Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar 22. nóvember 2025 10:02 Það hefur varla farið frammhjá þeim sem lesa fréttir, hvort sem það er Vísir, MBL eða aðrir miðlar að fíkn er ekki djók og fíkn hrjáir samfélagið okkar. Fíkn er ekki bara áfengi og eiturlyf, ímynd sem Íslendingar hafa búið við of lengi, ímynd sem er þægileg og við höfum getað sætt okkur við. Fíkn hinsvegar er stærri, menn geta orðið háðir hverju sem er , bara mismikið, og þar kemur spilafíkn inn af krafti. Það er samkvæmt lögum, að menn segja, ólöglegt að reka spilavíti á netinu á Íslandi en samt er ekkert nema fyrirtæki sem auglýsa, hvort sem það er af YouTube eða hjá íþróttafélögum. Ráðuneytið telur þetta ekki vandamál en ég get sagt, nei, ég get staðhæft að þetta er vandamál. Ég datt inn í þennan heim spilavíta á netinu árið 2020 ásamt vini mínum, við byrðjum smátt, nokkrar krónur hér og þar, maður fann varla fyrir því, en áður en við vissum vorum við farnir að taka smálán og fá lánað héðan og þaðan, einungis til þess að henda inn tvö-þrjúþúsundkalli í þeirri trú að við mmyndum vinna allt til baka. Ég trúði því lengi vel að ég gæti breytt 500kr í milljón og ef það gekk ekki þá var bara næsti 500 kall, og svo urðu þeir að milljóninni sem aldrei kom. Það var eins og að labba á vegg þegar ég vann með strák fæddum 2007 sem sagði mér að hann hefði unnið 100 dollara (sem þá var sirka 12 þúsund krónur), og taldi hann það gott þar sem einn jafnaldri hefði tapað 300.000kr, en ætlaði að vinna það til baka, ímyndið ykkur hvert tapið er í dag. Reglugerðin er enginn og aðgangurinn er opinn öllum, ef þú átt pening. Það hlýtur að vekja ótta að á sama tíma og við tölum fyrir því að ungt fólk hafi efni á fyrsta húsnæði, þá brennur það (að mestu ungir karlmenn) sparnaðin sinn og meira í hugmynd um gull og græna skóga en fá svo bara eyðimörk. Og ekki hjálpar það að skömminn sem fylgir er yfirgnæfandi. Skömmina fékk ég í smettið eins og menn segja árið 2022 þegar faðir minn hringdi í mig og spurði af hverju ég væri með yfridrátt hjá bankanum upp á 600.000kr, í fullri vinnu og með engin útgjöld. Við VERÐUM að taka á þessu meini og bjarga fólkinu sem glímir við þetta í einrúmi, hvort sem þau séu ung eða í elli, þetta er mein sem mun bera fólk á endastöð, og það get ég vottað, enda staðið þar sjáfur, og það eina sem bjargaði mér var stuðningsnet vina og fjölskyldu, en það búa ekki allir við. Hjálpum fólkinu okkar, bönnum spilasíður á netinu. Höfundur er fyrrum spilafíkill sem var of nálægt endanum af ótta við skömm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur varla farið frammhjá þeim sem lesa fréttir, hvort sem það er Vísir, MBL eða aðrir miðlar að fíkn er ekki djók og fíkn hrjáir samfélagið okkar. Fíkn er ekki bara áfengi og eiturlyf, ímynd sem Íslendingar hafa búið við of lengi, ímynd sem er þægileg og við höfum getað sætt okkur við. Fíkn hinsvegar er stærri, menn geta orðið háðir hverju sem er , bara mismikið, og þar kemur spilafíkn inn af krafti. Það er samkvæmt lögum, að menn segja, ólöglegt að reka spilavíti á netinu á Íslandi en samt er ekkert nema fyrirtæki sem auglýsa, hvort sem það er af YouTube eða hjá íþróttafélögum. Ráðuneytið telur þetta ekki vandamál en ég get sagt, nei, ég get staðhæft að þetta er vandamál. Ég datt inn í þennan heim spilavíta á netinu árið 2020 ásamt vini mínum, við byrðjum smátt, nokkrar krónur hér og þar, maður fann varla fyrir því, en áður en við vissum vorum við farnir að taka smálán og fá lánað héðan og þaðan, einungis til þess að henda inn tvö-þrjúþúsundkalli í þeirri trú að við mmyndum vinna allt til baka. Ég trúði því lengi vel að ég gæti breytt 500kr í milljón og ef það gekk ekki þá var bara næsti 500 kall, og svo urðu þeir að milljóninni sem aldrei kom. Það var eins og að labba á vegg þegar ég vann með strák fæddum 2007 sem sagði mér að hann hefði unnið 100 dollara (sem þá var sirka 12 þúsund krónur), og taldi hann það gott þar sem einn jafnaldri hefði tapað 300.000kr, en ætlaði að vinna það til baka, ímyndið ykkur hvert tapið er í dag. Reglugerðin er enginn og aðgangurinn er opinn öllum, ef þú átt pening. Það hlýtur að vekja ótta að á sama tíma og við tölum fyrir því að ungt fólk hafi efni á fyrsta húsnæði, þá brennur það (að mestu ungir karlmenn) sparnaðin sinn og meira í hugmynd um gull og græna skóga en fá svo bara eyðimörk. Og ekki hjálpar það að skömminn sem fylgir er yfirgnæfandi. Skömmina fékk ég í smettið eins og menn segja árið 2022 þegar faðir minn hringdi í mig og spurði af hverju ég væri með yfridrátt hjá bankanum upp á 600.000kr, í fullri vinnu og með engin útgjöld. Við VERÐUM að taka á þessu meini og bjarga fólkinu sem glímir við þetta í einrúmi, hvort sem þau séu ung eða í elli, þetta er mein sem mun bera fólk á endastöð, og það get ég vottað, enda staðið þar sjáfur, og það eina sem bjargaði mér var stuðningsnet vina og fjölskyldu, en það búa ekki allir við. Hjálpum fólkinu okkar, bönnum spilasíður á netinu. Höfundur er fyrrum spilafíkill sem var of nálægt endanum af ótta við skömm.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun