Liðsheildin var það sem skóp þennan sigur að mati Hilmars. „Ég held að það hafi verið bara liðsheildin, bæði sóknarlega og varnarlega. Þeir fóru í svæðisvörn og það tók okkur alveg af laginu en sem betur fer þá spiluðu þeir það ekki allan leikinn því þá hefði þetta örugglega farið öðruvísi en við erum finnst mér alltaf að verða betri saman sem lið og það er mjög jákvætt“ Álftnesingar náðu smá áhlaupi í fjórða leikhluta og söxuðu vel á gott forskot Keflavíkur. Aðspurður um hvort það hafi farið um hann viðurkenndi hann að honum stóð ekkert á sama. „Ég væri að ljúga ef ég myndi segja nei. Við reyndum bara að halda ró okkar og gera það sem við gerum best en það skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi, það er hver klárar það fyrstur“ sagði Hilmar Pétursson að lokum.
Keflavík ÍF Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Sjá meira