Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Agnar Már Másson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 22. nóvember 2025 20:11 Pawel Bartoszek Vísir/Viktor Freyr Úkraínumenn gætu alveg eins gefist upp ef þeir samþykkja þá friðaráætlun sem Bandaríkjamenn og Rússar hafa samið, að mati formanns utanríkismálanefndar Alþingis. Evrópskir leiðtogar ætla ásamt Úkraínumönnum að leggja til gagntillögur. „Við munum halda áfram að vopna Úkraínumenn,“ segja þjóðarleiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í yfirlýsingu. Bandarískir erindrekar kynntu 28 liða friðaráætlunina fyrir ráðamönnum í Kænugarði í gær. Áætlunin felur meðal annars í sér að Úkraínumenn gefi eftir landsvæði, gangi ekki í NATO og takmarki herafla sinn. Bandaríkjastjórn hefur gert Úkraínumönnum það ljóst að samþykki þeir ekki áætlunina verði þeir að sætta sig við verri samning í framtíðinni. „Tillögurnar virðast í fljótu bragði vera mjög óhagfelldar fyrir Úkraínu, í rauninni má tala um þetta sem tillögur að uppgjöf, kannski ekki skilyrðislausri uppgjöf en tillögur að uppgjöf Úkraínu,“ sagði Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, í kvöldfréttum Sýnar. Leggja til gagntillögur Evrópskir leiðtogar hafa rætt áætlunina sín á milli á fundi G20 ríkja í Suður-Afríku í dag og ætla ásamt Úkraínumönnum að leggja til gagntillögur. Pawel segist binda vonir við að þær tillögur fái framgang. „Kosturinn er í stöðunni er að Donald Trump er mjög umhugað um að koma á frið og það er í sjálfu sér gott þannig ég ætla ekki að segja að ég sé alveg úrkula vonar um það að það geti komist á friður á næstu mánuðum en ef þetta er uppleggið þá er erfitt að sjá af hverju Úkraína ætti að fallast á það að í rauninni gefast upp og draga varanlega úr varnarmætti sínum.“ Ísland styðji rétt Úkraínu til sjálfsákvörðunar um framtíð sína, mikilvægt sé að móttillögur verði unnar hratt. „Vegna þess að við viljum heldur ekki búa til það andrúmsloft, að við einhvern veginn, og þá segi ég við af því við erum auðvitað hluti af Evrópu og hluti af NATO, göngum einhvern veginn frá borði og rekum fleyg í samstarf okkar við Bandaríkin, því það væri að einhverju leyti óskastaða fyrir Rússland og Vladimír Pútín.“ „Við munum halda áfram að færa Úkraínumönnum vopn“ Í morgun sat Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fjarfund með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta auk leiðtoga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Úkraínuforsetinn sagðist hafa útskýrt fyrir þeim næstu skref Úkraínumanna. „Við munum halda áfram að vopna Úkraínumenn og styrkja varnir Evrópu enn frekar til þess að fæla burt árás Rússa,“ segir í yfirlýsingu Norðurlanda og Eystrasalstríkja.Forsetaembætti Úkraínu Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin sendu síðan frá sér yfirlýsingu í kvöld þess efnis að þau studdu enn við bakið á Úkraínumönnum enda snerist málið „ekki aðeins um öryggi Úkráinumanna, heldur enn fremur um öryggi Evrópu.“ Í stuðningsyfirlýsingunni, sem birt er á ensku á vef stjórnarráðsins, segir að ríkin styðji þær lausnir sem virði fullveldi og landhelgi Úkraínu. „Við munum halda áfram að vopna Úkraínumenn og styrkja varnir Evrópu enn frekar til þess að fæla burt árás Rússa,“ segir í yfirlýsingunni. „Svo lengi sem Rússar halda áfram stríði sínu við Úkraínu munum við einnig styðja hertar refsiaðgerðir og frekari efnahagsúrræði. “ Úkraína Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Bandarískir erindrekar kynntu 28 liða friðaráætlunina fyrir ráðamönnum í Kænugarði í gær. Áætlunin felur meðal annars í sér að Úkraínumenn gefi eftir landsvæði, gangi ekki í NATO og takmarki herafla sinn. Bandaríkjastjórn hefur gert Úkraínumönnum það ljóst að samþykki þeir ekki áætlunina verði þeir að sætta sig við verri samning í framtíðinni. „Tillögurnar virðast í fljótu bragði vera mjög óhagfelldar fyrir Úkraínu, í rauninni má tala um þetta sem tillögur að uppgjöf, kannski ekki skilyrðislausri uppgjöf en tillögur að uppgjöf Úkraínu,“ sagði Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, í kvöldfréttum Sýnar. Leggja til gagntillögur Evrópskir leiðtogar hafa rætt áætlunina sín á milli á fundi G20 ríkja í Suður-Afríku í dag og ætla ásamt Úkraínumönnum að leggja til gagntillögur. Pawel segist binda vonir við að þær tillögur fái framgang. „Kosturinn er í stöðunni er að Donald Trump er mjög umhugað um að koma á frið og það er í sjálfu sér gott þannig ég ætla ekki að segja að ég sé alveg úrkula vonar um það að það geti komist á friður á næstu mánuðum en ef þetta er uppleggið þá er erfitt að sjá af hverju Úkraína ætti að fallast á það að í rauninni gefast upp og draga varanlega úr varnarmætti sínum.“ Ísland styðji rétt Úkraínu til sjálfsákvörðunar um framtíð sína, mikilvægt sé að móttillögur verði unnar hratt. „Vegna þess að við viljum heldur ekki búa til það andrúmsloft, að við einhvern veginn, og þá segi ég við af því við erum auðvitað hluti af Evrópu og hluti af NATO, göngum einhvern veginn frá borði og rekum fleyg í samstarf okkar við Bandaríkin, því það væri að einhverju leyti óskastaða fyrir Rússland og Vladimír Pútín.“ „Við munum halda áfram að færa Úkraínumönnum vopn“ Í morgun sat Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fjarfund með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta auk leiðtoga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Úkraínuforsetinn sagðist hafa útskýrt fyrir þeim næstu skref Úkraínumanna. „Við munum halda áfram að vopna Úkraínumenn og styrkja varnir Evrópu enn frekar til þess að fæla burt árás Rússa,“ segir í yfirlýsingu Norðurlanda og Eystrasalstríkja.Forsetaembætti Úkraínu Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin sendu síðan frá sér yfirlýsingu í kvöld þess efnis að þau studdu enn við bakið á Úkraínumönnum enda snerist málið „ekki aðeins um öryggi Úkráinumanna, heldur enn fremur um öryggi Evrópu.“ Í stuðningsyfirlýsingunni, sem birt er á ensku á vef stjórnarráðsins, segir að ríkin styðji þær lausnir sem virði fullveldi og landhelgi Úkraínu. „Við munum halda áfram að vopna Úkraínumenn og styrkja varnir Evrópu enn frekar til þess að fæla burt árás Rússa,“ segir í yfirlýsingunni. „Svo lengi sem Rússar halda áfram stríði sínu við Úkraínu munum við einnig styðja hertar refsiaðgerðir og frekari efnahagsúrræði. “
Úkraína Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira